

Söng- og dansmyndin Abbababb var frumsýnd með pompi og prakt í Smárabíói í gær. Myndin er fyrir alla fjölskylduna og voru því börn í miklum meirihluta á meðal áhorfenda. Myndin var frumsýnd í nokkrum sölum samtímis.
Knattspyrnugoðsögnin David Beckham beið í röð í tólf klukkustundir til þess að geta vottað Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína í dag.
Míuverðlaunin voru afhent í þriðja sinn við hátíðlega athöfn á Spritz Venue Reykjavík í gær. Tíu heilbrigðisstarfsmenn sem vinna með langveikum börnum voru heiðraðir á viðburðinum.
Kim Kardashian segist ætla að fara nýjar leiðir í leit að næsta kærasta. Athafnakonan heimsfræga er nú einhleyp eftir að sambandi hennar við grínistann Pete Davidson lauk nú í sumar.
Rapparinn Cardi B játaði í dag að hafa skipulagt árás og ráðist á starfsmann strippstaðarins Angels í New York árið 2018. Cardi taldi að einn starfsmanna barsins væri viðhald eiginmanns hennar, Offset.
Sigmar Vilhjálmsson er kominn með kærustu, ef marka má nýjasta hlaðvarpsþáttinn af 70 mínútum. Hugi Halldórsson meðstjórnandi hans greindi upphaflega frá þessum gleðifréttum.
Nafnaval samfélagsmiðlastjörnu hefur vakið töluverða athygli eftir að hún skírði dóttur sína Malibu Barbie.
Heilsuástandsskoðun er nýtt kerfi hér á landi sem heilsufrömuðurinn og sjúkraþjálfarinn Lukka Pálsdóttir setti á laggirnar fyrir ekki svo löngu.
Leikkonan Blake Lively á von á barni númer fjögur með eiginmanni sínum til tíu ára, leikaranum Ryan Reynolds. Lively sýndi heiminum að hún ætti von á barni nú fyrr í dag þegar hún steig á rauða dregilinn á Forbes viðburði.
Variety hefur frestað forsíðu hertogaynjunnar Meghan Markle vegna andláts Elísabetar II drottningar. Meghan var valin ein þeirra kvenna sem skartar miklum kvennakrafti (e. Power of Women). Í kjölfarið átti hún að birtast á forsíðu tímaritsins líkt og hinar konurnar sem voru valdar.
Fjölskylda Gunnars Karls Haraldssonar sem lést í fyrra eftir baráttu við krabbamein hefur sett upp minningarsjóð til minningar um Gunnar Karl til að styrkja einstaklinga með fatlanir. Gunnar Karl var mikill baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks.
Myndbönd hafa gengið um netheima þar sem sjá má viðbrögð ungra stúlkna við fyrstu stiklu úr væntanlegri kvikmynd um Litlu hafmeyjuna. Hjartnæm viðbrögð stúlknanna við húðlit hafmeyjunnar hafa vakið athygli en í kvikmyndinni er Aríel dökk á hörund.
Matarbloggarinn og bókahöfundurinn Linda Benediktsdóttir gekk að eiga unnusta sinn Ragnar Einarsson í fallegri athöfn.
Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar eru komnar á Spotify. Netverjar virðast margir hverjir alsælir með viðbótina á streymisveituna og segjast upplifa nostalgíu við hlustunina. Jóhanna var aðeins tíu ára gömul þegar fyrsta platan hennar „Jóhanna Guðrún“ kom út, á sjálfan afmælisdaginn 16. október.
Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon hefur nú eignast sitt níunda barn. Þetta er hans annað barn á árinu og á hann von á tveimur börnum síðar á árinu.
Í raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 í gær fóru nokkrar stelpur yfir það hvernig venjulegur dagur er í lífi þeirra.
Katrín prinsessa af Wales og Meghan Markle hertogaynja af Sussex heiðruðu minningu Elísabetar annarrar Bretadrottningar með skartgripavali sínu í minningarathöfn sem fór fram í Westminster Hall í gær.
Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið.
Auglýsinga- og markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis sem fór fram í Gamla bíó í síðustu viku. Fyrirlesarinn Jenni Romaniuk kom fram auk þess að Herra Hnetusmjör og Hugo fengu salinn til að dilla sér með nokkrum frábærum lögum.
Karl III Bretalandskonungur lenti í því óhappi að skrifa með penna sem lak. „Ó guð ég hata þetta,“ segir Karl um pennann í myndbandi sem The Guardian birti.
Hjónin Justin og Hailey Bieber fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli með því að senda fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum. Þau giftu sig í laumi árið 2018, tveimur mánuðum eftir að þau trúlofuðu sig, en héldu veislu ári síðar þar sem þau fögnuðu með vinum og fjölskyldu.
Sextán liða úrslitin halda áfram í Kviss á Stöð 2 en á laugardaginn mættust Leiknismenn og Valsmenn í hörku viðureign.
66°Norður gefur út Dyngju úlpuna í sérstakri útgáfu með jöklaprenti. Úlpan ber mynd sem ljósmyndarinn Benjamin Hardman tók af íslenskum jöklum. Hann hefur síðustu misseri vakið mikla athygli fyrir myndir sínar af íslenskri náttúru.
Listakonan Rakel Tómasdóttir hefur sett íbúðina sína á sölu. Um er að ræða einstaklega stílhreina og fallega eign, sem staðsett er á Grettisgötu í Reykjavík.
Ný þáttaröð af Allskonar kynlíf fór í loftið á dögunum. Í öðrum þætti var fjallað um fantasíur og könnuðu Ahd og Sigga Dögg kynfræðingur það sem skemmtilegum leiðum.
Í Íslandi í dag á dögunum var fjallað um fjölskyldusögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Arasyni eignaðist þrjú börn og þar á meðal Katrínu Erlu sem fæddist fötluð.
Kim Kardashian skaust fyrst upp á stjörnuhimininn eftir að kynlífsmyndband af henni og þáverandi kærasta hennar Ray J lak á netið. Nú hefur hann gefið út yfirlýsingu þess efnis að móðir Kim, Kris Jennar, hafið átt hlut í því að myndbandið fór í dreifingu. Hann birti meðal annars samning þar sem kemur fram að þau hafi fengið greitt fyrir myndbandið.
„Ég segi það hátt og stolt, ég bið þess að þið brennið bæði í helvíti,“ sagði söngkonan Britney Spears í færslu um foreldra sína á Instagram í gær. Britney er dugleg að deila hugsunum sínum með fylgjendum á miðlinum og segir það hjálpa sér andlega.
Leikarinn Gísli Örn Garðarsson ákvað við byrjun æfinga á verkinu Ég hleyp, að gefa allar sínar tekjur til góðgerðamálefna.
Danskennarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir og lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson eru orðin hjón. Parið gifti sig í skrautlegri kapellu í borginni Las Vegas fyrr á árinu.