Handbolti

Fréttamynd

„Maður finnur að­eins fyrir fiðrildunum“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil.

Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra?

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn.

Handbolti
Fréttamynd

Fimmta tap Gróttu í röð

KA hafði sætaskipti við Gróttu eftir öruggan sigur, 29-23, í leik liðanna í Olís deild karla í kvöld. KA-menn eru í 8. sæti deildarinnar en Seltirningar í því níunda. Bæði lið eru með níu stig.

Handbolti
Fréttamynd

Ekki eins „starstruck“ og í fyrra

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck.

Handbolti
Fréttamynd

Eyddi morgninum hjá tann­lækni eftir slys

Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­lendingarnir allt í öllu í Meistara­deildinni

Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn Jóhannsson skoruðu samtals tíu mörk þegar Kolstad mætti Pick Szeged frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Það dugði ekki til þar sem Janus Daði Smárason fór á kostum í sigurliðinu. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru svo allt í öllu í frábærum sigri á stórliði Barcelona.

Handbolti
Fréttamynd

Skrýtið en venst

Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram.

Handbolti
Fréttamynd

Komnar í vinnu við að gagn­rýna Þóri

Tveir lykilleikmenn í stórkostlegum árangri norska kvennalandsliðsins í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hafa nú fengið vinnu sem sérfræðingar í sjónvarpi á Evrópumótinu sem hefst á morgun.

Handbolti