Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Tveir ungir menn um tvítugt sem eru grunaðir um að ræna drengi, hóta þeim og beita ofbeldi, voru líka ákærðir fyrir brot í nánu sambandi í máli sem varðaði heiðursofbeldi. Í því máli voru átta fjölskyldumeðlimir konu ákærðir fyrir ýmis brot gagnvart henni, en einungis fjórir þeirra hlutu dóm, það voru foreldrar hennar, mágur og systir. Innlent 3.12.2024 09:02 Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til myndunar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í morgun. Innlent 3.12.2024 08:08 Hraunflæði áfram mest til austurs Lítil sem engin breyting hefur verið á gosinu á Sundhnúkagígsröðinni í nótt. Hraunflæði er áfram mest til austur og suðausturs og er framrás á jaðrinum hæg. Innlent 3.12.2024 07:43 Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Ætla má að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem fundaði í gær með formönnum allra þeirra flokka sem náðu inn á þing, muni tilkynna í dag hver þeirra fær stjórnarmyndunarumboðið. Innlent 3.12.2024 07:04 Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. Innlent 2.12.2024 23:43 Vatnsleki í Garðheimum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi fyrr í kvöld áhöfn eins dælubíls til Garðheima í Álfabakka. Þar hafði komið vatnsleki frá þaki hússins. Innlent 2.12.2024 23:22 Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Mjög vel er fylgst með ástandinu í Ölfusá vegna stórrar krapastíflu við Ölfusárbrú og Selfosskirkju. Lögreglan notar meðal annars dróna til að fylgjast með ánni. Heimamenn hafa miklar áhyggjur af grenitré í kletti í ánni, hvort áin eigi eftir að skemma það eða ekki. Innlent 2.12.2024 20:59 „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að ekki þurfi formlegt umboð til að fara í viðræður um stjórnarmyndun. Fullt af augljósum árekstrum megi sjá í myndun SCF-meirihluta. Í slíkum meirihluta sé lengst á milli Flokks fólksins og Viðreisnar. Innlent 2.12.2024 20:33 Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Grátklökkir foreldrar, kennarar og glöð börn hittust á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík í dag eftir langt verkfall. Leikskólastjórinn segist ekki geta hugsað til þess að þurfa mögulega að loka leikskólanum aftur eftir tvo mánuði ef samningar nást ekki í tæka tíð. Innlent 2.12.2024 19:33 Gekk betur en óttast var Umferðin á höfuðborgarsvæðinu undir kvöld virðist hafa gengið betur en óttast var, þó hún hafi farið hægar en gengu og gerist. Segja má að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi upplifað sinn fyrsta vetrardag í dag. Innlent 2.12.2024 19:33 Formannadans, krapastífla og pakkasprengja Stjórnmálaleiðtogar gengu á fund forseta Íslands í dag þar sem formaður Viðreisnar lagði til að Kristrún Frostadóttir fengi umboð til stjórnarmyndunar. Formaður Framsóknar segir hins vegar ljóst að sinn flokkur verði í stjórnarandstöðu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá viðburðaríkum degi á Bessastöðum og ræðum við formenn. Innlent 2.12.2024 18:00 „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Íslensk og erlend náttúruverndarsamtök báðu, að sögn ísraelsks fjölmiðils, ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube um að rannsaka mál sem varð tilefni til tálbeituaðgerðar fyrirtækisins sem beindist að Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Innlent 2.12.2024 17:23 Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að afla sér kynferðislegrar ljósmyndar af fimmtán ára stúlku. Dómurinn taldi sannað að hann hefði framið brotið en miðað við þágildandi hegningarlög hefði hann aðeins fengið sekt fyrir athæfi sitt. Brot sem aðeins sekt liggur við fyrnast á tveimur árum og fyrningarfrestur rann út í málinu. Innlent 2.12.2024 16:58 Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, hefur látið af störfum eftir níu ár hjá félaginu. Innlent 2.12.2024 16:43 Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Formaður Viðreisnar hefur lagt til að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, fái umboð til stjórnarmyndunar. Inga Sæland segist treysta Kristrúnu fyrir umboðinu og Sigmundur Davíð telur eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig. Innlent 2.12.2024 16:02 Ástand á Reykjanesbrautinni Viðbragðsaðilar eru á fjórum vettvöngum á Reykjanesbraut þar sem árekstrar eða óhöpp hafa orðið. Ekki er vitað um slys á fólki. Innlent 2.12.2024 15:58 Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli sem varðar gildi breytinga á búvörulögum, beint til Hæstaréttar. Óbreyttur kemur dómurinn í veg fyrir að kjötafurðastöðvar séu undanþegnar samkeppnislögum. Innlent 2.12.2024 15:51 Dagur strikaður niður um sæti Dagur B. Eggertsson var strikaður út eða færður til á lista 1.453 sinnum sem gerir það að verkum að hann færist niður fyrir Þórð Snæ Júlíusson í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Örfáir Sjálfstæðismenn strikuðu út Dag og ógildu þannig atkvæði sín. Innlent 2.12.2024 15:51 Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2024 nú um áramótin. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og er öllum frjálst að senda inn. Innlent 2.12.2024 14:27 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Karlmaður hefur hlotið sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna líkamsárásar gegn eiginkonu sinni. Innlent 2.12.2024 14:13 Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. Innlent 2.12.2024 14:11 Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus hefur legið yfir niðurstöðum kosninga með reiknistokkinn á lofti og niðurstöðurnar liggja nú fyrir. Dauð atkvæði í nýliðnum kosningum eru næstflest frá upphafi. Innlent 2.12.2024 13:52 Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með stöðunni í Ölfusá vegna krapastíflu í ánni á milli Ölfusárbrúar og Selfosskirkju. Fólk er beðið að sýna sérstaka varúð við ána en vatn var farið að flæða upp að og yfir göngustíga við ánna í gær. Innlent 2.12.2024 13:05 „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum Drafnarsteini segir dóttur sína hafa mætt alsæla aftur í leikskólann í morgun eftir fimm vikna verkfall kennara. Hún vonar að setið sé við samningaborðið dag og nótt til að samningar náist áður en verkfallsaðgerðir hefjast á ný. Innlent 2.12.2024 12:32 Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Talningarmenn í Suðvesturkjördæmi hafa verið beiðnir um að vera á tánum. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, segir í samtali við fréttastofu að það sé gert vegna umræðu um að það sé mjótt á munum í einhverjum kjördæmum. Innlent 2.12.2024 11:45 Vegir víða á óvissustigi Vegir á Suðurlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum verða á óvissustigi síðdegis vegna gulrar veðurviðvörunar og geta lokað með stuttum fyrirvara. Líkt og fram hefur komið er spáð suðaustan hríð síðdegis upp úr klukkan 14:00. Innlent 2.12.2024 11:35 Formenn funda með forseta Í hádegisfréttum segjum við frá fundahöldum Höllu Tómasdóttur forseta sem hefur tekið á móti formönnum þeirra flokka sem nú eiga fulltrúa á þingi á Bessastöðum í allan morgun. Innlent 2.12.2024 11:31 Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir mögulegum vitnum vegna skemmdarverka sem unnin voru á tíu bílum á Seltjarnarnesi um miðjan síðasta mánuð. Bílarnir voru allir lagðir við Austurströnd þegar skemmdarverkin voru unnin. Innlent 2.12.2024 11:06 Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Píratar duttu út af þingi í þeim kosningum sem nú eru nýafstaðnar. Björn Leví Gunnarsson Pírati gerir upp þingsetu sína í pistli sem hann skrifar á Facebook-síðu sína. Innlent 2.12.2024 10:57 Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir hlut sinn í andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans árið 2021. Henni er ekki gerð refsing. Innlent 2.12.2024 10:54 « ‹ 36 37 38 39 40 41 42 43 44 … 334 ›
Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Tveir ungir menn um tvítugt sem eru grunaðir um að ræna drengi, hóta þeim og beita ofbeldi, voru líka ákærðir fyrir brot í nánu sambandi í máli sem varðaði heiðursofbeldi. Í því máli voru átta fjölskyldumeðlimir konu ákærðir fyrir ýmis brot gagnvart henni, en einungis fjórir þeirra hlutu dóm, það voru foreldrar hennar, mágur og systir. Innlent 3.12.2024 09:02
Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til myndunar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í morgun. Innlent 3.12.2024 08:08
Hraunflæði áfram mest til austurs Lítil sem engin breyting hefur verið á gosinu á Sundhnúkagígsröðinni í nótt. Hraunflæði er áfram mest til austur og suðausturs og er framrás á jaðrinum hæg. Innlent 3.12.2024 07:43
Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Ætla má að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem fundaði í gær með formönnum allra þeirra flokka sem náðu inn á þing, muni tilkynna í dag hver þeirra fær stjórnarmyndunarumboðið. Innlent 3.12.2024 07:04
Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. Innlent 2.12.2024 23:43
Vatnsleki í Garðheimum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi fyrr í kvöld áhöfn eins dælubíls til Garðheima í Álfabakka. Þar hafði komið vatnsleki frá þaki hússins. Innlent 2.12.2024 23:22
Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Mjög vel er fylgst með ástandinu í Ölfusá vegna stórrar krapastíflu við Ölfusárbrú og Selfosskirkju. Lögreglan notar meðal annars dróna til að fylgjast með ánni. Heimamenn hafa miklar áhyggjur af grenitré í kletti í ánni, hvort áin eigi eftir að skemma það eða ekki. Innlent 2.12.2024 20:59
„Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að ekki þurfi formlegt umboð til að fara í viðræður um stjórnarmyndun. Fullt af augljósum árekstrum megi sjá í myndun SCF-meirihluta. Í slíkum meirihluta sé lengst á milli Flokks fólksins og Viðreisnar. Innlent 2.12.2024 20:33
Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Grátklökkir foreldrar, kennarar og glöð börn hittust á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík í dag eftir langt verkfall. Leikskólastjórinn segist ekki geta hugsað til þess að þurfa mögulega að loka leikskólanum aftur eftir tvo mánuði ef samningar nást ekki í tæka tíð. Innlent 2.12.2024 19:33
Gekk betur en óttast var Umferðin á höfuðborgarsvæðinu undir kvöld virðist hafa gengið betur en óttast var, þó hún hafi farið hægar en gengu og gerist. Segja má að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi upplifað sinn fyrsta vetrardag í dag. Innlent 2.12.2024 19:33
Formannadans, krapastífla og pakkasprengja Stjórnmálaleiðtogar gengu á fund forseta Íslands í dag þar sem formaður Viðreisnar lagði til að Kristrún Frostadóttir fengi umboð til stjórnarmyndunar. Formaður Framsóknar segir hins vegar ljóst að sinn flokkur verði í stjórnarandstöðu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá viðburðaríkum degi á Bessastöðum og ræðum við formenn. Innlent 2.12.2024 18:00
„Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Íslensk og erlend náttúruverndarsamtök báðu, að sögn ísraelsks fjölmiðils, ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube um að rannsaka mál sem varð tilefni til tálbeituaðgerðar fyrirtækisins sem beindist að Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Innlent 2.12.2024 17:23
Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að afla sér kynferðislegrar ljósmyndar af fimmtán ára stúlku. Dómurinn taldi sannað að hann hefði framið brotið en miðað við þágildandi hegningarlög hefði hann aðeins fengið sekt fyrir athæfi sitt. Brot sem aðeins sekt liggur við fyrnast á tveimur árum og fyrningarfrestur rann út í málinu. Innlent 2.12.2024 16:58
Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, hefur látið af störfum eftir níu ár hjá félaginu. Innlent 2.12.2024 16:43
Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Formaður Viðreisnar hefur lagt til að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, fái umboð til stjórnarmyndunar. Inga Sæland segist treysta Kristrúnu fyrir umboðinu og Sigmundur Davíð telur eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig. Innlent 2.12.2024 16:02
Ástand á Reykjanesbrautinni Viðbragðsaðilar eru á fjórum vettvöngum á Reykjanesbraut þar sem árekstrar eða óhöpp hafa orðið. Ekki er vitað um slys á fólki. Innlent 2.12.2024 15:58
Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli sem varðar gildi breytinga á búvörulögum, beint til Hæstaréttar. Óbreyttur kemur dómurinn í veg fyrir að kjötafurðastöðvar séu undanþegnar samkeppnislögum. Innlent 2.12.2024 15:51
Dagur strikaður niður um sæti Dagur B. Eggertsson var strikaður út eða færður til á lista 1.453 sinnum sem gerir það að verkum að hann færist niður fyrir Þórð Snæ Júlíusson í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Örfáir Sjálfstæðismenn strikuðu út Dag og ógildu þannig atkvæði sín. Innlent 2.12.2024 15:51
Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2024 nú um áramótin. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og er öllum frjálst að senda inn. Innlent 2.12.2024 14:27
Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Karlmaður hefur hlotið sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna líkamsárásar gegn eiginkonu sinni. Innlent 2.12.2024 14:13
Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. Innlent 2.12.2024 14:11
Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus hefur legið yfir niðurstöðum kosninga með reiknistokkinn á lofti og niðurstöðurnar liggja nú fyrir. Dauð atkvæði í nýliðnum kosningum eru næstflest frá upphafi. Innlent 2.12.2024 13:52
Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með stöðunni í Ölfusá vegna krapastíflu í ánni á milli Ölfusárbrúar og Selfosskirkju. Fólk er beðið að sýna sérstaka varúð við ána en vatn var farið að flæða upp að og yfir göngustíga við ánna í gær. Innlent 2.12.2024 13:05
„Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum Drafnarsteini segir dóttur sína hafa mætt alsæla aftur í leikskólann í morgun eftir fimm vikna verkfall kennara. Hún vonar að setið sé við samningaborðið dag og nótt til að samningar náist áður en verkfallsaðgerðir hefjast á ný. Innlent 2.12.2024 12:32
Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Talningarmenn í Suðvesturkjördæmi hafa verið beiðnir um að vera á tánum. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, segir í samtali við fréttastofu að það sé gert vegna umræðu um að það sé mjótt á munum í einhverjum kjördæmum. Innlent 2.12.2024 11:45
Vegir víða á óvissustigi Vegir á Suðurlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum verða á óvissustigi síðdegis vegna gulrar veðurviðvörunar og geta lokað með stuttum fyrirvara. Líkt og fram hefur komið er spáð suðaustan hríð síðdegis upp úr klukkan 14:00. Innlent 2.12.2024 11:35
Formenn funda með forseta Í hádegisfréttum segjum við frá fundahöldum Höllu Tómasdóttur forseta sem hefur tekið á móti formönnum þeirra flokka sem nú eiga fulltrúa á þingi á Bessastöðum í allan morgun. Innlent 2.12.2024 11:31
Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir mögulegum vitnum vegna skemmdarverka sem unnin voru á tíu bílum á Seltjarnarnesi um miðjan síðasta mánuð. Bílarnir voru allir lagðir við Austurströnd þegar skemmdarverkin voru unnin. Innlent 2.12.2024 11:06
Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Píratar duttu út af þingi í þeim kosningum sem nú eru nýafstaðnar. Björn Leví Gunnarsson Pírati gerir upp þingsetu sína í pistli sem hann skrifar á Facebook-síðu sína. Innlent 2.12.2024 10:57
Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir hlut sinn í andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans árið 2021. Henni er ekki gerð refsing. Innlent 2.12.2024 10:54