Erlent „Við höfum ekkert“ Ísraelskir hermenn óku í dag skriðdrekum inn í Rafah á Gasaströndinni. Þá voru skriðdrekar notaðir til að skjóta að tjaldbúðum vestur af borginni þar sem fólk á vergangi hafði komið sér fyrir. Minnst 21 féll í skothríðinni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Erlent 28.5.2024 16:59 Ógiltu neitunarvald forseta til að koma fjölmiðlalögum í gegn Stjórnarflokkur Georgíu nýtti aukinn meirihluta sinn á þingi til þess að ógilda neitunarvald sem forseti landsins beitti á umdeild fjölmiðlalög í dag. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt lögunum undanfarnar vikur. Erlent 28.5.2024 15:38 Biðst afsökunar á ummælum um „faggaskap“ Frans páfi hefur beðist afsökunar vegna niðrandi orða sem hann er sagður hafa látið frá sér í umræðu um það hvort hleypa ætti samkynhneigðum körlum í prestaskóla. Hann segist ekki hafa viljað særa neinn. Erlent 28.5.2024 13:48 Yfir fimmtíu stig í hitabylgju í Pakistan Hitamælar sýndu yfir 52 gráður í sunnanverðu Pakistan í gær. Sérfræðingar segja að hitabylgja sem hefur gengið yfir Asíu síðasta mánuðinn sé bein afleiðing hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Erlent 28.5.2024 12:02 Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. Erlent 28.5.2024 10:44 Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. Erlent 28.5.2024 09:35 Yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar sagður hafa hótað saksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins Fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar, Yossi Cohen, reyndi á nokkrum leynilegum fundum að þrýsta á aðalsaksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins, Fatou Bensouda, að falla frá því að rannsaka Ísrael fyrir stríðsglæpi. Erlent 28.5.2024 08:21 Notaði niðrandi orð um samkynhneigða karla á lokuðum fundi Frans páfi er sagður hafa notað lítilsvirðandi orð þegar viðræður stóðu yfir innan kaþólsku kirkjunnar um hvort hleypa ætti samkynhneigðum körlum inn í prestaskóla. Erlent 28.5.2024 07:04 Trump lofar að útrýma mótmælum til stuðnings Palestínu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist myndu útrýma mótmælum til stuðnings Palestínumönnum á háskólalóðum landsins ef hann snýr aftur í Hvíta húsið. Erlent 28.5.2024 06:41 Segir árásirnar í Rafah „hræðileg mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að árásir á Rafah í gær, sem sagðar eru hafa banað að minnsta kosti 45 manns í tjaldbúðum í borginni, hafi verið „hræðileg mistök“. Þær séu til rannsóknar hjá yfirvöldum. Erlent 27.5.2024 16:57 Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. Erlent 27.5.2024 16:08 Sautján ára „hermaður Hitlers” dæmdur í sjö ára fangelsi Danskur 17 ára gamall piltur var í dag dæmdur í Eystri Landsrétti í sjö ára fangelsi fyrir hryðjuverkabrot með því að hafa gengið til liðs við hægri-öfgasamtökin Feuerkrig Division. Samtökin eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök en pilturinn var einnig fundinn sekur um að reyna að sannfæra skólafélaga sinn til að ganga einnig í samtökin. Erlent 27.5.2024 14:47 Töldu að enginn ætti að deyja í árásunum Loftárásir Ísraelsmanna í Rafah á Gasaströndinni eru nú sagðar hafa leitt til dauða 45 manna í tjaldbúðum. Árásirnar hafa verið harðlega gagnrýndar í dag en Ísraelar hafa sakað Hamas-liða um að kveikja eld sem dró fólkið til dauða. Erlent 27.5.2024 14:31 AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. Erlent 27.5.2024 13:10 Óttast að um 2.000 hafi látist í aurskriðum á föstudag Yfirvöld í Papúa Nýju-Gíneu telja að um 2.000 manns hafi orðið undir aurskriðum sem féllu í Enga-héraði í á föstudag. Að minnsta kosti 670 hafa fundist látnir. Erlent 27.5.2024 08:22 Alríkislögreglan aðstoðar við leit að munum úr British Museum Alríkislögregla Bandaríkjanna er sögð rannsaka umfangsmikinn þjófnað á British Museum á Englandi, þar sem fjölda muna virðist hafa verið stolið og þeir síðan seldir áfram til Bandaríkjanna. Erlent 27.5.2024 07:35 Átján látnir eftir mikið óveður í miðríkjum Bandaríkjanna Að minnsta kosti átján létust og hundruð eru slösuð eftir að hvirfilbyljir gengu yfir miðríki Bandaríkjanna í gær. Erlent 27.5.2024 07:22 Hart sótt að Sunak vegna hugmynda um herþjónustu fyrir 18 ára Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hugmyndir sem hann varpaði fram á dögunum um að taka upp herþjónustu fyrir 18 ára. Erlent 27.5.2024 07:09 Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. Erlent 26.5.2024 22:41 Átta á sjúkrahúsi eftir mikla ókyrrð Átta farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir að flug frá Doha til Dyflinnar lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum yfir Tyrklandi. Samkvæmt flugvallaryfirvöldum í Dyflinni slösuðust sex farþegar og sex áhafnarmeðlimir. Erlent 26.5.2024 16:41 700 talin af vegna aurskriðu í Papúa Nýju-Gíneu Um 700 manns eru talin af vegna stórrar aurskriðu sem féll í Papúu Nýju-Gíneu í gær. Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) hafði fyrst gefið út að hundrað manns eða fleiri hefðu orðið undir en hafa nú hækkað viðmið sitt umtalsvert. Erlent 26.5.2024 13:54 Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. Erlent 26.5.2024 11:59 Flytja hjálpargögn til Gasa í gegnum Kerem Shalom Vöruflutningabílar með hjálpargögn fengu í dag að fara inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin samkvæmt nýju samkomulagi við Egyptaland. Óljóst er hvort mannúðarsamtök fái aðgang að hjálpargögnunum inn á Gasasvæðinu vegna áframhaldandi árása á staðnum. Erlent 26.5.2024 10:15 Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. Erlent 26.5.2024 07:50 Fjölda saknað eftir loftárás á byggingavöruverslun Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni. Erlent 25.5.2024 15:50 Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. Erlent 25.5.2024 14:59 Hafnaði beiðni Baldwin um frávísun Dómari við bandarískan dómstól hefur hafnað beiðni leikarans Alec Baldwin um að vísa frá ákæru um manndráp af gáleysi þegar Halyna Hutchins lést vegna voðaskots á tökustað myndarinnar Rust. Baldwin leikskýrði og lék í myndinni og hleypti skotinu af byssunni. Erlent 25.5.2024 11:56 „Við munum vinna þennan slag“ Færeyingar búa við eina ströngustu löggjöf er varðar þungunarrof í Evrópu. Dönsk lög frá árinu 1956 gilda þar enn þrátt fyrir að danskar konur hafi getað síðan 1973 undirgengst þungunarrof af eigin frumkvæði til allt að tólftu viku meðgöngu. Hervør Pálsdóttir, þingflokksformaður Þjóðveldisflokksins og meðstjórnandi í samtökunum Frítt Val, frjálst val, segir núverandi lög stuðla að óöryggi og að færeyskar konur muni vinna þennan slag. Erlent 25.5.2024 10:51 Vilja banna snjallsíma fyrir yngri en 16 ára Breskir þingmenn kalla nú eftir því að farsímar verði alfarið bannaðir fyrir börn sem eru 16 ára og yngri og bannaðir alveg í skólum. Þá er einnig kallað eftir því að aðgangur að samfélagsmiðlum verði bundinn við sama aldur. Erlent 25.5.2024 08:53 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. Erlent 24.5.2024 22:42 « ‹ 45 46 47 48 49 50 51 52 53 … 334 ›
„Við höfum ekkert“ Ísraelskir hermenn óku í dag skriðdrekum inn í Rafah á Gasaströndinni. Þá voru skriðdrekar notaðir til að skjóta að tjaldbúðum vestur af borginni þar sem fólk á vergangi hafði komið sér fyrir. Minnst 21 féll í skothríðinni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Erlent 28.5.2024 16:59
Ógiltu neitunarvald forseta til að koma fjölmiðlalögum í gegn Stjórnarflokkur Georgíu nýtti aukinn meirihluta sinn á þingi til þess að ógilda neitunarvald sem forseti landsins beitti á umdeild fjölmiðlalög í dag. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt lögunum undanfarnar vikur. Erlent 28.5.2024 15:38
Biðst afsökunar á ummælum um „faggaskap“ Frans páfi hefur beðist afsökunar vegna niðrandi orða sem hann er sagður hafa látið frá sér í umræðu um það hvort hleypa ætti samkynhneigðum körlum í prestaskóla. Hann segist ekki hafa viljað særa neinn. Erlent 28.5.2024 13:48
Yfir fimmtíu stig í hitabylgju í Pakistan Hitamælar sýndu yfir 52 gráður í sunnanverðu Pakistan í gær. Sérfræðingar segja að hitabylgja sem hefur gengið yfir Asíu síðasta mánuðinn sé bein afleiðing hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Erlent 28.5.2024 12:02
Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. Erlent 28.5.2024 10:44
Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. Erlent 28.5.2024 09:35
Yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar sagður hafa hótað saksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins Fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar, Yossi Cohen, reyndi á nokkrum leynilegum fundum að þrýsta á aðalsaksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins, Fatou Bensouda, að falla frá því að rannsaka Ísrael fyrir stríðsglæpi. Erlent 28.5.2024 08:21
Notaði niðrandi orð um samkynhneigða karla á lokuðum fundi Frans páfi er sagður hafa notað lítilsvirðandi orð þegar viðræður stóðu yfir innan kaþólsku kirkjunnar um hvort hleypa ætti samkynhneigðum körlum inn í prestaskóla. Erlent 28.5.2024 07:04
Trump lofar að útrýma mótmælum til stuðnings Palestínu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist myndu útrýma mótmælum til stuðnings Palestínumönnum á háskólalóðum landsins ef hann snýr aftur í Hvíta húsið. Erlent 28.5.2024 06:41
Segir árásirnar í Rafah „hræðileg mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að árásir á Rafah í gær, sem sagðar eru hafa banað að minnsta kosti 45 manns í tjaldbúðum í borginni, hafi verið „hræðileg mistök“. Þær séu til rannsóknar hjá yfirvöldum. Erlent 27.5.2024 16:57
Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. Erlent 27.5.2024 16:08
Sautján ára „hermaður Hitlers” dæmdur í sjö ára fangelsi Danskur 17 ára gamall piltur var í dag dæmdur í Eystri Landsrétti í sjö ára fangelsi fyrir hryðjuverkabrot með því að hafa gengið til liðs við hægri-öfgasamtökin Feuerkrig Division. Samtökin eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök en pilturinn var einnig fundinn sekur um að reyna að sannfæra skólafélaga sinn til að ganga einnig í samtökin. Erlent 27.5.2024 14:47
Töldu að enginn ætti að deyja í árásunum Loftárásir Ísraelsmanna í Rafah á Gasaströndinni eru nú sagðar hafa leitt til dauða 45 manna í tjaldbúðum. Árásirnar hafa verið harðlega gagnrýndar í dag en Ísraelar hafa sakað Hamas-liða um að kveikja eld sem dró fólkið til dauða. Erlent 27.5.2024 14:31
AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. Erlent 27.5.2024 13:10
Óttast að um 2.000 hafi látist í aurskriðum á föstudag Yfirvöld í Papúa Nýju-Gíneu telja að um 2.000 manns hafi orðið undir aurskriðum sem féllu í Enga-héraði í á föstudag. Að minnsta kosti 670 hafa fundist látnir. Erlent 27.5.2024 08:22
Alríkislögreglan aðstoðar við leit að munum úr British Museum Alríkislögregla Bandaríkjanna er sögð rannsaka umfangsmikinn þjófnað á British Museum á Englandi, þar sem fjölda muna virðist hafa verið stolið og þeir síðan seldir áfram til Bandaríkjanna. Erlent 27.5.2024 07:35
Átján látnir eftir mikið óveður í miðríkjum Bandaríkjanna Að minnsta kosti átján létust og hundruð eru slösuð eftir að hvirfilbyljir gengu yfir miðríki Bandaríkjanna í gær. Erlent 27.5.2024 07:22
Hart sótt að Sunak vegna hugmynda um herþjónustu fyrir 18 ára Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hugmyndir sem hann varpaði fram á dögunum um að taka upp herþjónustu fyrir 18 ára. Erlent 27.5.2024 07:09
Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. Erlent 26.5.2024 22:41
Átta á sjúkrahúsi eftir mikla ókyrrð Átta farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir að flug frá Doha til Dyflinnar lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum yfir Tyrklandi. Samkvæmt flugvallaryfirvöldum í Dyflinni slösuðust sex farþegar og sex áhafnarmeðlimir. Erlent 26.5.2024 16:41
700 talin af vegna aurskriðu í Papúa Nýju-Gíneu Um 700 manns eru talin af vegna stórrar aurskriðu sem féll í Papúu Nýju-Gíneu í gær. Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) hafði fyrst gefið út að hundrað manns eða fleiri hefðu orðið undir en hafa nú hækkað viðmið sitt umtalsvert. Erlent 26.5.2024 13:54
Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. Erlent 26.5.2024 11:59
Flytja hjálpargögn til Gasa í gegnum Kerem Shalom Vöruflutningabílar með hjálpargögn fengu í dag að fara inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin samkvæmt nýju samkomulagi við Egyptaland. Óljóst er hvort mannúðarsamtök fái aðgang að hjálpargögnunum inn á Gasasvæðinu vegna áframhaldandi árása á staðnum. Erlent 26.5.2024 10:15
Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. Erlent 26.5.2024 07:50
Fjölda saknað eftir loftárás á byggingavöruverslun Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni. Erlent 25.5.2024 15:50
Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. Erlent 25.5.2024 14:59
Hafnaði beiðni Baldwin um frávísun Dómari við bandarískan dómstól hefur hafnað beiðni leikarans Alec Baldwin um að vísa frá ákæru um manndráp af gáleysi þegar Halyna Hutchins lést vegna voðaskots á tökustað myndarinnar Rust. Baldwin leikskýrði og lék í myndinni og hleypti skotinu af byssunni. Erlent 25.5.2024 11:56
„Við munum vinna þennan slag“ Færeyingar búa við eina ströngustu löggjöf er varðar þungunarrof í Evrópu. Dönsk lög frá árinu 1956 gilda þar enn þrátt fyrir að danskar konur hafi getað síðan 1973 undirgengst þungunarrof af eigin frumkvæði til allt að tólftu viku meðgöngu. Hervør Pálsdóttir, þingflokksformaður Þjóðveldisflokksins og meðstjórnandi í samtökunum Frítt Val, frjálst val, segir núverandi lög stuðla að óöryggi og að færeyskar konur muni vinna þennan slag. Erlent 25.5.2024 10:51
Vilja banna snjallsíma fyrir yngri en 16 ára Breskir þingmenn kalla nú eftir því að farsímar verði alfarið bannaðir fyrir börn sem eru 16 ára og yngri og bannaðir alveg í skólum. Þá er einnig kallað eftir því að aðgangur að samfélagsmiðlum verði bundinn við sama aldur. Erlent 25.5.2024 08:53
Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. Erlent 24.5.2024 22:42