Erlent

ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt

Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með.

Erlent

Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi

Átján ára karlmaður sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í Buffalo í síðasta mánuði lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákæra á hendur honum fyrir haturshryðjuverk var tekin fyrir. Saksóknarinn lýsir sönnunargögnunum gegn honum sem yfirgnæfandi.

Erlent

Kallaði eftir banni gegn á­rásar­skot­vopnum

Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við.

Erlent

Vaktin: „Við höfum varið Úkraínu í 100 daga. Við munum vinna sigur,“ segir Selenskí á 100. degi stríðsins

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti í morgun myndskeið sem er tekið á nákvæmlega sama stað og annað myndskeið var tekið fyrir 99 dögum, degi eftir að innrás Rússa hófst. Þá lét forsetinn þau fleygu orð falla að hann þyrfti ekki brottflutning frá Kænugarði, heldur vopn. Í myndskeiðinu frá því í dag sagði forsetinn „Við höfum varið Úkraínu í 100 daga. Við munum vinna sigur. Dýrð sé Úkraínu!“.

Erlent

Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann

Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið.

Erlent

Avenatti aftur dæmdur í fangelsi fyrir svik

Michael Avenatti, sem hlaut frægð vestanhafs og víðar þegar hann var lögmaður klámleikkonunnar Stormy Daniels í máli hennar gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Hann sat þegar í fangelsi fyrir fjárkúgun gegn stórfyrirtækinu Nike.

Erlent

Alvarlegir gallar á rússneska hernum

Rússneski herinn er ekki uppbyggður fyrir þau verkefni sem hann átti að leysa af hólmi í Úkraínu. Frá upphafi stríðsins hefur herinn átt í basli og frammistaða hans verið langt undir væntingunum, ef svo má að orði komast.

Erlent

Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga

Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning.

Erlent

Heard ætlar að áfrýja

Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara.

Erlent

Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi

Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi.

Erlent

Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk

Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk.

Erlent

Danir losa sig við undanþáguna

Yfirgnæfandi meirihluti danskra kjósenda samþykkti í dag að leggja niður undanþáguákvæði um þátttöku ríkisins í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í dag.

Erlent

Depp hafði betur í meið­yrða­málinu gegn Heard

Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna.

Erlent

Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu

Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri.

Erlent

Danir greiða at­kvæði um þátt­töku í evrópsku varnar­sam­starfi

Danir greiða í dag atkvæði um það hvort að ríkið eigi að taka fullan þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsríkja. Ellefu af fjórtán flokkum á danska þinginu eru fylgjandi því að Danmörk hefji þátttöku í samstarfinu af fullum þunga. Sömuleiðis benda skoðanakannanir til þess að almenningur sé nú fylgjandi þátttöku, en talið er að kjörsókn muni ráða miklu um niðurstöðuna.

Erlent

Stærsta planta í heimi á við 20.000 fótboltavelli

Vísindamenn frá Ástralíu uppgötvuðu að sjávargrös sem þekja um tvö hundruð ferkílómetra svæði séu í raun ein og sama plantan. Þeir telja að hún hafi vaxið af einu fræi á að minnsta kosti fjögur þúsund og fimm hundruð árum.

Erlent