Þrettán gistu fangageymslur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra eftir að einstaklingur var rændur í miðborginni í nótt. Tveir af þeim voru undir lögaldri. Innlent 26.4.2025 08:20
„Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ „Það hefur verið erfitt að horfa upp á hvernig þetta hefur þróast. Ég hef aldrei viljað nafngreina neinn, en mér finnst rétt að almenningur viti hvað hefur átt sér stað,“ segir Kristján Ingólfsson í samtali við Vísi. Innlent 26.4.2025 07:02
Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Unnið er að viðgerðum á húsi sem er einungis sex ára gamalt í Vogahverfi í Reykjavík vegna lekavandamála. Fleiri dæmi eru um slík fjölbýlishús í Reykjavík en formaður Meistarafélags Húsasmíða segir græðgi um að kenna frekar en flötum þökum. Áður fyrr hafi hús verið í lagi í fjörutíu, fimmtíu ár. Innlent 25.4.2025 22:14
Skólarnir í eina sæng Rektorar Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans á Hólum (HH) og háskólaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólunum. Innlent 25.4.2025 16:58
Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er langt komin. Innlent 25.4.2025 16:53
Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Meðal þeirra sem sérstaklega voru fengnir til að vega og meta stjórnartillögu til þingsályktunar, þeirrar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram um jafnréttismál, er Kennarasamband Íslands. KÍ fagnar tillögunni og vonar að hún nái fram að ganga. Innlent 25.4.2025 16:08
Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir ökumenn á að frá og með 15. apríl ár hvert er ekki heimilt að aka á nagladekkjum. Þó mun lögreglan ekki byrja að beita sektum fyrr en 5. maí næstkomandi, þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins. Innlent 25.4.2025 15:47
Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra Innlent 25.4.2025 15:00
Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Isavia ætlar að tryggja aðgengi allra leigubílstjóra að skúr sem ætlaður er sem kaffistofa þeirra sem nota leigubílastæðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skúrinn er nú sagður notaður sem bænahús og lokaður öðrum en þeim sem hann nota sem slíkt. Innlent 25.4.2025 14:12
Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Íslenska ríkið er eigandi vatnsréttinda jarðarinnar Engjaness í Árneshreppi, sem er í eigu ítalska barónsins Felix von Longo-Liebenstein. Baróninn hefur samið við orkufyrirtæki um sölu afnota vatnsréttindanna vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Umtalsverðir fjármunir voru undir í málinu og ríkið hefur lýst því yfir að það muni ganga inn í samninginn. Innlent 25.4.2025 13:28
Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Talskona Stígamóta segir undarlegt að þrír menn sem eru sakaðir um tvær hópnauðganir gangi lausir. Umræða um þjóðerni mannanna sé afvegaleiðing, það sem máli skiptir sé að tryggja öryggi kvenna gegn kynferðisbrotum. Innlent 25.4.2025 12:03
Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Vinnumálastofnun hefur sagt upp samningi við þrjú stór sveitarfélög um þjónustu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Forstjóri segir ástæðuna vera mikla fækkun umsækjenda. Starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir óvissu fylgja ákvörðuninni. Innlent 25.4.2025 12:03
Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Í hádegisfréttum verður rætt við talskonu Stígamóta sem segir undarlegt að þrír karlmenn sem eru sakaðir um tvær hópnauðganir í Reykjavík gangi lausir. Innlent 25.4.2025 11:37
Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum. Innlent 25.4.2025 11:28
Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Íslenskt vísindafólk og erlent samstarfsfólk hefur sýnt fram á hvernig hægt er að nota lágtíðnimerki í venjulegum ljósleiðarakapli til að kortleggja kvikuhreyfingar í jarðskorpunni á Reykjanesi. Innlent 25.4.2025 10:26
Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það taka á að heyra frásagnir þolenda kynferðisofbeldis og að þeir upplifi ekki að réttarkerfið verndi þá. Það sé þó mikilvægt að fólk beri traust til réttarríkisins og að lögregla og dómskerfi fái rými til að vinna sína vinnu. Nauðsynlegt sé þó að réttarkerfið grípi þolendur eins og aðra. Innlent 25.4.2025 08:23
Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Herskip bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins hófu að koma til hafnar í Reykjavík í gærmorgun en skipin eru hingað komin til að taka þátt í kafbátaeftirlitsæfingunni Dynamic Mongoose sem hefst eftir helgi og er haldin á vegum Atlantshafsbandalagsins. Innlent 25.4.2025 06:27
Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. Innlent 24.4.2025 23:46
Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Heilbrigðisráðherra segir alveg ljóst að binda þurfi í lög hversu mörg börn sæðisgjafar megi búa til hér á landi. Ekki sé ráðlegt að hver sæðisgjafi megi frjóvga fleiri en tvö egg í svo litlu samfélagi líkt og á Íslandi. Innlent 24.4.2025 22:26
Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Ríkisstjórnin þarf að þrefalda aflaheimildir til strandveiðisjómanna ætli hún sér að standa við loforð úr stjórnarsáttmálanum. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur ríkið baka sér skaðabótaskyldu verði heimildirnar þrefaldaðar. Innlent 24.4.2025 20:40
„Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Síðustu sýningar á verðlaunaleiksýningunni „Fúsi, aldur og fyrri störf“ verða á Sólheimum í Grímsnesi um helgina en sýningin fékk fjórar tilnefningar til Grímunnar á síðasta ári, meðal annars sem sýning ársins. Innlent 24.4.2025 20:05
Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Þrír menn sem grunaðir eru um tvær hópnauðganir hafa verið bannaðir á English Pub, skemmtistað sem þeir eru sagðir hafa sótt. Þá hafa aðrir skemmtistaðaeigendur verið varaðir við mönnunum. Innlent 24.4.2025 19:50
Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni og brot á barnaverndarlögum. Honum var gefið að sök að hafa kysst sextán ára stúlku á kinnina, strokið rass hennar og þrýst henni upp að sér gegn vilja hennar í veislu á veitingastað í Garðabæ. Innlent 24.4.2025 19:10
Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Bandaríkjaforseti hefur biðlað til forseta Rússlands að láta af árásum á íbúahverfi í Úkraínu. Hann segir mannskæða árás á Kænugarð í morgun illa tímasetta og óþarfa. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 24.4.2025 18:13