Handbolti

Segir Framara hafa dæmt leikinn

"Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“

Handbolti

Aron frábær í sigri Kiel

Þýski meistaratitillinn blasir við Kiel enn eina ferðina. Liðið vann öruggan sigur, 33-25, gegn Balingen í dag og er komið með fimm stiga forskot á toppnum þegar aðeins fimm umferðir eru eftir.

Handbolti

Magdeburg skellti Flensburg

Íslendingaliðinu Flensburg mistókst að komast upp að hlið Rhein-Neckar Löwen í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í dag er það sótti Björgvin Pál Gústavsson og félaga í Magdeburg heim.

Handbolti

Tvíhöfði í Safamýrinni

Það verður mikið um dýrðir í íþróttahúsi Fram í dag enda boðið til sannkallaðrar handboltaveislu. Tveir leikir í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta.

Handbolti

Einvígið ræðst í þessum leik

Fram og Haukar mætast öðru sinni í úrslitum N1-deildar karla í kvöld. Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, auglýsir eftir frumkvæði hjá leikmönnum Hauka og spáir því að einvígið ráðist á útkomu leiksins í kvöld. Þriðji leikur Fram og Stjörnunnar í úrslitum fer fram í Safamýri í kvöld.

Handbolti

Meistaravonir Löwen úr sögunni

Liðsmenn Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin unnu 32-26 sigur á Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Tapið gerir svo gott sem úti um von Löwen um þýska meistaratitilinn.

Handbolti

Ilic yfirgefur Alfreð

Löngu og farsælu samstarfi Serbans Momir Ilic og Alfreðs Gíslasonar lýkur í sumar en þá mun hann ganga í raðir ungverska liðsins Veszprem frá Kiel.

Handbolti

Hugurinn leitar heim núna

Handboltaþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson gekk í gegnum mikið síðasta vetur og nú þegar tímabilinu er að ljúka er hann án vinnu. Hann þjálfaði bæði karla- og kvennalið danska liðsins Viborg og var rekinn frá kvennaliðinu um daginn. Óskar hefur áhuga á því að vera áfram erlendis en reiknar með því að koma heim.

Handbolti

Ólafur með sex í dramatískum leik

IFK Kristianstad er komið með yfirhöndina í undanúrslitaeinvíginu gegn Sävehof í sænska karlahandboltanum. Kristianstad vann 29-27 sigur í framlengdum leik liðanna í kvöld.

Handbolti

Kielce flaug inn í undanúrslit með stæl

Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Kielce tryggðu sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Kielce valtaði þá yfir makedónska liðið Metalurg, 26-15, og komst í undanúrslit í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Handbolti

Frábær sigur hjá Kiel í Veszprem

Kiel varð í dag fyrsta liðið til þess að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Kiel vann þá frækinn sigur, 28-29, á Veszprem í Ungverjalandi.

Handbolti