Menning

Fréttamynd

Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni

Hæfnisnefnd hefur metið þrjá hæfa í hlutverk óperustjóra við Nýja þjóðaróperu. Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur lýst sig vanhæfan í málinu og mun Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra taka ákvörðunina.

Menning

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lögðu til að Gunnar og Hall­dór deildu Nóbelsverðlaununum

Meirihluti Nóbelsnefndarinnar árið 1955 mælti með sem fyrsta valkosti að bókmenntaverðlaununum yrði deilt milli íslensku rithöfundanna Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness. Í lokaatkvæðagreiðslu innan akademíunnar varð niðurstaðan hins vegar sú að Halldór skyldi einn fá verðlaunin.

Menning
Fréttamynd

Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun

Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján?

Menning
Fréttamynd

Sam­keppnin í New York minnti á X-Factor keppni

„Mér finnst ekki spennandi að gera eitthvað sem öllum finnst fínt,“ segir myndlistarmaðurinn Arngrímur Sigurðsson sem skapar ævintýraheima á striganum og hefur selt verk sín um allan heim. Arngrímur ræddi við blaðamann um ógleymanleg árin í New York, listina, sveitalífið og tilveruna.

Menning
Fréttamynd

Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast

Hrekkjavaka hefur á síðustu árum orðið gríðarvinsæl hátíð hérlendis og margir á leið í búningapartý í kvöld. Vanda þarf þó búningavalið því sumir búningar þykja óviðeigandi, ósæmilegir eða hreinlega særandi.

Menning
Fréttamynd

Cecilie tekur við af Auði

Cecilie C. Ragnheiðardóttir Gaihede hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar til fimm ára frá 1. desember 2025.

Menning
Fréttamynd

Full­kominn vett­vangur til að verja vetrar­fríinu

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram í tólfta sinn frá 25. október til 2. nóvember. Sýndar verða nýjar myndir í bland við gamlar auk fjölda annarra viðburða. Hátíðin lendir bæði á hrekkjavöku og vetrarfríi grunnskóla þannig það er ærið tilefni fyrir krakkana að kíkja í bíó.

Menning
Fréttamynd

Hver er upp­á­halds­bókin þín eftir Hall­dór Lax­ness?

„Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness og af hverju?“ Þannig hljóðar spurningin sem blaðamaður lagði fyrir níu ólíka Laxness-lesendur. Svörin voru fjölbreytt, rétt eins og höfundarverk Nóbelskáldsins, en bókin sem bar oftast á góma kom þó nokkuð á óvart.

Menning
Fréttamynd

Páll Bald­vin fer fram gegn til­lögu kjörnefndar

Páll Baldvin Baldvinsson býður sig fram til formanns stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. Kjörnefnd félagsins hefur þegar lagt fram tillögu að lista með Magnús Ragnarsson sem formannsefni. Því stefnir í kosningabaráttu um stjórnina.

Menning
Fréttamynd

Trylltust við taktinn í barokkbúningum

Færri komust að en vildu á næturklúbbnum Auto síðastliðinn laugardag þegar tónleikarnir Barokk á klúbbnum fóru fram í annað sinn. Þakið ætlaði að rifna af þegar helstu slagarar barokk tímabilsins 1600-1750 voru fluttir í raftónlistarbúningi. 

Menning
Fréttamynd

„Lé­leg“ hönnun gervi­greindar reyndist mannanna verk

Fólk sem bölvaði því að plakat af Elly Vilhjálms hefði verið skapað með gervigreind reyndist hafa rangt fyrir sér. Teiknarar af holdi og blóði báru ábyrgðina. Hugkvæmdastjóri Brandenburg segir að fólk sem finnist hlutir „gervigreindarlegir“ dæmi þá greinilega fyrirfram. Hann spyr hvort vitneskjan um ferlið hafi áhrif á skoðanir fólks.

Menning
Fréttamynd

Á­hersla á hæg­læti á Sequences

Listahátíðin Sequences hefst á föstudag og stendur í tíu daga. Hátíðin er haldin annað hvert ár og er eina myndlistarhátíð landsins þar sem fjallað er um nútímalist. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Pása“.  Daría Sól Andrews er sýningarstjóri hátíðarinnar. 

Menning