Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Tómas Arnar Þorláksson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 20. desember 2025 13:54 Unnar Már Ástþórsson er aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Lýður Valberg Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir Íslendinga sérstaklega berskjaldaða fyrir vasaþjófnaði. Hann biðlar til fólks að hafa varann á í asanum sem fylgir jólainnkaupum og jólastressi. Þrír vasaþjófar sem voru handteknir í vikunni verða sendir úr landi og þrír hafa þegar verið sendir úr landi. Greint var frá því í gær að þrír vasaþjófar hafi verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglu á gistiheimili í Laugarneshverfi í Reykjavík. Þau eru grunuð um að hafa stolið bæði úr verslunum og af fólki. Sömuleiðis greindi Lögreglan á Suðurnesjum frá því að þremur erlendum vasaþjófum hefði þegar verið vísað úr landi í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði að um tvo ólíka hópa vasaþjófa að ræða. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að sakborningarnir í málinu verði sendir úr landi og að sóst verði eftir endurkomubanni. Þjófarnir eru af erlendum uppruna. „Við munum fram á gæsluvarðhald á viðkomandi einstkalingum. Á meðan við erum að rannsaka málið betur yfir helgina ná betur utan um það og síðan munum við væntanlega í kjölfarið fara með þau úr landi. Þetta er rétt um tugur brota sem við erum með til rannsóknar núna og við teljum að þau séu fleiri. Afkastamiklir þjófar Hann reiknar með enn fleiri tilkynningum frá verslunum á næstu dögum. „Þau voru nokkuð afkastamikil á meðan þau voru hérna. Þetta sneri ekki bara að þjófnaði í verslunum heldur líka að vasaþjófnaði. Þau voru greinilega að beina athyglinni að eldri borgurum.“ Þjófnaðurinn hafi farið fram víða á höfuðborgarsvæðinu. Hann biðlar til fólks að fara varlega í asanum sem fylgir jólainnkaupum. „Þetta er oftast nær að viðkomandi sér að einstaklingur er að stimpla inn pin-númerið og fer ekki nægilega varlega. Hann kannski sér að viðkomandi er með peninga eða kannski áberandi skartgripi sem eru hangandi utan á viðkomandi,“ segir hann og bætir við: „Það eru brögð í tafli. Svo er náttúrulega þessi hópur sem við erum með í haldi er náttúrulega af báðum kynjum. Upphaflega sjáum við kannski bara par fyrir framan okkur. So kemur kannski skyndilega þriðji eða fjórði einstaklingurinn inn í og við vitum ekkert af honum.“ Íslendingar þægileg fórnarlömb Enn fleiri vasaþjófur gætu verið á kreiki og mikilvægt að gera lögreglu vart við. „Síðastliðin kannski tvö ár hefur þetta verið að dúkka upp mjög mikið hjá okkur. Við erum greinilega svolítið berskjölduð. Við Íslendingar erum smá öðruvísi við erum alltaf smá nálægt hvort öðru í öllu og fólk notfærir sér það.“ Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að þrír vasaþjófar hafi verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglu á gistiheimili í Laugarneshverfi í Reykjavík. Þau eru grunuð um að hafa stolið bæði úr verslunum og af fólki. Sömuleiðis greindi Lögreglan á Suðurnesjum frá því að þremur erlendum vasaþjófum hefði þegar verið vísað úr landi í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði að um tvo ólíka hópa vasaþjófa að ræða. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að sakborningarnir í málinu verði sendir úr landi og að sóst verði eftir endurkomubanni. Þjófarnir eru af erlendum uppruna. „Við munum fram á gæsluvarðhald á viðkomandi einstkalingum. Á meðan við erum að rannsaka málið betur yfir helgina ná betur utan um það og síðan munum við væntanlega í kjölfarið fara með þau úr landi. Þetta er rétt um tugur brota sem við erum með til rannsóknar núna og við teljum að þau séu fleiri. Afkastamiklir þjófar Hann reiknar með enn fleiri tilkynningum frá verslunum á næstu dögum. „Þau voru nokkuð afkastamikil á meðan þau voru hérna. Þetta sneri ekki bara að þjófnaði í verslunum heldur líka að vasaþjófnaði. Þau voru greinilega að beina athyglinni að eldri borgurum.“ Þjófnaðurinn hafi farið fram víða á höfuðborgarsvæðinu. Hann biðlar til fólks að fara varlega í asanum sem fylgir jólainnkaupum. „Þetta er oftast nær að viðkomandi sér að einstaklingur er að stimpla inn pin-númerið og fer ekki nægilega varlega. Hann kannski sér að viðkomandi er með peninga eða kannski áberandi skartgripi sem eru hangandi utan á viðkomandi,“ segir hann og bætir við: „Það eru brögð í tafli. Svo er náttúrulega þessi hópur sem við erum með í haldi er náttúrulega af báðum kynjum. Upphaflega sjáum við kannski bara par fyrir framan okkur. So kemur kannski skyndilega þriðji eða fjórði einstaklingurinn inn í og við vitum ekkert af honum.“ Íslendingar þægileg fórnarlömb Enn fleiri vasaþjófur gætu verið á kreiki og mikilvægt að gera lögreglu vart við. „Síðastliðin kannski tvö ár hefur þetta verið að dúkka upp mjög mikið hjá okkur. Við erum greinilega svolítið berskjölduð. Við Íslendingar erum smá öðruvísi við erum alltaf smá nálægt hvort öðru í öllu og fólk notfærir sér það.“
Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira