Handbolti

Valskonur þurfa stig fyrir norðan

Lokaumferð N1-deildar kvenna fer fram í dag og þá ræðst hvernig liðin raða sér inn í úrslitakeppnina. Valskonur þurfa stig á móti KA/Þór fyrir norðan til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Akureyrarliðið er í baráttunni við Gróttu um sjötta og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

Handbolti

Einar búinn að semja við Magdeburg

Eins og Vísir greindi frá í gær mun Einar Hólmgeirsson spila með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni til lokatímabilsins. Hann skrifaði undir samning þess efnis í dag.

Handbolti

Ekki fenginn til að framkalla einhver kraftaverk

Það verður seint sagt að lukkan hafi leikið við örvhentu sleggjuna Einar Hólmgeirsson á atvinnumannaferlinum. Hann hefur glímt við þrálát meiðsli undanfarin ár og lék sinn síðasta handboltaleik fyrir ellefu mánuðum. Þá héldu allir að ballið væri búið hjá Einari.

Handbolti

Einar semur við Magdeburg á morgun

Afmælisbarnið Einar Hólmgeirsson staðfesti við Vísi í dag að hann muni skrifa undir samning við þýska úrvalsdeildarliðið Magdeburg í fyrramálið. Einar mun skrifa undir samning til loka leiktíðarinnar.

Handbolti

Patrekur í viðræðum við Val

Samkvæmt heimildum Vísis eru verulegar líkur á því að Patrekur Jóhannesson verði næsti þjálfari karlaliðs Vals. Patrekur staðfesti við Vísi í dag að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað.

Handbolti

Einar líklega á leið til Magdeburg

Lið Björgvins Páls Gústavssonar, Magdeburg, er í vandræðum vegna meiðsla lykilmanna og liðið er nú með fyrrverandi landsliðsmanninn Einar Hólmgeirsson til reynslu. Magdeburg vantar lausan mann ekki seinna en strax og Einar er því góður kostur fyrir félagið enda samningslaus.

Handbolti

Óskar Bjarni tekur við danska liðinu Viborg

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna og aðstoðarþjálfari Guðmundar Guðmundssonar hjá íslenska landsliðinu, verður næsti þjálfari danska liðsins Viborg. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld.

Handbolti

Kiel komið með tíu stiga forskot á toppnum

Kiel vann sannfærandi átta marka sigur á Füchse Berlin, 36-28, í uppgjöri tveggja efstu liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þarna mættu íslensku þjálfararnir Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson sem eru að gera frábæra hluti með liðin sín á þessu tímabili.

Handbolti

Guif landaði sigri í framlengingu en Alingsås tapaði

Íslendingaliðin Eskilstuna Guif og Alingsås HK léku í kvöld fyrstu leiki sína í átta liða úrslitum í úrslitakeppni sænska handboltans. Guif þurfti framlengingu til að landa sigri á heimavelli í sínum leik en Alingsås er lent 0-1 undir eftir tap á heimavelli. Það þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í undanúrslitin.

Handbolti

AG mætir Barcelona í Meistaradeildinni

Nú morgun var dregið í átta lið úrslit Meistaradeildar Evrópu. Íslendingaliðið AG frá Kaupmannahöfn fékk heldur betur risavaxið verkefni enda mætir AG spænska stórliðinu Barcelona.

Handbolti

Alexander ekki með íslenska landsliðinu í forkeppni Ólympíuleikanna

Alexander Petersson, leikmaður þýska liðsins Füchse Berlin, gefur ekki kost á sér í íslenska landsliðið í handbolta sem tekur þátt í undankeppni Ólympíuleikana um páskana. Fjarvera Alexanders veikir íslenska landsliðið sem þarf að ná tveimur efstu sætunum í riðlinum í keppni við Króatíu, Japan og Síle.

Handbolti

Myndaveisla frá sigri Íslands á Sviss

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik rúllaði yfir Sviss í undankeppni Evrópumótsins í Vodafone-höllinni í dag. Lokatölurnar urðu 31-16 og íslenska liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni í Hollandi.

Handbolti