Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2026 01:10 Eigendur BK Kjúklings og Istanbul Market hafa saman eldað grátt silfur. Já.is Eigendur veitingastaðarins BK Kjúklings og verslunarinnar Istanbul Market hafa átt í harðvítugum deilum um bílastæði en fyrirtækin eru staðsett sitt hvorum megin við Grensásveg í Reykjavík. Leitað hefur verið til lögfræðinga og saka eigendurnir hvor annan ýmist um að reyna að keyra á sig eða fara ófögrum orðum um fjölskyldumeðlimi. Þá greinir þá á um hvernig deilurnar hófust. „Hann vildi keyra á mig á bílnum af því að ég var fyrir framan búðina,“ segir Yusuf Koca, eigandi Istanbul Market, í samtali við fréttastofu og vísar þar til Dara Ako Ali, annars eigenda BK Kjúklings. Dara hafnar þessu og segir þetta ósannindi. Hann hafi raunar verið að reyna að leggja bíl sínum fyrir utan verslunina þegar Yusuf hafi sett innkaupakörfu í stæðið. Dara hafi fjarlægt hana í kjölfarið og lagt bílnum eins og til stóð. Á sama tíma sakar Dara Yusuf um að hafa farið illum orðum um fjölskyldu sína. Yusuf segir þetta af og frá. Stigmögnun í langri deilu Á fimmtudag birtist færsla á Facebook-síðu Istanbul Market þar sem greint var frá því að tveir bílar sem hafi verið lagt beint fyrir framan inngang verslunarinnar tilheyrðu eiganda BK Kjúklings. Ökutækjum væri lagt þar daglega og eigandi BK neitað að fjarlægja ökutækin. Í ljósi þessa eigi rekstraraðilar Istanbul Market þess eins kost að „ráðast í lögræðilegar aðgerðir“ til að fá bílana fjarlægða og krefjast bóta. Dara, annar eigenda BK Kjúklings, er eðlilega ósáttur við færsluna. „Ég þarf að tala við lögfræðinginn minn. Þetta er mjög slæmt þetta sem hann er að gera núna,“ segir Dara. „Við ætlum að ráðast í lagalegar aðgerðir og við sjáum hver mun hafa betur.“ Bílar fyrir utan Istanbul Market.Yusuf Hann segir deiluna þvert á móti hafa byrjað þegar Yusuf hjá Istanbul Market fór ítrekað að leggja bifreiðum hjá BK. Þá fyrst hafi hann svarað auga fyrir auga. Dara segir borgaryfirvöld hafa staðfest að bílastæðin fyrir framan verslunina séu borgarland og honum því heimilt að leggja þar löglegum ökutækjum eins lengi og hann vilji. Aftur á móti séu stæðin við BK í hans einkaeigu og því einungis ætluð viðskiptavinum og starfsmönnum. Þrátt fyrir þetta hafi hann ekki viljað fara í hart og láta draga bifreiðar Yusuf af svæðinu. Sjálfur segir Yusuf það af og frá að hann hafi hleypt af fyrsta skotinu. Það sé lygi og hann hafi einungis lagt örfáum sinnum í stæði BK Kjúklings, ólíkt Dara. Yusuf segir að borgaryfirvöld hafi ekkert gert í málinu og að hann vinni nú að því að eignast bílastæðið fyrir framan Istanbul market til að koma í veg fyrir frekari misnotkun. „Ég hef átt þennan stað í sjö mánuði og ég vil vera nágranni allra og þú getur spurt mína nágranna. Okkur kemur mjög vel saman,“ segir Dara. Á sama tíma hafi Yusuf verið dónalegur við sig frá fyrsta degi og lagt bíl fyrir framan BK á veg sem hamlaði för fólks að veitingastaðnum. „Hann byrjaði. Hann er með fimm bifreiðar og leggur þeim öllum fyrir framan minn stað þar sem ég myndi annars leggja. Ég þarf annaðhvort að fara að Bónus eða Krónunni til að leggja mínum bíl. Það er ekkert pláss.“ Um hafi verið að ræða þrjár bifreiðar á vegum eiganda Istanbul Market og aðrar á vegum sonar hans og starfsfólks. Þrátt fyrir þetta hafi Dara aldrei sagt honum að færa bílinn frá BK eða látið draga bifreiðarnar í burtu. Raunar hafi hann sagt lögmanni Yusuf að hann mætti leggja við veitingastaðinn sinn. Vegna bifreiða Istanbul Market og ásóknar fólks sem sæki þjónustu nær veitingastaðnum eigi hann stundum í vandræðum með að finna bílastæði hjá BK og endi á því að leggja hinum megin við götuna þar sem hefur verið laust stæði við Istanbul Market. Segir Yusuf hjá BK hafa byrjað Yusuf segir engan vafa á því að Dara hafi byrjað þessa löngu deilu. Þegar Ysuf hafi keypt rekstur BK Kjúklings hafi Dara byrjað á því að koma við hjá honum og óska honum til hamingju og góðs gengis. Svo hafi syrt í álinn. „Síðan eftir nokkrar vikur fór hann að leggja bílum alveg fyrir framan búðina mína, lengi eða allan daginn.“ Hann hafi þá bent honum á að það væru stæði fyrir framan BK. „Ég var mjög góður fyrst.“ Hann hafi fljótlega beðið Dara um að færa bílana og hann fallist á það í fyrstu en svo aftur snúið í stæðið. Yusuf hafi furðað sig á þessu og sagt honum að það væru örfá bílastæði fyrir framan Istanbul Market en mun fleiri við veitingastaðinn hinum megin við götuna. Í kjölfarið hafi hann boðið Dara að leggja í staðinn fyrir aftan verslunina sína. „Hann sagði strax: „Nei, ég vil bara leggja hér.“ Ég spurði: „Bíddu, af hverju ertu að búa til svona vandamál?“ Hann er síðan búinn að vera reiður.“ Í kjölfarið hafi Yusuf svarað þessu með því að leggja bifreiðum sínum við BK Kjúkling og Dara tekið vel í það. Yusuf segist þó einungis hafa lagt þar í nokkra daga. Síðar hafi Dara keypt gamlan sendibíl og lagt honum fyrir framan Istanbul Market þar sem hann hafi verið í þrjár vikur. Tvær biðreiðar séu nú beint fyrir framan inngang verslunarinnar og hamli bæði viðskiptavinum og vörumóttöku. Því hafi Yusuf ákveðið að leita til lögfræðings. „Þetta gengur ekki svona.“ Sá hafi sent bréf til Dara sem hafi í kjölfarið fært bifreiðarnar. Nokkrum dögum síðar hafi hann svo aftur byrjað að leggja fyrir framan Istanbul Market. „Það var kannski laust fyrir fimmtíu bíla fyrir framan BK Kjúkling. Af hverju ertu að leggja hér?“ segir Yusuf. Þegar hann hafi boðið honum að leggja frekar í stæðið fyrir aftan verslunina sér að endurgjaldslausu og vera þar allan daginn hafi Dara lýst því yfir að hann kjósi frekar að leggja fyrir framan búðina. Vilji búa við frið Hvorugir þeirra segjast vilja eiga í deilum við nágranna sína. „Ég sagði honum að við gætum verið vinir og góðir nágrannar en hann þyrfti að vera góður. En hann notaði ljótt orðalag,“ segir Dara en Ysuf sakar hann sjálfan um að hreyta reglulega illum orðum í sig þegar hann leggur fyrir framan búðina. „Ég vil ekki eiga í átökum við hann eða neitt slíkt,“ segir Dara. „Ég sagði þeim bara að þetta væri minn réttur, þetta bílastæði er í opinberri eigu. Enginn getur stöðvað mig og ef það væri þinn réttur að fjarlægja mig þá værir þú búinn að því fyrir löngu,“ bætir Dara við. Ysuf segist hafa verið í fimmtán ár með verslun sína og aldrei lent í veseni. „Fyrst þegar ég talaði við hann þá sagði ég: „Dara, þú ert með fjölskyldu og ég er með fjölskyldu. Við verðum að vera góðir saman. Þú ert líka með fyrirtæki. Þú heldur með mér og ég held með þér,“ segir Ysuf. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Hann vildi keyra á mig á bílnum af því að ég var fyrir framan búðina,“ segir Yusuf Koca, eigandi Istanbul Market, í samtali við fréttastofu og vísar þar til Dara Ako Ali, annars eigenda BK Kjúklings. Dara hafnar þessu og segir þetta ósannindi. Hann hafi raunar verið að reyna að leggja bíl sínum fyrir utan verslunina þegar Yusuf hafi sett innkaupakörfu í stæðið. Dara hafi fjarlægt hana í kjölfarið og lagt bílnum eins og til stóð. Á sama tíma sakar Dara Yusuf um að hafa farið illum orðum um fjölskyldu sína. Yusuf segir þetta af og frá. Stigmögnun í langri deilu Á fimmtudag birtist færsla á Facebook-síðu Istanbul Market þar sem greint var frá því að tveir bílar sem hafi verið lagt beint fyrir framan inngang verslunarinnar tilheyrðu eiganda BK Kjúklings. Ökutækjum væri lagt þar daglega og eigandi BK neitað að fjarlægja ökutækin. Í ljósi þessa eigi rekstraraðilar Istanbul Market þess eins kost að „ráðast í lögræðilegar aðgerðir“ til að fá bílana fjarlægða og krefjast bóta. Dara, annar eigenda BK Kjúklings, er eðlilega ósáttur við færsluna. „Ég þarf að tala við lögfræðinginn minn. Þetta er mjög slæmt þetta sem hann er að gera núna,“ segir Dara. „Við ætlum að ráðast í lagalegar aðgerðir og við sjáum hver mun hafa betur.“ Bílar fyrir utan Istanbul Market.Yusuf Hann segir deiluna þvert á móti hafa byrjað þegar Yusuf hjá Istanbul Market fór ítrekað að leggja bifreiðum hjá BK. Þá fyrst hafi hann svarað auga fyrir auga. Dara segir borgaryfirvöld hafa staðfest að bílastæðin fyrir framan verslunina séu borgarland og honum því heimilt að leggja þar löglegum ökutækjum eins lengi og hann vilji. Aftur á móti séu stæðin við BK í hans einkaeigu og því einungis ætluð viðskiptavinum og starfsmönnum. Þrátt fyrir þetta hafi hann ekki viljað fara í hart og láta draga bifreiðar Yusuf af svæðinu. Sjálfur segir Yusuf það af og frá að hann hafi hleypt af fyrsta skotinu. Það sé lygi og hann hafi einungis lagt örfáum sinnum í stæði BK Kjúklings, ólíkt Dara. Yusuf segir að borgaryfirvöld hafi ekkert gert í málinu og að hann vinni nú að því að eignast bílastæðið fyrir framan Istanbul market til að koma í veg fyrir frekari misnotkun. „Ég hef átt þennan stað í sjö mánuði og ég vil vera nágranni allra og þú getur spurt mína nágranna. Okkur kemur mjög vel saman,“ segir Dara. Á sama tíma hafi Yusuf verið dónalegur við sig frá fyrsta degi og lagt bíl fyrir framan BK á veg sem hamlaði för fólks að veitingastaðnum. „Hann byrjaði. Hann er með fimm bifreiðar og leggur þeim öllum fyrir framan minn stað þar sem ég myndi annars leggja. Ég þarf annaðhvort að fara að Bónus eða Krónunni til að leggja mínum bíl. Það er ekkert pláss.“ Um hafi verið að ræða þrjár bifreiðar á vegum eiganda Istanbul Market og aðrar á vegum sonar hans og starfsfólks. Þrátt fyrir þetta hafi Dara aldrei sagt honum að færa bílinn frá BK eða látið draga bifreiðarnar í burtu. Raunar hafi hann sagt lögmanni Yusuf að hann mætti leggja við veitingastaðinn sinn. Vegna bifreiða Istanbul Market og ásóknar fólks sem sæki þjónustu nær veitingastaðnum eigi hann stundum í vandræðum með að finna bílastæði hjá BK og endi á því að leggja hinum megin við götuna þar sem hefur verið laust stæði við Istanbul Market. Segir Yusuf hjá BK hafa byrjað Yusuf segir engan vafa á því að Dara hafi byrjað þessa löngu deilu. Þegar Ysuf hafi keypt rekstur BK Kjúklings hafi Dara byrjað á því að koma við hjá honum og óska honum til hamingju og góðs gengis. Svo hafi syrt í álinn. „Síðan eftir nokkrar vikur fór hann að leggja bílum alveg fyrir framan búðina mína, lengi eða allan daginn.“ Hann hafi þá bent honum á að það væru stæði fyrir framan BK. „Ég var mjög góður fyrst.“ Hann hafi fljótlega beðið Dara um að færa bílana og hann fallist á það í fyrstu en svo aftur snúið í stæðið. Yusuf hafi furðað sig á þessu og sagt honum að það væru örfá bílastæði fyrir framan Istanbul Market en mun fleiri við veitingastaðinn hinum megin við götuna. Í kjölfarið hafi hann boðið Dara að leggja í staðinn fyrir aftan verslunina sína. „Hann sagði strax: „Nei, ég vil bara leggja hér.“ Ég spurði: „Bíddu, af hverju ertu að búa til svona vandamál?“ Hann er síðan búinn að vera reiður.“ Í kjölfarið hafi Yusuf svarað þessu með því að leggja bifreiðum sínum við BK Kjúkling og Dara tekið vel í það. Yusuf segist þó einungis hafa lagt þar í nokkra daga. Síðar hafi Dara keypt gamlan sendibíl og lagt honum fyrir framan Istanbul Market þar sem hann hafi verið í þrjár vikur. Tvær biðreiðar séu nú beint fyrir framan inngang verslunarinnar og hamli bæði viðskiptavinum og vörumóttöku. Því hafi Yusuf ákveðið að leita til lögfræðings. „Þetta gengur ekki svona.“ Sá hafi sent bréf til Dara sem hafi í kjölfarið fært bifreiðarnar. Nokkrum dögum síðar hafi hann svo aftur byrjað að leggja fyrir framan Istanbul Market. „Það var kannski laust fyrir fimmtíu bíla fyrir framan BK Kjúkling. Af hverju ertu að leggja hér?“ segir Yusuf. Þegar hann hafi boðið honum að leggja frekar í stæðið fyrir aftan verslunina sér að endurgjaldslausu og vera þar allan daginn hafi Dara lýst því yfir að hann kjósi frekar að leggja fyrir framan búðina. Vilji búa við frið Hvorugir þeirra segjast vilja eiga í deilum við nágranna sína. „Ég sagði honum að við gætum verið vinir og góðir nágrannar en hann þyrfti að vera góður. En hann notaði ljótt orðalag,“ segir Dara en Ysuf sakar hann sjálfan um að hreyta reglulega illum orðum í sig þegar hann leggur fyrir framan búðina. „Ég vil ekki eiga í átökum við hann eða neitt slíkt,“ segir Dara. „Ég sagði þeim bara að þetta væri minn réttur, þetta bílastæði er í opinberri eigu. Enginn getur stöðvað mig og ef það væri þinn réttur að fjarlægja mig þá værir þú búinn að því fyrir löngu,“ bætir Dara við. Ysuf segist hafa verið í fimmtán ár með verslun sína og aldrei lent í veseni. „Fyrst þegar ég talaði við hann þá sagði ég: „Dara, þú ert með fjölskyldu og ég er með fjölskyldu. Við verðum að vera góðir saman. Þú ert líka með fyrirtæki. Þú heldur með mér og ég held með þér,“ segir Ysuf.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira