Handbolti

Arnór: Það vantar geðveikina í okkur

"Þetta er bara 5. flokks frammistaða hjá okkur. Án þess að ég muni það nákvæmlega þá held ég að þessi leikur sé eitthvað það lélegasta sem við höfum sýnt í langan tíma,“ sagði hundsvekktur Arnór Atlason eftir tapið gegn Slóveníu í gær.

Handbolti

Guðjón Valur: Komum okkur í þessa stöðu sjálfir

"Ég ætla að reyna að vanda orðavalið núna því ég vandaði það ekki í sjónvarpinu áðan,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Slóveníu í gær. Það sauð á fyrirliðanum og skal engan undra miðað við frammistöðu liðsins.

Handbolti

Stigalausir eins og Frakkar og Danir

Íslenska landsliðið komst áfram í milliriðla á EM í handbolta í Serbíu þrátt fyrir tap á móti Slóvenum í gær og spilar sinn fyrsta leik í milliriðlinum á móti Ungverjum á morgun.

Handbolti

Nestislausir á leið til Novi Sad

Hörmulegur varnarleikur í bland við grátlega lélega markvörslu varð strákunum okkar að falli í leiknum gegn Slóveníu í gær. Íslenska liðið heldur nú í erfiðan milliriðil með ekkert stig í farteskinu.

Handbolti

Strákarnir mæta sjóðheitu liði Ungverja á sunndaginn

Íslenska handboltalandsliðið komst áfram í milliriðil á EM í handbolta í Serbíu í kvöld þrátt fyrir tap á móti Slóveníu. Króatar og Slóvenar hjálpuðu strákunum upp úr riðlinum, Króatar með því að vinna Norðmenn í lokaleik riðilsins og Slóvenar með því að gefa íslenska liðinu tvö mörk í lok leik liðanna í dag sem Slóvenar unnu 34-32.

Handbolti

Gríðarleg vonbrigði gegn Slóveníu - myndir

Strákarnir okkar sýndu allt annað en sparihliðarnar gegn Slóveníu í kvöld. Þeir voru algjörlega heillum horfnir og töpuðu með tveimur mörkum, 32-34. Þeir halda því stigalausir í milliriðilinn í Novi Sad.

Handbolti

Kári: Hefðum getað nýtt færin okkar betur

"Þeir vinna okkur einn á einn í sóknarleiknum allan leikinn. Zorman dregur í sig mann og opnar fyrir hina. Boltinn endar svo oft niður í vinstra horni þar sem nýtingin hjá þeim er frábær í dag," sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sem átti fína innkomu í íslenska liðið í dag en því miður dugði það ekki til.

Handbolti

Íslenska liðið lék sama leik og Slóvenar á HM 2007

Íslenska handboltalandsliðið lék sama leik og Slóvenar gerðu í kvöld þegar strákarnir okkar mættu Frökkum í lokaleik riðlakeppninni á HM í Þýskalandi 2007. Slóvenar gáfu íslenska liðinu tvö mörk í lokin til þess að sjá til þess að þeir tækju stigin úr leiknum með sér inn í milliriðlinn.

Handbolti

Spánverjar sendu Rússana heim

Spánn tryggði sér sigur í C-riðli með því að vinna Rússland með þriggja marka mun, 30-27, í lokaleik liðanna í riðlakeppninni á EM í handbolta í Serbíu í dag. Spánverjar töpuðu óvænt stigi á móti Ungverjum í leiknum á undan eftir að hafa unnið Heims- og Evrópumeistara Frakka i fyrsta leik.

Handbolti

Ásgeir Örn: Verðum að passa okkur á Slóvenum

Það er víða pottur brotinn á hóteli landsliðsins. Netið er lélegt upp á herbergjunum og kaffið er heldur ekki upp á margar loðnur eins og maðurinn sagði. Ásgeir Örn Hallgrímsson var þó búinn að finna réttu blönduna í gær.

Handbolti

Björgvin: Við erum að fara í alvöruleik gegn alvöruliði

Björgvin Gústavsson markvörður íslenska handboltalandsliðsins telur að íslenska liðið eigi mikið inni þrátt fyrir sigurinn gegn Noregi á miðvikudag. Björgvin og félagar hans mæta Slóvenum kl. 17.10 í lokaleiknum í riðlakeppninni á Evrópumeistaramótinu í Serbíu. "Við erum að fara í alvöru leik gegn alvöru liði,“ sagði Björgvin í gær fyrir æfingu íslenska liðsins.

Handbolti

Róbert: Skemmtilegra að hafa alla á móti sér

Róbert Gunnarsson línumaður íslenska handboltalandsliðsins fór á kostum í leiknum gegn Noregi á miðvikudaginn þar sem hann skoraði 9 mörk. Róbert og félagar hans í íslenska liðinu mæta liði Slóvena í lokaleiknum í riðlakeppninni og er Róbert ekki í vafa um að leikurinn verði gríðarlega erfiður.

Handbolti

Oddur tekinn inn í landsliðshópinn

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að velja Odd Gretarsson, hornamann úr liði Akureyrar, sem sextánda mann inn í íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Slóveníu í dag.

Handbolti