Handbolti

GUIF tapaði með einu marki

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska liðinu GUIF eru í hörkueinvígi gegn Kristianstad í undanúrslitum sænska handboltans. GUIF vann fyrsta leikinn með tveggja marka mun en tapaði öðrum leiknum í dag með einu marki, 32-31.

Handbolti

FH í bílstjórasætinu - myndir

FH er komið með 2-1 forskot gegn Akureyri í undanúrslitaeinvígi liðanna í N1-deild karla. Það var virkilega fast tekist á að þessu sinni og fengu FH-ingar að fjúka af velli átta sinnum.

Handbolti

Kiel nældi í ótrúlegt jafntefli gegn Zagreb í Meistaradeildinni

Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel sýndu ótrúlega þrautseigju í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld er þeir snéru töpuðum leik upp í jafntefli. Eftir að hafa lent sjö mörkum undir í síðari hálfleik kom Kiel til baka og tryggði sér jafntefli, 31-31. Þetta var fyrri leikur liðanna og Kiel stendur því ansi vel að vígi fyrir síðari leikinn á heimavelli sínum.

Handbolti

Lærisveinar Dags flengdir á Spáni

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í liði Füchse Berlin eiga ekki mikla von um að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir stórt tap, 34-23, gegn Ademar Leon á Spáni.

Handbolti

Hvidt fer ekki í leikbann

Kasper Hvidt fer ekki í leikbann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik AG og Barcelona í kvöld og missir því ekki af seinni leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Handbolti

Svavar fékk 25 þúsund króna sekt

Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, var í dag sektaður um 25 þúsund krónur fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtölum við fjölmiðla eftir leik sinna manna gegn Gróttu í úrslitakeppni N1-deildar kvenna.

Handbolti

AG fór létt með Barcelona á Parken

21 þúsund áhorfendur fylgdust með viðureign AG og Barcelona í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dönsku meistararnir áttu frábæran leik og unnu, 29-23. Aðsóknarmett var sett á Parken í kvöld en öll umgjörð leiksins var glæsileg.

Handbolti

Áhorfendamet sett á Parken í kvöld

Stórleikur AG frá Kaupmannahöfn og Barcelona á Parken fer fram klukkan 18.10 í kvöld og verða rúmlega 20 þúsund áhorfendur á leiknum. Leikurinn er í beinni útsendingu á sporttv.is.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 27-24 | 1-0 fyrir Fram í einvíginu

Framstúlkur eru komnar með 1-0 forystu gegn ÍBV í undanúrslitaeinvígi liðanna í N1-deild kvenna. Fram vann öruggan sigur í fyrsta leiknum í Safamýri í dag. Sigur Fram var öruggari en tölurnar gefa til kynna en Fram-stúlkur slökuðu vel á klónni undir lokin þegar sigurinn var í höfn. Ásta Birna Gunnarsdóttir, leikmaður Fram fór á kostum í leiknum og skoraði hún tíu mörk.

Handbolti

Alfreð: Aron gat ekki gengið eftir forkeppni ÓL

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, segir að Aron Pálmarsson hafi ekki enn jafnað sig á meiðslum sem hann varð fyrir með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu. Þau hafi versnað þegar hann spilaði með landsliðinu í forkeppni Ólympíuleikanna um páskana.

Handbolti

Haukar vinna á vörn og markvörslu

Seinni undanúrslitaviðureignin í N1-deild karla hefst í kvöld þegar HK sækir deildarmeistara Hauka heim. Fréttablaðið fékk Einar Jónsson, þjálfara Fram, til þess að spá í spilin.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 26-25

FH vann Akureyri, 26-25, eftir framlengingu í fyrsta leik undanúrslitana í N1-deild karla í handkattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í kvöld. FH var ívið sterkari aðilinn allan leikinn en Akureyri gafst aldrei upp og komu alltaf til baka. Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar, átti stórkostlegan leik og skoraði 12 mörk en hann jafnaði leikinn rétt fyrir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti. FH-ingar voru sterkari í framlengingunni og unnu frábæran sigur.

Handbolti

Eyjakonur komnar í undanúrslitin - mæta Fram

ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum N1 deildar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Gróttu, 24-19, í oddaleik í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBv vann fyrsta leikinn en Gróttukonum tókst að jafna metin í öðrum leiknum á Seltjarnarnesi. ÍBV mætir Fram í undanúrslitunum sem hefjast strax á fimmtudagskvöldið.

Handbolti