Handbolti

Engin aðgerð og Alexander spilar innan fjögurra vikna

Þrátt fyrir að Alexander Petersson sé nú að glíma við þrálát og erfið meiðsli í öxl eru forráðamenn þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin vongóðir um að hann muni spila með liðinu á ný innan fjögurra vikna. Alexander hefur ekki kastað handbolta síðan í leik Íslands og Slóveníu á EM í handbolta í síðasta mánuði.

Handbolti

Sólveig Lára skoraði fimmtán mörk

Sólveig Lára Kjærnested skoraði fimmtán mörk í kvöld þegar Stjarnan vann 38-24 sigur á FH í N1 deild kvenna en Stjörnuliðið var fyrir leikinn búið að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar.

Handbolti

Snorri Steinn dæmdur í tveggja leikja bann

Snorri Steinn Guðjónsson verður ekki með AG Kaupmannahöfn í tveimur næstu deildarleikjum liðsins eftir að danska sambandið dæmdi íslenska landsliðsmanninn í tveggja leikja bann í dag. Snorri Steinn fékk rautt spjald fyrir að tefja í lok leiks gegn SöndejyskE en hann kom í veg fyrir að SöndejyskE náði að komast í lokasóknina sína og AGK fagnaði í kjölfarið 29-28 sigri.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Akureyri 25-29

Akureyri vann í kvöld góðan fjögurra marka sigur, 25-29 á botnliði Gróttu í N1-deildinni á Seltjarnarnesi. Gróttumenn stríddu Akureyringum lengi vel en reynsla og gæði Akureyringa landaði þeim sigrinum að lokum.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 24-28

Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur, 28-24, gegn HK í N1-deild karla í Digranesinu í kvöld. Valur á enn fínan möguleik á því að komast í úrslitakeppnina og þessi sigur var nauðsynlegur. Hlynur Morthens fór á kostum í liði Vals og varði tuttugu skot. Valdimar Fannar Þórsson átti einnig flottan leik fyrir Val og skoraði sex mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði níu mörk fyrir HK.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 17-23

Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Safamýri 23-17 í leik sem einkenndist af vandræðalegum sóknarleik beggja liða. Haukar halda toppsætinu í deildinni og eru komnir á sigurbraut á nýjan leik eftir tvö töp í röð.

Handbolti

Enn mikil óvissa um öxlina hans Alexanders

Alexander Petersson segir að axlarmeiðsli sín geri það að verkum að ómögulegt sé að segja til um hvenær hann geti spilað handbolta á nýjan leik. Hann tjáir sig um meiðslin, Ólympíuleikana í London og yfirvofandi félagaskipti frá Füchse Berlin yfir í Rhein

Handbolti

Snorri Steinn fékk rautt fyrir að tefja en AG vann

AG Kaupmannahöfn vann dramatískan eins marks sigur á Sönderjyske, 29-28, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. AG hefur því áfram sjö stiga forskot á Bjerringbro-Silkeborg á toppi deildarinnar en liðið lenti í miklum vandræðum í kvöld á móti liði í 11. sæti deildarinnar.

Handbolti

Tuttugu sigrar í röð hjá Kiel - Rhein-Neckar-Löwen vann líka

Tveir Íslendingaslagir til viðbótar leiks Füchse Berlin og SC Magdeburg fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kiel vann Bergischer HC 34-21 og Rhein-Neckar-Löwen vann 35-27 sigur á TSV Hannover Burgdorf. Íslensku þjálfararnir, Dagur Sigurðsson, Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson, fögnuðu því allir sigri í kvöld.

Handbolti

Dagur: Romero hjálpaði okkur mikið

Það var létt yfir Degi Sigurðssyni, þjálfara Füchse Berlin, á blaðamannafundi eftir sigur sinna manna á Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur voru 24-20 og Dagur var ánægður með sína menn - sérstaklega spænska leikstjórnandann Iker Romero.

Handbolti

Snorri Steinn framlengdi saming sinn við AG

Snorri Steinn Guðjónsson gekk í dag frá nýjum eins árs samningi við danska stórliðið AG Kaupmannahöfn og mun tímabilið 2012-13 því verða hans þriðja með liðinu. Snorri Steinn hefur unnið danska meistaratitilinn einu sinni og danska bikarinn tvisvar síðan að hann gekk til liðs við AG haustið 2010.

Handbolti