Handbolti

Guðmundur: Mín ákvörðun að láta Snorra taka vítið

Snorri Steinn Guðjónsson spilaði aðeins nokkrar mínútur í leik Íslands og Ungverjalands á Ólympíuleikunum í gær en kom samt inn á þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma til að taka víti sem Ísland fékk. Það var varið og Ungverjar náðu að tryggja sér framlengingu með marki á lokasekúndunni.

Handbolti

Engin orð til að lýsa vonbrigðunum

Handboltalandsliðið féll úr leik á Ólympíuleikunum í London í gær eftir sárgrætilegt tap fyrir Ungverjum í tvíframlengdum leik. Guðmundur Guðmundsson kvaddi landsliðið og Ólafur Stefánsson mögulega einnig.

Handbolti

Króatar síðastir inn í undanúrslitin á ÓL

Króatar þurftu að hafa fyrir sigrinum á Túnis í átta liða úrslitum handboltakeppni Ólympíuleikanna í London en unnu að lokum tveggja marka sigur,, 25-23, þar sem Túnismenn unnu síðustu sex mínútur leiksins 4-1.

Handbolti

Svíar slógu Dani út og mæta Ungverjum í undanúrslitunum á ÓL

Svíar eru komnir áfram í undanúrslitin í handboltakeppni Ólympíuleikanna eftir 24-22 sigur á Danmörku í átta liða úrslitunum í kvöld. Þar með hafa tvær þjóðir, sem íslenska liðið vann í riðlakeppninni, tryggt sér sæti í undanúrslitunum því fyrr í kvöld slógu Frakkar út Spánverja.

Handbolti

Draumurinn um önnur Ólympíuverðlaun dó á móti Ungverjum - myndir

Íslenska handboltalandsliðið er úr leik á Ólympíuleikunum eftir dramatískt tap í tvíframlengdum leik á móti Ungverjum í átta liða úrslitum keppninnar í morgun. Eftir fimm sigra í röð náðu íslensku strákarnir ekki sínum besta leik á móti Ungverjum sem komu inn í átta liða úrslitin með þrjú töp á bakinu.

Handbolti

Frakkar í undanúrslit á dramatískan hátt - Accambray með sigurmarkið

William Accambray var hetja Frakka í dramatískum 23-22 sigri á Spánverjum í átta liða úrslitum handboltakeppni Ólympíuleikanna. Accambray, sem kom inn í franska liðið fyrir leikinn eftir að hafa verið utan hóps í riðlakeppninni, skoraði sigurmarkið og var markahæsti leikmaður franska liðsins með sjö mörk.

Handbolti

Sverre: Við börðumst allan leikinn

"Mér líður auðvitað alveg ömurlega. Ég veit ekki hvað ég á að segja við þig heldur. Það er hrikalega erfitt að þurfa kyngja þessu,“ sagði Sverre eftir leikinn.

Handbolti

Guðjón Valur: Ungverjar með hörkuvörn

Ísland mætir í dag liði Ungverjaland í gríðarlega mikilvægum leik á Ólympíuleikunum í London. Sigurliðið fer áfram í undanúrslit og fær þar með tækifæri til að spila um verðlaun en liðið sem tapar er úr leik.

Handbolti

Landin: Við mætum Króatíu í úrslitaleiknum

Niklas Landin, markvörður danska landsliðsins, er viss um að Danir spili um gullið í handboltakeppni Ólympíuleikanna. Danir mæta Svíum í átta liða úrslitunum á morgun og markvörðurinn snjalli hefur ekki miklar áhyggjur af íslenska landsliðinu.

Handbolti

Guðjón Valur hvíldi á æfingu í dag

Guðjón Valur Sigurðsson hvíldi þegar að íslenska handboltalandsliðið æfði í London um hádegisbilið í dag. Guðjón Valur hefur spilað flesta leiki Íslands á Ólympíuleikunum frá upphafi til enda og var markahæsti leikmaður riðlakeppninnar með 36 mörk.

Handbolti

Aron og Mikkel hættulegastir á Ólympíuleikunum

Aron Pálmarsson og Daninn Mikkel Hansen deila efsta sætinu þegar kemur að því að búa til flest mörk á Ólympíuleikunum í London. Báðir komu þeir að 48 mörkum sinna liða í riðlakeppni Ólympíuleikanna eða 9,6 að meðaltali í leik. Aron skoraði meira en Mikkel gaf fleiri stoðsendingar.

Handbolti

Guðjón Valur markahæstur í riðlakeppninni

Guðjón Valur Sigurðsson, vinstri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, varð markahæsti leikmaður riðlakeppni Ólympíuleikanna sem lauk í gær. Guðjón Valur skoraði 36 mörk í leikjunum 5 eða 7,2 mörk að meðaltali í leik.

Handbolti

Róbert: Stundum eins og vitleysingar

Ísland vann í dag öruggan sigur á Bretum en strákarnir lentu þó í alls konar basli framan af leik. Ísland var þó búið að tryggja sér sigur í A-riðli fyrir leikinn og hafði því að litlu að keppa í kvöld.

Handbolti