Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2023 19:29 Joe Biden Bandaríkjaforseti átti einkafund með Volodymyr Zelensky þar sem hann lýsti því yfir að aðild Úkraínu að NATO væri bara tímaspursmál. Vel fór á með forsetunum tveimur. AP/Susan Walsh Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fer mun sáttari frá leiðtogafundi NATO í dag en þegar hann mætti til fundarins í gær fremur neikvæður út í þær áætlanir sem leiðtogar NATO hugðust leggja fram um leið Úkraínu inn í NATO. Stíf fundarhöld Zelenskys með leiðtogum einstakra ríkja í Vilnius í gær og í dag sem og fyrsti fundurinn í Úkraínuráði NATO, virðast hafa sannfært forsetann um að NATO aðild væri innan seilingar. Joe Biden var vel fagnað af íbúum Vilnius á útifundi að loknum fundi leiðtoganna.AP/Mindaugas Kulbis „Fyrsta fundi í Úkraínuráð NATO var að ljúka og allar bandalagsþjóðirnar samþykktu að framtíð Úkraínu væri í NATO,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti með hina leiðtoga G7 og Zelensky sér við hlið. „Bandalagsþjóðirnar samþykktu að aflétta kröfunum um aðgerðaáætlun Úkraínu fyrir aðildarumsókn Úkraínu og þróa ferli sem leiðir til aðildar að NATO á sama tíma sem Úkraína heldur áfram að gera nauðsynlegar umbætur,“ sagði Bandaríkjaforseti. Þá gáfu leiðtogar helstu sjö iðnríkja heims, G7, Úkraínu tryggingar fyrir áframhaldandi stuðningi þar til sigur næðist í stríðinu við Rússa. „Samhliða þessu munum við veita Úkraínu nauðsynlegar tryggingar gegn hvers kyns árásum sem kunna að verða gerðar á landið,“ sagði Biden. Volodymyr Zelenskyy sagði sendinefnd Úkraínu fara sigurreifa heim af leiðtogafundinum með góðar tryggingar og stuðning NATO ríkjanna og aðildarríkja G7 hópsins.AP/Pavel Golovkin Zelensky var sáttur við niðurstöðu fundarins. „Niðurstöður NATO-fundarins í Vilníus eru mjög jákvæðar og skipta Úkraínu afar miklu máli. Ég er þakklátur öllum leiðtogum NATO-ríkjanna fyrir afar raunsæjan og fordæmalausan stuðning,“ sagði forseti Úkraínu. Í dag hefðu verið gefnar tryggingar fyrir aðild Úkraínu að NATO. „… og mikilvægur pakki sem inniheldur tryggingu um öryggi. Sendinefnd Úkraínu fer sigursæl heim með loforð um veittan stuðning í þágu Úkraínu, lands okkar og þjóðar og barna okkar. Þau opna okkur leið til nýrrar og aukinnar verndar,“ sagði Volodymyr Zelensky. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00 Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. 12. júlí 2023 14:00 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Svíar færast nær aðild að NATO Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. 6. júlí 2023 21:01 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fer mun sáttari frá leiðtogafundi NATO í dag en þegar hann mætti til fundarins í gær fremur neikvæður út í þær áætlanir sem leiðtogar NATO hugðust leggja fram um leið Úkraínu inn í NATO. Stíf fundarhöld Zelenskys með leiðtogum einstakra ríkja í Vilnius í gær og í dag sem og fyrsti fundurinn í Úkraínuráði NATO, virðast hafa sannfært forsetann um að NATO aðild væri innan seilingar. Joe Biden var vel fagnað af íbúum Vilnius á útifundi að loknum fundi leiðtoganna.AP/Mindaugas Kulbis „Fyrsta fundi í Úkraínuráð NATO var að ljúka og allar bandalagsþjóðirnar samþykktu að framtíð Úkraínu væri í NATO,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti með hina leiðtoga G7 og Zelensky sér við hlið. „Bandalagsþjóðirnar samþykktu að aflétta kröfunum um aðgerðaáætlun Úkraínu fyrir aðildarumsókn Úkraínu og þróa ferli sem leiðir til aðildar að NATO á sama tíma sem Úkraína heldur áfram að gera nauðsynlegar umbætur,“ sagði Bandaríkjaforseti. Þá gáfu leiðtogar helstu sjö iðnríkja heims, G7, Úkraínu tryggingar fyrir áframhaldandi stuðningi þar til sigur næðist í stríðinu við Rússa. „Samhliða þessu munum við veita Úkraínu nauðsynlegar tryggingar gegn hvers kyns árásum sem kunna að verða gerðar á landið,“ sagði Biden. Volodymyr Zelenskyy sagði sendinefnd Úkraínu fara sigurreifa heim af leiðtogafundinum með góðar tryggingar og stuðning NATO ríkjanna og aðildarríkja G7 hópsins.AP/Pavel Golovkin Zelensky var sáttur við niðurstöðu fundarins. „Niðurstöður NATO-fundarins í Vilníus eru mjög jákvæðar og skipta Úkraínu afar miklu máli. Ég er þakklátur öllum leiðtogum NATO-ríkjanna fyrir afar raunsæjan og fordæmalausan stuðning,“ sagði forseti Úkraínu. Í dag hefðu verið gefnar tryggingar fyrir aðild Úkraínu að NATO. „… og mikilvægur pakki sem inniheldur tryggingu um öryggi. Sendinefnd Úkraínu fer sigursæl heim með loforð um veittan stuðning í þágu Úkraínu, lands okkar og þjóðar og barna okkar. Þau opna okkur leið til nýrrar og aukinnar verndar,“ sagði Volodymyr Zelensky.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00 Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. 12. júlí 2023 14:00 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Svíar færast nær aðild að NATO Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. 6. júlí 2023 21:01 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
„Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00
Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. 12. júlí 2023 14:00
Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59
Svíar færast nær aðild að NATO Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. 6. júlí 2023 21:01