Handbolti

Auðvelt hjá Ljónunum - Stefán Rafn með 3 mörk

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen unnu öruggan fimm marka heimasigur á TV 1893 Neuhausen, 30-25, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þeir voru þarna að mæta þriðja neðsta liði deildarinnar.

Handbolti

Serbía síðasta liðið inn í undanúrslitin á EM

Serbía varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum á Evrópumóti kvenna í handbolta sem fer einmitt fram í Serbíu en keppni í milliriðlum lauk í kvöld. Noregur, Svartfjallaland og Ungverjalandi voru búin að tryggja sér sæti í undanúrslitunum fyrir síðasta leikdag í milliriðlunum tveimur.

Handbolti

Alexander ekki með á HM á Spáni

Alger óvissa ríkir um þátttöku Alexanders Petersson með Íslenska handboltalandsliðinu á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar en þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Handbolti

Óskar Bjarni tekur við kvennaliði Viborg

Handboltaþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson var í dag ráðinn þjálfari kvennaliðs Viborg út leiktíðina 2014. Hann mun að sama skapi láta af störfum sem þjálfari karlaliðsins félagsins.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fram 30-34

Framarar unnu í kvöld góðann 4 marka sigur á ÍR í N1 deild karla í Austurberginu en leiknum lauk með 30-34 sigri Framara. Eftir að hafa verið fjórum mörkum undir eftir fjórar mínútur litu gestirnir úr Safamýrinni aldrei aftur og unnu öruggan sigur.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Akureyri 32-26

Afturelding gerði sér lítið fyrir og skellti Akureyri 32-26 á heimavelli sínum að Varmá í kvöld. Afturelding lagði grunninn að sigrinum með frábærri byrjun og vann afar sannfærandi sigur á andlausu Akureyrarliði. Afturelding var fimm mörkum yfir í hálfleik 13-8.

Handbolti

Heil umferð í N1 deild karla – HK-ingar safna fyrir Bjarka

Heil umferð fer fram í kvöld í N1-deild karla í handbolta og er þetta síðasta umferðin á þessu ári. Langt hlé verður gert á Íslandsmótinu vegna þátttöku Íslands á HM á Spáni sem fer fram í janúar – en keppni í N1-deildinni hefst að nýju þann 4. febrúar á næsta ári.

Handbolti

Ólafur Gústafsson sneri sig á ökkla

Handknattleikskappinn Ólafur Gústafsson lék ekki með liði sínu Flensburg í þýsku bikarkeppninni í gærkvöldi. Ólafur sneri sig á ökkla í fyrrakvöld og óvíst hve lengi hann verður frá vegna meiðsla.

Handbolti

Tom Watson líklegur sem fyrirliði bandaríska Ryderliðsins

Bandaríska golfsambandið tilkynnir á morgun, fimmtudag, um valið á fyrirliða bandaríska Ryderliðsins sem mætir því evrópska á Gleneagles í Skotlandi árið 2014. Og það eru sterkar vísbendingar um að hinn þaulreyndi Tom Watson fái það hlutverk að stýra bandaríska liðinu. Watson var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem fagnað sigri á Belfry vellinum árið 1993.

Handbolti

Norsku stelpurnar í undanúrslit

Norska kvennalandsliðið í handknattleik undir stjórn Þóris Hergeirssonar tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í Serbíu með því að leggja Svía að velli 28-25 í spennuleik.

Handbolti

Mikkel Hansen meiddur á hné - Wilbek er ekki bjartsýnn

Mikkel Hansen, stórskytta danska landsliðsins í handbolta, hefur ekki leikið með danska landsliðinu frá því á ólympíuleikunum í London. Það er óvíst með þátttöku hans með Dönum á HM í Spáni sem hefst í janúar en Hansen glímir við meiðsli í hné. Danir eru með Íslendingum í riðli á HM en leikið verður í Sevilla.

Handbolti

Anton og Hlynur dæma á HM á Spáni

Anton Pálsson og Hlynur Leifsson eru í hópi 32 dómara sem hafa verið valdir til þess að sjá um dómgæsluna á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer á Spáni í janúar. Alls eru 24 dómarar frá Evrópu, en hin pörin koma frá Afríku, Suður-Ameríku, og fjórir dómarar eru frá Asíu.

Handbolti

Áhyggjuefni hve fáir mæta á völlinn

Aðeins 141 áhorfendur mættu á leik Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta. Forsvarsmenn beggja félaga hafa áhyggjur af gangi mála og þeir vilja grípa til aðgerða. Staðan er mun skárri á Akureyri þar sem að 600-1000 áhorfendur mæta á heimaleiki liðsins.

Handbolti

Aron: Stefán Rafn er tilbúinn

Besti leikmaður N1-deildarinnar það sem af er vetri, Haukamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson, spilar ekki meira með liðinu. Hann er nefnilega á förum til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen sem Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, þjálfar.

Handbolti

Stefán Rafn til liðs við RN - Löwen í Þýskalandi

Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, hefur samið við þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Stefán á að fylla það skarð sem Uwe Gensheimer skilur eftir sig en hann sleit hásin á dögunum. Stefán Rafn er 22 ára gamall, 1.96 m. á hæð, og hann getur leikið bæði í vinstra horni og sem rétthent skytta.

Handbolti

Kiel tapaði í fyrsta skipti í þrjú ár á heimavelli

Ótrúlegur atburður átti sér stað í þýska handboltanum í dag þegar Kiel tapaði á heimavelli, 29-25, fyrir Melsungen en liðið hefur ekki tapað leik í deildinni í eitt og hálft ár og töpuðu síðast á heimavelli í deildinni í september árið 2009.

Handbolti

Ólafur heitur í liði Flensburg

Ólafur Gústafsson heldur áfram að standa sig frábærlega með Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði í dag fimm mörk í sigri liðsins, 29-30, gegn Minden.

Handbolti

Naumur sigur hjá Wetzlar

Spútniklið Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik gefur ekkert eftir og er komið aftur í þriðja sæti deildarinnar. Wetzlar vann í kvöld útisigur, 29-30, á TuS N-Lübbecke. Þetta var tíundi sigur Wetzlar í fimmtán leikjum.

Handbolti