Tíska og hönnun

Nálgaðist það gamla á nýjan hátt

Hönnuðurinn Erdem Moralioglu, maðurinn á bak við ERDEM, er nýjasti hönnuðurinn til að komast í það eftirsótta verkefni að vinna fatalínu með H&M. Innblásturinn kom úr ýmsum áttum við gerð línunnar, meðal annars frá flíkum sem hann klæddist sem barn og ullarpeysur línunnar eru dæmi um það.

Tíska og hönnun

Gamanið smitar frá sér

Særós Mist Hrannarsdóttir saumaði, sýndi og seldi fyrstu fatalínuna sína síðasta árið í grunnskóla. Nú býr hún, nemur og starfar í Kaupmannahöfn, meðal annars fyrir hið þekkta tískufyrirtæki Monki.

Tíska og hönnun

Smekklega „dansaralufsan“

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er dansari og danshöfundur sem stendur fyrir litlu listahátíðinni Ég býð mig fram sem fram fer í Mengi. Hún segist vera að henda sér í alls kyns hlutverk þessa dagana.

Tíska og hönnun

Sótti íslenska landsliðið í hönnun

Nú styttist í að nýjasta jólalína IKEA, eða réttara sagt vetrarlína, komi í verslanir. Það vill svo skemmtilega til að sú lína er innblásin af Íslandi og nokkrir íslenskir hönnuður lögðu sitt af mörkum við gerð línunnar.

Tíska og hönnun

Hugmyndasmiður heimilisins

Elsa Kristín Auðunsdóttir og Þórður Kárason keyptu sér hús í Garðabæ í byrjun árs. Þau hafa komið sér vel fyrir enda Elsa snillingur í að gera fínt í kringum sig og elsta dóttirin hefur erft næmt auga móður sinnar fyrir hinu fagra.

Tíska og hönnun

Tagl, toppur og túpering

Hugrún Harðardóttir hárgreiðslumeistari segir að hártískan í vetur verði fjölbreytt og skemmtileg. Túp­eraður hnakki og flatur toppur, hátt/ lágt tagl, fléttur og snoðklipping er á meðal þess sem verður í tísku.

Tíska og hönnun

Elskar alla tísku

Sólon Örn fylgist með uppáhaldstónlistarmönnunum sínum á Instagram og fær mikinn innblástur frá rappsenunni. Hann semur tónlist undir listamannsnafninu Shiny Papa.

Tíska og hönnun

Tískustraumar sem minna á árið 2000

Stílistinn Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir fer yfir hausttískuna. Hún segir jogginggalla og dragtir verða aðalmálið þennan veturinn. Sömuleiðis támjóa skó, köflóttar flíkur og góða dúnúlpu. Innvíðu buxurnar víkja þá fyrir víðari sniðum og rauður er litur vetrarins.

Tíska og hönnun

Tískuáhuginn alltaf verið til staðar

Bergur Guðnason fatahönnuður skráði sig í Listaháskólann með áhugann einan að vopni en hann hafði þá ekki snert saumavél. Hann var svo einn af þremur útskriftarnemum sem valdir voru til að sýna í Designer's Nest keppninni í Danmörku.

Tíska og hönnun

Tískufyrirmyndin Díana

Það var á þessum degi fyrir tuttugu árum sem Díana prinsessa lést í bílslysi í París. Díana var elskuð og dáð víða um heim enda lagði hún mikla vinnu í þágu góðgerðarmála. En Díana var líka tískufyrirmynd og hafði augljósleg gaman af því að klæða sig upp á.

Tíska og hönnun

Fólk mun aldrei hætta að pæla í tísku

Listrænn stjórnandi H&M, Ann-Sofie Johansson, er stödd á Íslandi vegna komu H&M til landsins. Hún hefur áhugaverðar hugmyndir um framtíð tísku og hönnun og veit fyrir víst að fólk mun aldrei hætta að spá í tískustrauma.

Tíska og hönnun

Fer eigin leiðir í förðuninni

Guðrún Sortveit förðunarfræðingur spáir því að dökkir augnskuggar og varagloss verði áberandi í haustförðuninni. Hún segir að ljósir og mattir litir séu á útleið en hárauður komi sterkur inn.

Tíska og hönnun

Laumast í fataskáp foreldranna

Ragnheiður María Benediktsdóttir, önnur tveggja hljómsveitarmeðlima RuGl, hefur gaman af því að spá í tísku liðinna ára. Síðustu tónleikar RuGl í bili verða í gróðurhúsi Norræna hússins á sunnudag.

Tíska og hönnun

„Þetta er glæný og sjúklega spennandi sérverslun“

„Við erum fimm hönnuðir og einn mynd- og hjóðlistarmaður sem komum að versluninni og við erum að selja okkar eigin hönnun ásamt því að kaupa inn vörur frá spennandi fólki um allan heim. Vörurnar sem um ræðir spanna vítt svið, sem dæmi erum við með heimilisvörur, lampa, flíkur, tímarit, plötur, ilmvötn, skartgripi og fleira spennandi.“

Tíska og hönnun

Tískan í stúkunni á Wimbledon

Wimbledon-mótið í tennis stendur þessa stundina yfir í Lundúnum og af því tilefni flykkist fólk á völlinn til að fylgjast með tennisstjörnum keppa, hvort sem það hefur áhuga á íþróttinni eða ekki. Og stjörnurnar nýta áhorfendastú

Tíska og hönnun

Sagði svo oft „akkúrat“ í símann

Nýverið var hönnunarverslunin Akkúrat opnuð í Aðalstræti og það sem vekur sérstaka athygli þeirra sem koma inn í verslunina er hversu skemmtilega búðin er innréttuð enda er rýmið prýtt dásamlegu gólfteppi svo dæmi sé tekið.

Tíska og hönnun