Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hvetja fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands sameiginlega til þess að rýmka lánþegaskilyrði fyrstu kaupenda enn frekar. Nefndin kemur saman til fundar á morgun. Innlent 2.12.2025 14:05
Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar til fimm ára, sér ekki tilganginn með fyrirhugaðri ferð fjárlaganefndar Alþingis til Frakklands og Ítalíu í janúar. Allir nefndarmenn samþykktu ferðalagið. Innlent 2.12.2025 13:41
Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns um fertugt, sem fannst látinn í heimahúsi í Kópavogi á sunnudagsmorgun, miðar ágætlega. Enn liggur ekki fyrir með hvaða hætti andlát mannsins bar að, en vinnu tæknideildar lögreglu í málinu er ekki lokið. Sömuleiðis er beðið niðurstöðu krufningar. Innlent 2.12.2025 13:40
Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Sigurð Þórarinsson, tækni- og nýsköpunarstjóra Landspítala, í embætti forstöðumanns Stafrænnar heilsu – þróunar- og þjónustumiðstöðvar sem tekur til starfa 1. janúar 2026. Innlent 2.12.2025 10:17
Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ samþykkti á fundi sínum í gærkvöld tillögu stjórnar fulltrúaráðsins um að viðhafa uppstillingu við val á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fara fram 16. maí 2026. Innlent 2.12.2025 10:04
Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Alvarlegt umferðarslys var á Suðurstandarvegi, rétt austan afleggjarans við Vigdísarvelli, í morgun. Tveir eru alverlega slasaðir og standa aðgerðir yfir á vettvangi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til móts við sjúkrabíl til að koma hinum slösuðu eins fljótt og hægt er á Landspítalann. Innlent 2.12.2025 09:10
Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið. Innlent 2.12.2025 09:08
Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Önnur umræða um fjárlög næsta árs fer fram á Alþingi í dag. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þá er gert ráð fyrir að tekjur hækki um rúma 7,5 milljarða, meðal annars vegna skattahækkana sem felast í boðuðu afnámi samnýtingar skattþrepa, endurmati á innheimtu erfðafjárskatts og hækkunar skatts á lögaðila. Innlent 2.12.2025 08:23
Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Litáískur karlmaður sem grunaður er ásamt tveimur öðrum um innflutning á fleiri kílóum af kókaíni segist ekkert kannast við kókaínið. Hann hafi ákveðið að flytja BMW-bifreið til Litáens og aftur til Íslands þar sem það væri ódýrara að gera við bílinn þar. Bíllinn hafi staðið eftirlitslaus við verkstæði í Litáen lengi vel og hver sem er hefði getað komið kókaíninu fyrir í bílnum. Innlent 2.12.2025 06:53
Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt tvö einstaklinga, sem brutu sér leið inn í íbúð í miðborginni og komu sér þar fyrir. Þá eru tveir aðrir grunaðir um líkamsárás í miðbænum en það mál er í rannsókn. Innlent 2.12.2025 06:22
Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) sendi í dag bréf á Símann og Sagafilm þar sem spurt var út í notkun gervigreindartónlistar í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Sérstaklega hvað varðar notkun gervigreindar sem byggir tónlist sína á verkum í höfundarétti. Innlent 1.12.2025 23:55
Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þjóðkirkjan kynnti í dag nýtt merki og nýja vefsíðu. Biskup Íslands segir markmiðið að gera þjónustu kirkjunnar sýnilegri, kostnaðurinn hlaupi á milljónum. Markaðssérfræðingur segir kirkjuna sækja í ræturnar. Innlent 1.12.2025 23:01
Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega. Innlent 1.12.2025 22:03
Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Tíu prósent stöðugilda starfsfólks sem sjá um uppeldi og menntun leikskólabarna eru mönnuð af fólki sem nær ekki viðmiðum um meðalhæfni í íslensku. Árið 2023 voru rúmlega tuttugu prósent starfsmannanna innflytjendur. Innlent 1.12.2025 21:45
Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú var rænd á dögunum þar sem hún var á göngu um London. Hún slasaðist lítillega og hvetur Íslendinga til að fara varlega í borginni, ræningjarnir sluppu en hefðu að mati Dorritar aldrei sloppið á Íslandi. Innlent 1.12.2025 21:33
Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld. Innlent 1.12.2025 21:00
Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Ung kona ákvað eftir að hafa horft á þáttinn Blóðbönd á Sýn að gera tilraun til að finna bróður sinn sem hún hefur aldrei hitt. Hún segist óska þess að hafa nýtt tækifæri til þess á sínum tíma og að viðbrögðin við myndbandi sem hún birti á TikTok hafi verið mikil. Innlent 1.12.2025 19:18
Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Fjölbreyttur fréttatími er fram undan á Sýn. Við heyrum meðal annars í Dorrit Moussaieff sem er lemstruð eftir rán, hittum unga konu sem leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt og verðum í beinni útsendingu frá pakkaflóði eftir afsláttardaga. Innlent 1.12.2025 18:03
Miðflokkurinn áfram á flugi Miðflokkurinn mælist með 19,5 prósenta fylgi og hefur bætt við sig rúmum þremur prósentustigum á mánuði. Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn hér á landi með 31,1 prósenta fylgi. Flestir aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum eða með aðeins minna fylgi en í síðasta mánuði. Innlent 1.12.2025 17:34
Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Myndskeið Jóns Péturs Zimsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann gagnrýnir bókstafaeinkunnkerfið féll í grýttan jarðveg hjá kennarastéttinni. Þingmaðurinn talaði sjálfur fyrir kerfinu þegar hann var skólastjóri. Innlent 1.12.2025 17:18
Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Kristrún Frostadóttir birti færslu á Facebook í tilefni fullveldisdags Íslands. Þar viðrar hún hugmynd sína um að dagurinn ætti að vera rauður dagur. Innlent 1.12.2025 17:09
Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra opnaði nýtt sendiráð Íslands á Spáni í Madríd í dag. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að undirbúningur að stofnun sendiráðsins hafi staðið frá því að Alþingi ákvað við afgreiðslu fjárlaga á síðasta ári að opnað yrði sendiráð á Spáni árið 2025. Kristján Andri Stefánsson er sendiherra Íslands á Spáni. Innlent 1.12.2025 15:46
Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Á þessum degi fyrir 107 árum varð Ísland fullvalda ríki en Halla Tómasdóttir forseti Íslands sendir landsmönnum heillaóskir að því tilefni. Þar sem alþingiskosningar fóru fram daginn fyrir fullveldisafmælið í fyrra verður þetta í fyrsta sinn sem dagskrá Höllu verður með hefðbundnu sniði á fullveldisdaginn eftir að hún tók við embætti. Innlent 1.12.2025 15:27
Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Bræður á fimmtugsaldri hafa verið dæmdir til annars vegar sex mánaða og hins vegar níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir stórfellda líkamsárás á veitingastaðnum Castello í Hafnarfirði árið 2023. Þar veittust bræðurnir að Berki Birgissyni, sem hlaut þungan dóm árið 2005 fyrir að reyna að ráða yngri bróðurinn af dögum með exi á veitingastaðnum A. Hansen árið 2004. Innlent 1.12.2025 15:20