Innlent

Kanna hvort fleiri bjarn­­dýr leynist fyrir vestan

Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, ásamt lögreglumanni af Vestfjörðum, kanna nú hvort hvítabirni sé að finna í Jökulfjörðum eða á Hornströndum. Engar vísbendingar eru um að fleiri dýr en það sem fellt var fyrir helgi hafi komið til landsins, en lögreglustjórinn á Vestfjörðum segir gott að leita af sér allan grun.

Innlent

Mann­dráp í Kiðja­bergi komið til sak­sóknara

Lögreglan á Suðurlandi skilaði rannsókn á andláti manns í sumarbústað í Kiðjabergi í vor á borð Héraðsaksóknara á föstudag. Einn er með réttarstöðu sakbornings í málinu grunaður um að hafa orðið manninum að bana.

Innlent

Máttu vita að eiturlyfjasalinn þeirra væri að flytja inn eitur­lyf

Fjórir hlutu heldur þunga fangelsisdóma á dögunum fyrir innflutning mikils magns amfetamínsbasa. Höfuðpaurinn í málinu fékk viðskiptavini sína til þess að sækja fyrir sig flöskur sem innihéldu efnin. Fólkið var talið hafa mátt vita að flöskurnar innihéldu eiturlyf, enda hafi maðurinn verið eiturlyfjasali þess.

Innlent

Verið að fara fram á rann­sókn, ekki þöggun

„Þau vilja fá að vita hvað sonur þeirra á að hafa gert,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir, talsmaður fjölskyldu Sólons Guðmundssonar flugmanns. Fjölskyldan sem hefur óskað eftir lögreglurannsókn á því hvernig andlát Sólons bar að.

Innlent

Ó­metan­leg vin­átta eftir lífs­björg

Maður sem er nýbúinn fá þjálfun í skyndihjálp bjargaði lífi félaga síns þegar hann fór í hjartastopp á Old boys fótboltaæfingu hjá Þrótti nú í ágúst. Stuttu síðar nýtti hann aftur þekkingu sína þegar annar leikamaður meiddist illa á æfingu. Félagar hans hafa ákveðið að tilnefna hann skyndihjálparmann ársins.

Innlent

Til­kynnt um helst til ungan öku­mann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um ökumann sem tilkynnanda þótti helst til ungur. Við skoðun á málinu kom í ljós að hann var aðeins 14 ára gamall og hafði því aldrei öðlast ökuréttindi.

Innlent

Bjarni fundaði með Guterres

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hitti í dag Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í tengslum við Leiðtogafund um framtíðina sem stendur yfir í New York.

Innlent

Kom vini sínum til bjargar á fótboltaæfingu og 34. klukku­stund Bakgarðshlaups

Maður sem er nýbúinn fá þjálfun í skyndihjálp bjargaði lífi félaga síns þegar hann fór í hjartastopp á Old boys fótboltaæfingu hjá Þrótti nú í ágúst. Stuttu síðar nýtti hann aftur þekkingu sína þegar annar leikamaður meiddist illa á æfingu. Félagar hans hafa ákveðið að tilnefna hann skyndihjálparmann ársins. Rætt verður við félagana í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent

Verður Þórs­mörk þjóð­garður?

Starfshópur vinnur nú að því að kann fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Hlutverk hópsins er að meta kosti og galla þess að gera svæðið að þjóðgarði með tilliti til áhrifa á samfélag, þróun ferðaþjónustu á svæðinu, umhverfi og efnahag.

Innlent

Vonar að sveitar­fé­lögin leysi úr NPA-vandanum

Ríkið uppfyllir allar sínar skyldur hvað varðar fjármögnun NPA-samninga að sögn félagsmálaráðherra. Hann vonast til þess að sveitarfélögin leysi úr vandanum sem blasir við þeim hvað varðar fjármögnun samninganna. 

Innlent

Fjár­mögnun NPA-samninga og Bakgarðshlaupið í beinni

Ríkið uppfyllir allar sínar skyldur hvað varðar fjármögnun NPA-samninga að sögn félagsmálaráðherra. Hann vonast til þess að sveitarfélögin leysi úr vandanum sem blasir við þeim hvað varðar fjármögnun samninganna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum.

Innlent

Samgöngusáttmálinn, Yazan og loftlagsmál á Sprengi­sandi

Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Meðal þess sem verður til umræðu í dag er saga kommúnista á Íslandi, samgöngusáttmálin, mál Yazans Tamimi og loftlagsmál.

Innlent