Handbolti

Öruggt hjá Val og Fram - öll úrslit kvöldsins

Valur og Fram, tvö efstu lið N1-deildar kvenna í handbolta, unnu bæði örugga heimasigra í leikjum sínum í kvöld en öllum fimm leikjum umferðarinnar er nú lokið og hér fyrir neðan má finna markaskorara liðanna í kvöld.

Handbolti

Patrekur framlengir við Austurríkismenn

Austurríska handknattleikssambandið greinir frá því á heimasíðu sinni í dag að það sé búið að framlengja samning sinn við Patrek Jóhannesson til ársins 2015. Patrekur þjálfar karlalandslið Austurríkis.

Handbolti

Sváfum á verðinum

Eftir tíu sigurleiki í N1-deild karla í röð hafa Haukar skyndilega tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, óttast ekki að liðið sé hrunið og segir að margt jákvætt hafi verið í gangi í síðasta leik þess.

Handbolti

Kiel rúllaði yfir toppliðið - Guðjón Valur markahæstur

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu ellefu marka stórsigur á ungverska liðinu MKB Veszprem KC, 32-21, í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta í kvöld. Veszprem var búið að vinna fyrstu átta leiki sína í riðlinum og var með fjögurra stiga forskot á toppi riðilsins.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 30-28

Mosfellingar drógu Íslandsmeistarana fyrir alvöru niður í fallbaráttuna í N1 deild karla í handbolta með því að vinna tveggja marka sigur á HK, 30-28, í sveiflukenndum leik á Varmá í N1 deild karla í kvöld. Afturelding tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu sextán mínúturnar 13-7.

Handbolti

Emsdetten vann toppslaginn gegn Bergischer

Emsdetten bar sigur úr býtum gegn Bergischer HC, 25-21, í þýsku B-deildinni í handknattleik en þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ernir Hrafn Arnarson skoruðu báðir fjögur mörk hvor fyrir Emsdetten.

Handbolti

Undanúrslitin klár í Símabikarnum

Nú í hádeginu var dregið í undanúrslitum Símabikars karla og kvenna í handbolta en undanúrslitin verða nú spiluð í Laugardalshöllinni og um sömu helgi og bikarúrslitaleikirnir.

Handbolti

Löwen að gefa eftir

Forskot Rhein-Neckar Löwen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik er aðeins eitt stig eftir leiki kvöld. Löwen missteig sig gegn TuS N-Lübbecke í kvöld.

Handbolti