Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Elísabet Indra Ragnarsdóttir hefur tekið við stöðu verkefnastjóra dagskrárgerðar í Hörpu. Menning 21.3.2025 08:28
Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð Íslensku myndlistarverðlaunin voru afhent í áttunda skipti í Iðnó í kvöld. Þar var bæði fjölmennt og fjörugt enda tilefnið gleðilegt, að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Menning 20.3.2025 21:11
„List er okkar eina von“ Það var líf og fjör á sýningaropnun í Hafnarhúsinu á dögunum. Heiða Björg borgarstjóri og listaspýrur landsins nutu sín í botn þar sem kvennakraftur var í forgrunni. Menning 19.3.2025 10:01
Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna og kvára, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Birgitta Björg Guðmarsdóttir, Ingunn Ásdísardóttir og Rán Flygenring voru verðlaunaðar í þremur ólíkum flokkum. Menning 6.3.2025 15:04
Tjörnin trónir á toppnum Rán Flygenring er í fyrsta sæti á toppi bóksölulistans með bók sína Tjörnina. En hún hlaut einmitt Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka. Menning 5.3.2025 11:34
Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menningarlífið iðaði um helgina og margir lögðu leið sína á Kjarvalsstaði þegar sýningin Ólga opnaði á dögunum. Menning 3.3.2025 20:01
Hendur sem káfa, snerta og breyta Myndlistarkonan Ragnhildur Jóhanns sérhæfir sig í einstaklega grípandi og líflegum málverkum sem vekja upp ýmsar tilfinningar hjá áhorfendum. Hún á afmæli næstkomandi fimmtudag og fagnar deginum með því að opna sölusýningu. Menning 3.3.2025 13:02
„Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ „Eftir að ég var búinn að flytja þetta þá hugsaði ég: „Er ég kannski að segja of mikið?“ segir Guðmundur Einar sem ýtti nýverið úr vör sinni allra fyrstu uppistandssýningu, sem ber heitið Lítill töffari. Guðmundur opnar sig meðal annars upp á gátt um eigið óöryggi, tilraunir hans og kærustu hans til þess að eignast barn og svo glænýtt foreldrahlutverk en óhætt er að segja að hann hefji sýninguna á alvöru sjónarspili. Menning 2.3.2025 10:02
Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Rithöfundarnir Eiríkur Örn Norðdahl og Þórdís Helgadóttir eru í hópi þeirra fjórtán höfunda sem hafa verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Eiríkur er tilnefndur fyrir Náttúrulögmálin og Þórdís fyrir Armeló. Verðlaunin verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi þann 28. október. Menning 27.2.2025 09:28
Tvíburabræður með myndlistarsýningu Tvíburabræðurnir Jóhannes K. og Ásvaldur Kristjánssynir opnuðu myndlistarsýninguna Tvísýn í Gallerí Göngum í Háteigskirkju í gær. Menning 23.2.2025 14:37
„Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Orðið óskilamunir virðist hafi glatað merkingu sinni hjá ákveðnum hópi fólks sem sækir skemmtistaði landsins. Þessi hópur talar ekki um óskilamuni heldur um óskilamun sem einhvers konar rými sem geymir glataðar eigur. Menning 18.2.2025 16:15
Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Tungumálaforritið Duolingo „drap“ í síðustu viku helsta kennimerki sitt, grænu ugluna. Dauði uglunnar er markaðstaktík en viðbrögðin sýna líka hvernig vélmenni og fyrirtæki hafa tekið yfir samfélagsmiðla og eyðilagt alla umræðu. Menning 17.2.2025 08:02
Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. Menning 14.2.2025 11:01
Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið „Ég oft fengið þessa spurningu, þið eruð ótrúlega fá á Íslandi en það eru ótrúlega margir skapandi einstaklingar á Íslandi, hvað er það?“ segir Lilja Birgisdóttir, ein af stofnendum ilm-og listverslunarinnar Fischersunds. Hún er viðmælandi í nýrri hlaðvarpsseríu í stjórn Haralds „Halla“ Þorleifssonar, Labbtúr. Menning 12.2.2025 20:03
Líf og fjör meðal guða og manna Það var mikil gleði í Hveragerði á laugardaginn þegar þrjár nýjar sýningar opnuðu á Listasafni Árnesinga. Fjöldi fólks var á svæðinu og fjölbreyttar hugmyndir mættust undir einu þaki. Menning 11.2.2025 09:53
Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, birti síðbúna umsögn um rómaða bók Benedikts Gröndal og sannast sagna kemur dómur hans mjög á óvart. Menning 10.2.2025 16:39
Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir „Ég fæ svo ótrúlega margar fjölskyldur til mín í töku þar sem konurnar kvarta yfir því að það séu engar myndir til af þeim og þær myndir sem makarnir taka séu hræðilegar,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Saga Sig. Hún er að fara af stað með námskeið sem kennir fólki að taka góðar Instagram myndir af mökunum sínum, að verða betri svokölluð „Insta hubby“. Menning 5.2.2025 10:02
Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum „Við uppgötvuðum listina svolítið saman,“ segja listakonurnar Karen Ösp og Petra. Þær eru æskuvinkonur frá því þær voru saman í Austurbæjarskóla og hafa báðar lagt land undir fót og sint listinni í Bandaríkjunum og víða um Evrópu. Um helgina opnuðu stöllurnar svo samsýninguna „Fornar slóðir“ í SÍM gallerí í Reykjavík. Menning 3.2.2025 16:01
Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Lokahnykkur í því sem óvænt varð hamfaraþríleikur, Árið án sumars, verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld. Verkið er úr smiðju sviðslistahópsins Marmarabarna og er rómantísk hrollvekja um vináttu og veður. Menning 31.1.2025 09:02
Margar milljónir í menninguna Hátt í hundrað verkefni hlutu styrk úr borgarsjóði á sviði menningarmála, en 225 umsóknir bárust í haust um styrki sem hljóða upp á tæplega 390 milljónir króna. Útnefning Listhóps Reykjavíkur 2025 fór fram í Iðnó í dag. Menning 30.1.2025 14:30
Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Haraldur Þorleifsson, oftast kallaður Halli og var lengi vel kenndur við Ueno, hefur sett í loftið nýtt vikulegt hlaðvarp sem ber heitið Labbitúr. Þar fer hann í göngutúr með fólki sem býr eitthvað til. Í fyrsta þætti ræðir hann við Ragnar Kjartansson. Menning 30.1.2025 13:01
Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Sérstök verkefnisstjórn, sem skipuð var af fyrrverandi ráðherra menningarmála í nóvember 2023, hefur skilað af sér tillögum um um uppbyggingu að Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Menning 29.1.2025 13:58
Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ljósmyndarar landsins flykktust á Listasafn Íslands síðastliðna helgi þar sem sýningin Nánd hversdagsins opnaði við mikið lof gesta. Það var fullt út úr dyrum og mikil stemning. Menning 29.1.2025 11:31
Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Akureyrski blaðamaðurinn og skáldið Ásgeir H. Ingólfsson er látinn 48 ára að aldri. Hann lést í nótt eftir baráttu við krabbamein. Menning 25.1.2025 12:25