Húsleit gerð á heimili Bolsonaro vegna falsanamáls Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2023 14:59 Bolsonaro ræðir við fréttamenn eftir að alríkislögreglumenn leituðu á heimili hans í dag. AP/Eraldo Peres Alríkislögreglumenn gerðu húsleit á heimili Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, og lögðu hald á síma hans í höfuðborginni Brasilíu í morgun. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á meintum fölsunum á bólusetningarskírteinum vegna Covid-19. Húsleitir voru gerðar á fleiri stöðum og nokkrir eiga yfir höfði sér handtöku, að sögn lögregluyfirvalda. Bolsonaro staðfesti sjálfur að leitað hefði verið heima hjá honum. AP-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum innan lögreglunnar að Mauro Cid, einn nánasti bandamaður Bolsonaro, hafi verið handtekinn. Rannsóknin snýst um falsaðar upplýsingar um bólusetningar gegn Covid-19 innan heilbrigðiskerfisins. Brasilískir fjölmiðlar halda því fram að átt hafi verið við bólusetningarskírteini Bolsonaro, ráðgjafa hans og ættingja. Það hafi gert þeim kleift að ferðast til Bandaríkjanna en þarlend stjórnvöld gerðu kröfu um að ferðalangur væru bólusettir gegn veirunni. Bolsonaro gerði lítið úr alvarleika faraldursins þegar hann stóð sem hæst. Neitaði hann að láta bólusetja sig og sáði efasemdum um gagnsemi bóluefnanna þrátt fyrir að næstflest dauðsföll af völdum veirunnar hafi verið í Brasilíu. Hann heldur því fram að engum gögnum hafi verið breytt og að hann hafi aldrei verið bólusettur. Fleiri rannsóknir voma yfir Bolsonaro. Alríkislögreglan hefur í tvígang kallað hann til skýrslutöku, annars vegar vegna skartgripa sem hann þáði frá Sádum og hins vegar vegna hans þáttar í óeirðum stuðningsmanna hans við þinghúsið í janúar. Þá er hann til rannsóknar vegna upplýsingafals um kosningarnar sem hann tapaði og aðildar að þjóðarmorði á frumbyggjaþjóð í Amasonfrumskóginum. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn. 17. janúar 2023 07:32 Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi. 14. janúar 2023 08:25 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Húsleitir voru gerðar á fleiri stöðum og nokkrir eiga yfir höfði sér handtöku, að sögn lögregluyfirvalda. Bolsonaro staðfesti sjálfur að leitað hefði verið heima hjá honum. AP-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum innan lögreglunnar að Mauro Cid, einn nánasti bandamaður Bolsonaro, hafi verið handtekinn. Rannsóknin snýst um falsaðar upplýsingar um bólusetningar gegn Covid-19 innan heilbrigðiskerfisins. Brasilískir fjölmiðlar halda því fram að átt hafi verið við bólusetningarskírteini Bolsonaro, ráðgjafa hans og ættingja. Það hafi gert þeim kleift að ferðast til Bandaríkjanna en þarlend stjórnvöld gerðu kröfu um að ferðalangur væru bólusettir gegn veirunni. Bolsonaro gerði lítið úr alvarleika faraldursins þegar hann stóð sem hæst. Neitaði hann að láta bólusetja sig og sáði efasemdum um gagnsemi bóluefnanna þrátt fyrir að næstflest dauðsföll af völdum veirunnar hafi verið í Brasilíu. Hann heldur því fram að engum gögnum hafi verið breytt og að hann hafi aldrei verið bólusettur. Fleiri rannsóknir voma yfir Bolsonaro. Alríkislögreglan hefur í tvígang kallað hann til skýrslutöku, annars vegar vegna skartgripa sem hann þáði frá Sádum og hins vegar vegna hans þáttar í óeirðum stuðningsmanna hans við þinghúsið í janúar. Þá er hann til rannsóknar vegna upplýsingafals um kosningarnar sem hann tapaði og aðildar að þjóðarmorði á frumbyggjaþjóð í Amasonfrumskóginum.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn. 17. janúar 2023 07:32 Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi. 14. janúar 2023 08:25 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn. 17. janúar 2023 07:32
Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi. 14. janúar 2023 08:25