Útskriftarsýning fatahönnunarnema LHÍ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. september 2020 17:30 Hönnun eftir Sædísi Ýr, einn útskriftarnemenda. Aðsend mynd Sýnt verður frá útskriftarsýningu fatahönnunarnema frá Listaháskóla Íslands í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. Vegna heimsfaraldurs var brugðið á það ráð að hafa sýninguna með óhefðbundnum hætti en þetta verður blanda af myndböndum og tískusýningu. Þrír hönnuðir útskrifast frá deildinni að þessu sinni og eru það þær Birgitta Björt Björnsdóttir, Isabella Molina Lopez og Sædís Ýr Jónasdóttir. Sýningin hefst klukkan 19.30 og Eygló Margrét Lárusdóttir fatahönnuður, EYGLÓ, er kynnir, Stefán Svan fatahönnuður fer yfir línurnar og gefur hönnuðum umsögn eftir sýninguna. Sýningin nefnist Alltumlykjandi. 40 SKYNFÆRI Fjörutíu skynfæri, útskriftarsýning hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ 2020, fer fram í Gerðarsafni frá 30. ágúst til 13.september næstkomandi. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og sýningastjórar eru Anna María Bogadóttir, Atli Bollason, Linda Björg Árnadóttir og Ólöf Rut Stefánsdóttir. „Á sýningunni má sjá verk eftir nemendur sem útskrifuðust úr hönnun og arkitektúr frá Listaháskóla Íslands í júní 2020. Verkin eru lokapunkturinn á þriggja ára lærdómsferli nemenda og miðla persónulegri sýn þeirra á viðfangsefni sem snerta bæði samfélagslegan veruleika, tilfinningalíf, umhverfi og vissu og óvissu um framtíðina. Verkefnin bera hvert á sinn hátt vott um skapandi og frjóa nálgun í hönnun og arkitektúr. Öll byggja þau á samstarfi og samvinnu, þekkingarleit, tilfinningum og klókindum þar sem við sögu koma í það minnsta fjörutíu skynfæri og skynjanir, s.s. hungur, þorsti, jafnvægi, kláði, kvíði, snerting, hjartsláttur, skjálfti, hreyfing, hljóð og hiti.“ Viðburðir og leiðsagnir á sýningartíma Þriðjudagur 1. september Tískusýning fatahönnunarnema fer fram í benni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fimmtudagur 3. september Sýning fatahönnunarnema opnar (Stúdíó Gerðar, fyrstu hæð). Útgáfuhóf Mænu 2020 (Anddyri). Sunnudagur 6. september 12:00 – 13:00 Leiðsögn um sýningu fatahönnunarnema, Linda Björg Árnadóttir, sýningarstjóri námsbrautar í fatahönnun (Stúdíó Gerðar, fyrstu hæð). 13:00 – 14:00 Leiðsögn um sýningu arkitektúrnema, Anna María Bogadóttir, sýningarstjóri námsbrautar í arkitektúr (Hefst í anddyri safnsins) 14:00 – 15:00 Leiðsögn um sýningu nemenda í grafískri hönnun, Atli Bollason, sýningarstjóri námsbrautar í grafískri hönnun (Hefst í anddyri safnsins) 15:00 – 16:00 Leiðsögn um sýningu vöruhönnunarnema, Ólöf Rut Stefánsdóttir, sýningarstjóri námsbrautar í vöruhönnun (Hefst í anddyri safnsins). Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Hönnunin hér er jafn einstök og landslagið“ Hönnuðurinn Isabella Lopez er ein þeirra sem taka þátt í útskriftarsýningu fatahönnunarnema LHÍ í dag. Hún er fædd og uppalin í Kólumbíu en ást og örlögin leiddu hana til Íslands árið 2015. 1. september 2020 12:00 Innblásin af pönki og mótmælabylgjunni árið 2019 „Ég hef haft áhuga á hönnun í mjög langan tíma, frá því að ég var lítil. Ég held að ég fái það frá mömmu minni. Minn áhugi á hönnun er með margar rætur og hef ég áhuga á öllu frá tísku yfir í tónlist og innanhús hönnun,“ segir Birgitta Björt Björnsdóttir. 28. ágúst 2020 14:45 Listaháskólinn verður settur fjórum sinnum Starfsár Listaháskólans hefst á morgun og það með óhefðbundnum hætti sökum COVID-19 faraldursins. Skólinn verður settur í fjögur skipti af Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 23. ágúst 2020 22:32 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Sýnt verður frá útskriftarsýningu fatahönnunarnema frá Listaháskóla Íslands í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. Vegna heimsfaraldurs var brugðið á það ráð að hafa sýninguna með óhefðbundnum hætti en þetta verður blanda af myndböndum og tískusýningu. Þrír hönnuðir útskrifast frá deildinni að þessu sinni og eru það þær Birgitta Björt Björnsdóttir, Isabella Molina Lopez og Sædís Ýr Jónasdóttir. Sýningin hefst klukkan 19.30 og Eygló Margrét Lárusdóttir fatahönnuður, EYGLÓ, er kynnir, Stefán Svan fatahönnuður fer yfir línurnar og gefur hönnuðum umsögn eftir sýninguna. Sýningin nefnist Alltumlykjandi. 40 SKYNFÆRI Fjörutíu skynfæri, útskriftarsýning hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ 2020, fer fram í Gerðarsafni frá 30. ágúst til 13.september næstkomandi. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og sýningastjórar eru Anna María Bogadóttir, Atli Bollason, Linda Björg Árnadóttir og Ólöf Rut Stefánsdóttir. „Á sýningunni má sjá verk eftir nemendur sem útskrifuðust úr hönnun og arkitektúr frá Listaháskóla Íslands í júní 2020. Verkin eru lokapunkturinn á þriggja ára lærdómsferli nemenda og miðla persónulegri sýn þeirra á viðfangsefni sem snerta bæði samfélagslegan veruleika, tilfinningalíf, umhverfi og vissu og óvissu um framtíðina. Verkefnin bera hvert á sinn hátt vott um skapandi og frjóa nálgun í hönnun og arkitektúr. Öll byggja þau á samstarfi og samvinnu, þekkingarleit, tilfinningum og klókindum þar sem við sögu koma í það minnsta fjörutíu skynfæri og skynjanir, s.s. hungur, þorsti, jafnvægi, kláði, kvíði, snerting, hjartsláttur, skjálfti, hreyfing, hljóð og hiti.“ Viðburðir og leiðsagnir á sýningartíma Þriðjudagur 1. september Tískusýning fatahönnunarnema fer fram í benni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fimmtudagur 3. september Sýning fatahönnunarnema opnar (Stúdíó Gerðar, fyrstu hæð). Útgáfuhóf Mænu 2020 (Anddyri). Sunnudagur 6. september 12:00 – 13:00 Leiðsögn um sýningu fatahönnunarnema, Linda Björg Árnadóttir, sýningarstjóri námsbrautar í fatahönnun (Stúdíó Gerðar, fyrstu hæð). 13:00 – 14:00 Leiðsögn um sýningu arkitektúrnema, Anna María Bogadóttir, sýningarstjóri námsbrautar í arkitektúr (Hefst í anddyri safnsins) 14:00 – 15:00 Leiðsögn um sýningu nemenda í grafískri hönnun, Atli Bollason, sýningarstjóri námsbrautar í grafískri hönnun (Hefst í anddyri safnsins) 15:00 – 16:00 Leiðsögn um sýningu vöruhönnunarnema, Ólöf Rut Stefánsdóttir, sýningarstjóri námsbrautar í vöruhönnun (Hefst í anddyri safnsins).
Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Hönnunin hér er jafn einstök og landslagið“ Hönnuðurinn Isabella Lopez er ein þeirra sem taka þátt í útskriftarsýningu fatahönnunarnema LHÍ í dag. Hún er fædd og uppalin í Kólumbíu en ást og örlögin leiddu hana til Íslands árið 2015. 1. september 2020 12:00 Innblásin af pönki og mótmælabylgjunni árið 2019 „Ég hef haft áhuga á hönnun í mjög langan tíma, frá því að ég var lítil. Ég held að ég fái það frá mömmu minni. Minn áhugi á hönnun er með margar rætur og hef ég áhuga á öllu frá tísku yfir í tónlist og innanhús hönnun,“ segir Birgitta Björt Björnsdóttir. 28. ágúst 2020 14:45 Listaháskólinn verður settur fjórum sinnum Starfsár Listaháskólans hefst á morgun og það með óhefðbundnum hætti sökum COVID-19 faraldursins. Skólinn verður settur í fjögur skipti af Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 23. ágúst 2020 22:32 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Hönnunin hér er jafn einstök og landslagið“ Hönnuðurinn Isabella Lopez er ein þeirra sem taka þátt í útskriftarsýningu fatahönnunarnema LHÍ í dag. Hún er fædd og uppalin í Kólumbíu en ást og örlögin leiddu hana til Íslands árið 2015. 1. september 2020 12:00
Innblásin af pönki og mótmælabylgjunni árið 2019 „Ég hef haft áhuga á hönnun í mjög langan tíma, frá því að ég var lítil. Ég held að ég fái það frá mömmu minni. Minn áhugi á hönnun er með margar rætur og hef ég áhuga á öllu frá tísku yfir í tónlist og innanhús hönnun,“ segir Birgitta Björt Björnsdóttir. 28. ágúst 2020 14:45
Listaháskólinn verður settur fjórum sinnum Starfsár Listaháskólans hefst á morgun og það með óhefðbundnum hætti sökum COVID-19 faraldursins. Skólinn verður settur í fjögur skipti af Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 23. ágúst 2020 22:32