Lífið

Milljónir Oasis-aðdáenda berjast um miða

Miðasala á tónleika bresku hljómsveitarinnar Oasis hófst í dag með miklum látum, vægast sagt. Uppselt er á tónleikana í Dyflinn og dæmi eru um að miðar séu í endursölu á hátt í fimm milljónir króna.

Lífið

„Fína konan“ skyndi­lega um­kringd fyllibyttum

Jóhanna Guðmundsdóttir var þriggja barna útivinnandi móðir og eiginkona í Bandaríkjunum þegar hún vaknaði upp við vondan draum. Eftir áralanga áfengisneyslu sem hafði undið upp á sig var hún komin á róandi lyf og hrædd um að missa börnin. Í dag leikur lífið við hana.

Lífið

Fimm heilsureglur Ágústu John­son fyrir haustið

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar segir heilsureglur fyrir haustið verða að vera hnitmiðaðar og einfaldar. Hún er sjálf með fimm reglur sem hún hefur sett sér og segir þær hafa gert mikið fyrir hennar vellíðan.

Lífið

Efna til þjóðar­at­kvæðis um besta nammið

Krambúðin efnir til þjóðaratkvæðis um besta nammið. Leikurinn felur í sér kosningu á besta namminu í fjórum algengum aðstæðum í íslenskri nammi-menningu. Það eru sakbitna sælan, sumarbústaðurinn, stefnumótið og bragðarefurinn.

Lífið

Norska pressan í sárum

Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni.

Lífið

Myndaveisla: Tímamótapartý í mið­borginni

Húsfyllir og góð stemning var í opnunar- og 25 ára afmælisteiti skartgripaverslunarinnar Aurum síðastliðinn fimmtudag. Í tilefni tímamótanna var verslunin stækkuð og hulunni svipt af nýrri skartgripalínu sem ber heitið Alvör.

Lífið

„Minn stærsti ótti er og hefur alltaf verið geim­verur“

„Ég er venjuleg íslenska stelpa með voða óvenjulegt líf,“ segir fyrirsætan Birta Abiba Þórhallsdóttir sem er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum. Árið 2019 sigraði Birta Miss Universe Iceland-keppnina og komst í topp tíu hópinn í stóru Miss Universe keppninni erlendis.

Lífið

Flóni er ein­hleypur

Tónlistarmaðurinn og rapparinn Friðrik Róbertsson sem betur er þekktur sem Flóni er einhleypur. Hann og barnsmóðir hans Hrafnkatla Unnarsdóttir hafa haldið hvort í sína áttina eftir þriggja ára samband. 

Lífið

Lymsku­leg skot Love Island stjörnu

Love Island stjörnurnar Matilda Draper og Sean Stone eru hætt saman. Örfáum klukkustundum eftir að hafa opinberað það skýtur Matilda lymskulega á sinn fyrrverandi á samfélagsmiðlum í gegnum eigin reikninga og reikninga vinkvenna sinna. 

Lífið

Ekki einu sinni götusópararnir finna símann

Skemmtikrafturinn, framleiðandinn og leikarinn Sandra Barilli glataði símanum sínum við tökur á sjónvarpsþáttunum IceGuys í gær. Hún var í miðjum tökum með Herra Hnetusmjör og hafði í andartak lagt símann frá sér ofan á þaki bíls sem svo óheppilega vildi til að keyrði í burtu.

Lífið

Fúnkís höll tveggja fram­kvæmda­stjóra við Sunnuveg

Hjónin Jensína Kristín Böðvarsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri Vinnvinn og Þorvaldur Jacobsen framkvæmdastjóri Landsnets hafa sett einbýlishús sitt við Sunnuveg 13 á sölu.  Húsið var teiknað af Gísla Halldórssyni arkitekt og byggt árið 1961.

Lífið

Sver af sér á­sakanir um fram­hjá­hald

Breska raunveruleikaþáttastjarnan Tommy Fury segir ásakanir þess efnis sem birst hafa á samfélagsmiðlum um að hann hafi haldið framhjá fyrrverandi kærustu sinni Molly-Mae Hague hryllilegar. Hann segir síðustu vikur hafa tekið gríðarlega á sig.

Lífið

For­eldrar eiga að vera leiðin­legir

Foreldrar eiga að vera leiðinlegustu manneskjur sem börnin þeirra þekkja. Þetta segir Ársæll Arnarsson prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem heldur þessa dagana námskeið um þá list að vera leiðinlegt foreldri. Hann segir feður ólíklegri til þess að segja nei og segir algengt að skólum sé kennt um leiðinlegar reglur á heimilinu.

Lífið

Þúsundir lítra af kjöt­súpu á Hvols­velli

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu.

Lífið

Hefur ekki lengur efni á bensíni

Fyrrverandi kvikmyndastjarnan Armie Hammer segist ekki lengur eiga efni á bensíni. Því hafi hann ákveðið að selja trukkinn sem hann keypti sér árið 2017 og skipta honum út fyrir minni bíl.

Lífið

Bangsar bjóða alla vel­komna

Árleg hátíð Bangsafélagsins Reykjavík Bear hefst á morgun og stendur til sunnudags. Um 125 bangsar víðsvegar úr heiminum mæta á hátíðina sem fer ört stækkandi.

Lífið

Kynda undir orð­róm um ástar­sam­band

Hollywood goðsagnirnar Meryl Streep og Martin Short virðast vera að stinga saman nefjum. Þau segja hinsvegar ekkert vera á milli þeirra en bandarískir slúðurmiðlar keppast við að flytja fregnir af því að vel hafi farið á með leikurunum á frumsýningu sjónvarpsþáttanna Only Murders in the Building.

Lífið

„Heppnasti maður í heimi“

Þjóðleikhússtjórinn Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir stjórnandi hjá Expectus fögnuðu bronsbrúðkaupi sínu í gær. Þetta kemur fram í færslu hjá Magnúsi á samfélagsmiðlum.

Lífið

Bjöllutromma og krikketkylfa: Erjurnar sem bundu enda á Oasis

Líklega eru frægustu erjur veraldar nú að baki, erjurnar á milli Oasis bræðranna Liam og Noel Gallagher sem hafa nú ákveðið að snúa aftur á sviðið fimmtán árum eftir að bræðurnir héldu hvor í sína áttina. Fáar erjur eru eins skrautlegar þar sem bjöllutrommur, krikketkylfur og óhófleg áfengisdrykkja koma við sögu.

Lífið

Elísa­bet Gunnars á nýjum vett­vangi

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Hvort sem það séu tískuskvísur á Norðurlöndunum eða sætir gamlir franskir kallar með hatt, þá veitir það mér mikinn innblástur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og ein af fyrstu stafrænu áhrifavöldum landsins. Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars.

Lífið

Ein­lægt augna­blik GDRN og Flóna

Mikil stemning var á Menningarnæturtónleikum Bylgjunnar sem fóru fram í Hljómskálagarðinum liðna helgi. Úrval tónlistarfólks steig á stokk og virtust gestir skemmta sér vel þrátt fyrir að kalt væri í veðri.

Lífið