Handbolti

Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 24-20

ÍR vann í kvöld Hauka, 24-20, í 8-liða úrslitum Símabikarsins í handknattleik en leikurinn fór fram í Austurberginu í Breiðholtinu. ÍR-ingar léku frábærlega í kvöld og náðu mest 10 marka forystu um miðjan síðari hálfleik. Liðið er því komið áfram í Bikarhelgina þann 8. , 9. og 10. mars þegar báðir undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram. Kristófer Fannar Guðmundsson varði 18 bolta fyrir heimamenn í leiknum.

Handbolti

Stjarnan í undanúrslit bikarsins

Stjarnan varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Símabikars karla í handbolta. Liðið vann fimm marka sigur á Þrótti í 8-liða úrslitum, 27-22.

Handbolti

Meira í lífinu en handbolti

Einn dáðasti handknattleiksmaður þjóðarinnar, Sigfús Sigurðsson, hefur lagt skóna á hilluna. Endanlega að þessu sinni. Þessi 37 ára gamli jaxl hefur glatt þjóðina um árabil og náð frábærum árangri hér heima og erlendis. Hann segist skilja sáttur við handb

Handbolti

Hannes: Þetta var svolítið Hollywood-moment

Hannes Jón Jónsson er kominn á fullt með Eisenach eftir krabbameinsmeðferð. Hann sneri aftur með miklum látum um helgina er hann skoraði þrjú síðustu mörk síns liðs og tryggði því mikilvægan sigur. Hann segir það hafa verið sætt.

Handbolti

Chambery Savoie vann sinn fyrsta sigur

Guðmundur Árni Ólafsson skoraði ekki fyrir Bjerringbro-Silkeborg sem tapaði 29-26 fyrir franska liðinu Chambery Savoie í Frakklandi í dag í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Handbolti

Refirnir frá Berlin með magnaðan sigur á Barcelona

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin gerðu sér lítið fyrir og lögðu stórlið Barcelona að velli, 31-30, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Refirnir lögðu þar grunninn að því að geta náð öðru sæti D-riðils.

Handbolti

Flensburg marði Balingen án Ólafs

Ólafur Gústafsson kom ekki við sögu þegar Flensburg-Handewitt marði eins marks sigur á Balingen-Weilstetten 30-29 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Flensburg var einu marki yfir í hálfleik 15-14.

Handbolti

Rússajeppinn kominn á leiðarenda

Handboltakempan og silfurverðlaunahafinn frá Ólympíuleikunum í Peking, Sigfús Sigurðsson, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril.

Handbolti

Auðvelt hjá Kiel

Íslendingaliðið Kiel vann afar sannfærandi sigur, 29-40, gegn sænska liðinu Savehof í dag. Kiel í öðru sæti riðilsins, tveim stigum á eftir Veszprém.

Handbolti

Rúnar með fjögur mörk í fyrsta leik eftir meiðslin

Rúnar Kárason átti flotta endurkomu í þýska handboltann í kvöld þegar hann skoraði fjögur mörk í tveggja marka sigri Grosswallstadt á Wetzlar, 28-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þetta var fyrsti keppnisleikur hans með Grosswallstadt en hann sleit krossband á landsliðsæfingu síðasta sumar.

Handbolti

Valsmenn ráku Patrek í kvöld

Patrekur Jóhannesson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Val en Valsmenn birtu fréttatilkynningu inn á heimasíðu sinni í kvöld. Patrekur ætlaði að stýra Valsliðinu út tímabilið en taka svo við liði Hauka á næsta tímabili þegar Aron Kristjánsson fer í fullt starf sem landsliðsþjálfari.

Handbolti