Handbolti

Heil umferð í N1 deild karla í kvöld | spennan magnast

Heil umferð er í N1 deild karla í kvöld og hefjast allir leikirnir kl. 19.30, nema leikur Akureyrar og Íslandsmeistaraliðs FH sem hefst kl. 19.00. Það styttist í að úrslitakeppnin hefjist en aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Næst síðasta umferðin fer fram á fimmtudag og lokaumferðin fer fram 29. mars. Þrír leikir verða í beinni textalýsingu á Boltavaktinni á Vísi.

Handbolti

Naumur sigur Eyjakvenna á Akureyri

ÍBV vann tveggja marka sigur á KA/Þór, 24-22, í N1 deild kvenna í dag en leikurinn fór fram í KA-heimilinu á Akureyri. ÍBV styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar en KA/Þór átti með sigri möguleika á því að komast upp í sjötta sætið sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.

Handbolti

Guðmundur: Þetta var óþarflega stórt tap

Eftir að hafa aðeins verið þremur mörkum undir í hálfleik, 16-13, sáu íslensku strákarnir ekki til sólar í þeim síðari gegn Þjóðverjum sem unnu afar öruggan og sannfærandi ellefu marka sigur.

Handbolti

Strákarnir steinlágu í Þýskalandi

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði gegn Þjóðverjum, 33-22, í vináttulandsleik sem fram fór í Mannheim í kvöld. Íslenska liðið mætti laskað til leiks en flestir lykilmenn liðsins gátu ekki gefið kost á sér í leikinn.

Handbolti

Sigfús biðst afsökunar

Sigfús Sigurðsson, leikmaður Vals hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir tap Vals á móti Fram í N1 deild karla í gær en hann gagnrýndi þar dómara leiksins þá Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólaf Pétursson.

Handbolti

FH-ingar unnu léttan sigur á botnliði Gróttu

FH-ingar endurheimtu toppsætið með öruggum þrettán marka sigur á Gróttu, 31-18, í N1 deild karla í kvöld en Haukar voru klukkutíma á toppnum eftir sigur á Akureyri fyrr í kvöld. FH-ingar tóku öll völd í fyrri hálfleik og féllu ekki sömu gryfju og nágrannar þeirra á dögunum.

Handbolti

Framkonur unnu tveggja marka sigur í Eyjum

Fram náði aftur tveggja stiga forskoti á Val á toppi N1 deildar kvenna eftir tveggja marka sigur á ÍBV, 19-17, í Vestmannaeyjum í kvöld. Framliðið hefur þar með unnið 13 af 14 deildarleikjum sínum á tímabilinu en Eyjakonur eru áfram í þriðja sæti deildarinnar.

Handbolti

Spennan magnast í N1 deild karla | þrír leikir í kvöld

Þrír leikir eru á dagskrá í kvöld í N1 deild karla í handbolta. Fjögur efstu lið deildarinnar leika í undanúrslitum þegar úrslitakeppnin hefst og er mili barátta um þau sæti. Fram og Valur áttust við í gær þegar 18. umferðin hófst en stórleikur kvöldsins er án efa leikur Hauka og Akureyrar.

Handbolti

Sigfús: Fram vann þetta á heimadómgæslu

"Ég er mjög ánægður með tveggja marka tap þrátt fyrir að hafa verið tveimur til þremur mönnum færri allan leikinn," sagði Sigfús Sigurðsson allt annað en sáttur við dómgæsluna í Safamýrinni í dag er Fram lagði Val með tveggja marka mun í mikilvægum leik.

Handbolti

Öruggt hjá Berlin | Tap hjá Rúnari og Kára

Lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, styrkti í dag stöðu sína í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik með afar öruggum sigri á Hildesheim. Füchse er nú með þriggja stiga forskot á Flensburg sem er í þriðja sæti en er samt átta stigum á eftir toppliði Kiel sem er búið að vinna alla leiki sína í deildinni í vetur.

Handbolti

Tap hjá Íslendingaliðunum í þýsku B-deildinni

Tvö Íslendingalið voru á ferðinni í þýsku B-deildinni í handknattleik í dag. Þau töpuðu bæði. Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Bittenfeld og Árni Þór Sigtryggsson 4 er það tapaði gegn Empor Rostock, 36-33.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 30-28

Framarar sigruðu granna sína í Val í Reykjavíkurslagnum í N1-deildinni í handbolta karla í dag. Lokatölurnar urðu 30-28 í leik sem var spennandi langt fram í síðari hálfleik þegar Framarar sigu fram úr. Gríðarlega mikilvægur fyrir Framara í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn eru aftur á móti í slæmum málum.

Handbolti

Kiel búið að vinna 24 leiki í röð í deildinni

Íslendingaliðið Kiel er komið með tíu stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir að liðið vann sinn 24. leik í röð í deildinni. Ótrúlegur árangur. Að þessu sinni voru það Sverre Andreas Jakobsson og félagar hans í Grosswallstadt sem urðu að sætta sig við tap gegn liði Alfreðs Gíslasonar.

Handbolti