Handbolti

Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband

Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur.

Handbolti

Þjálfari ÍBV: Dómarinn angaði af áfengisfýlu

"Þetta var mjög svekkjandi tap,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, í viðtali við vefsíðuna sport.is eftir að lið hans hafði tapað gegn Gróttu í öðrum leik liðanna um laust sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær.

Handbolti

Füchse Berlin missti annað sætið

Flensburg komst upp í annað sæti þýsku úrvalsedeildarinnar í dag með tveggja marka sigri á Füchse Berlin á heimavelli, 27-25. Lærisveinar Dags Sigurðssonar máttu játa sig sigraða eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik.

Handbolti

Sólveig Lára valin best

Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, var valin besti leikmaður N1-deildar kvenna í umferðum 9-16. Þá var úrvalslið umferðanna einnig valið í dag.

Handbolti

Löwen lá gegn meisturunum

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen urðu af mikilvægum stigum í kvöld er þeir töpuðu á útivelli, 27-24, gegn Þýskalandsmeisturum Hamburg.

Handbolti

Ríf vonandi ekki eitthvað fyrir þessa Ólympíuleika

Vignir Svavarsson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru komnir inn á Ólympíuleikana í London eftir sigra á Síle og Japan í Króatíu. Vignir, sem missti af tveimur síðustu Ólympíuleikum, sér nú fyrstu Ólympíuleikana í hillingum.

Handbolti

Fimmtu Ólympíuleikarnir hjá Guðmundi

Strákarnir okkar eru komnir inn á Ólympíuleikana í London eftir að þeir náðu öðru sætinu í sínum riðli í forkeppninni sem fram fór í Króatíu um páskana. Íslenska liðið tryggði sér farseðilinn með sannfærandi sigrum á Síle og Japan í tveimur fyrstu leikjum sínum. Tap í lokaleiknum á móti Króatíu skipti ekki máli því Guðmundur Guðmundsson var búinn að koma íslenska liðinu inn á þriðju Ólympíuleikana í röð.

Handbolti

Guðjón Valur markahæstur í riðlinum - skoraði 25 mörk í 3 leikjum

Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæsti leikmaðurinn í riðli Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna í London en hann skoraði 25 mörk í leikjunum þremur eða 8,3 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur skoraði fjórum mörkum meira en Króatinn Ivan Cupic sem varð í 2. sæti en í þriðja sætinu varð Japaninn Daisuke Miuazaki með 15 mörk.

Handbolti