Tíska og hönnun

Ást við fyrstu sýn hjá ritstjóra

"Jú, þetta er frábær auglýsing," segir vöruhönnuðurinn Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir. Fyrir helgi birtist umfjöllun um Not Knot-púða Ragnheiðar á einu af vinsælustu hönnunarbloggum Bandaríkjanna, Design Milk, en daglega sjá á bilinu hálf milljón til tveggja milljóna lesenda efnið sem birtist á síðunni. Það var sjálfur ritstjóri síðunnar sem skrifaði um púðana og sagði það hafa verið ást við fyrstu sýn þegar hún rak aukun í þá. Púðana gerir Ragnheiður úr íslensku einbandi.

Tíska og hönnun

Barnvæn vinnustofa

Vala Magnúsdóttir hefur drifið óvenjulegt verkefni af stað. Ólátagarður er hönnunarverslun með barna- og barnatengda vöru sem býður auk þess upp á opna vinnustofu. Þar geta foreldrar og börn föndrað vörur sem Vala framleiðir undir heitinu Ólátagarðshönnun

Tíska og hönnun

Að fara ekki í jólaköttinn

Jólakötturinn er nýr spilastokkur eftir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuð. Spilið miðast við yngstu spilamennina og gengur út á að safna samstæðum jólasveinum og lenda ekki í jólakettinum.

Tíska og hönnun

Fyrirsætunnar Loulou de la Falaise minnst

Tískuíkonið Loulou de la Falaise lést í byrjun mánaðarins aðeins 63 ára að aldri. Falaise var músa, samstarfskona og ein besta vinkona hönnuðarins Yves Saint Laurent, sem hannaði Le Smoking-kvenjakkafötin fyrir áhrif frá henni.

Tíska og hönnun

Skreytir bæinn með jólavættum

"Ég er búinn að vera á kafi í þessu verkefni síðan í ágúst og er því jólaundirbúningurinn ansi langur hjá mér í ár,“ segir Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður en hann ætlar að sjá til þess að miðborgin fær á sig nýjan blæ í desember.

Tíska og hönnun

Kisan kveður Laugaveg

Hjónin Olivier Brémond og Þórunn Anspach hyggjast loka versluninni Kisan við Laugaveg í desember. Ætla á móti að leggja meiri rækt við verslunarrekstur í New York og opna þar aðra búð á næstu árum.

Tíska og hönnun

Í samstarf við tískurisa

Íslenska fyrirtækið Kron by Kronkron er komið í samstarf við franska tískurisann Mariu Luisu um hönnun, framleiðslu og sölu á skóm. Opnar margar dyr segir annar eigendanna, Magni Þorsteinsson.

Tíska og hönnun

Hönnun Lindu eftirsótt

Scintilla hönnun Lindu Bjargar Árnadóttur fagstjóra fatahönnunardeildar LHÍ, hefur ekki aðeins vakið athygli á Íslandi heldur einnig úti í hinum stóra heimi...

Tíska og hönnun

Selja eigin hönnun fyrir námsferð

Við vissum að það væri dýrt að fara út í starfsnám og ákváðum því að taka höndum saman og hanna töskur og boli til að selja og reyna þannig að fjármagna ferðina okkar út,“ segir Áslaug Sigurðardóttir, nemandi á fyrsta ári í fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Áslaug og bekkjarsystur hennar munu selja vörurnar á opnum degi í skólanum á morgun.

Tíska og hönnun

Meðal fremstu hönnuða

"Ég er búin að vera inni í eina og hálfa viku, en þau höfðu samband við mig í haust,“ segir Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður, en danska heimasíðan, www.muuse.com hefur valið útskriftarlínu Sigrúnar frá Kolding school of design til framleiðslu og dreifingu í Evrópu.

Tíska og hönnun

Skrautleg tíska í Peking

Tískuvikunni í Peking fyrir vor og sumar 2012 er nýlokið. Mercedes-Benz China Fashion Week, eins og hún heitir, stóð frá 24. október til 1. nóvember og kenndi þar ýmissa grasa. Fimmtíu tískufyrirtæki, rúmlega fjörutíu hönnuðir og 180 útskriftarnemar úr fatahönnun tóku þátt í vikunni.

Tíska og hönnun

E-Label snýr aftur á markað

Fyrirtækið hefur legið í dvala í smá tíma og við ákváðum þess vegna að selja það og gefa því nýtt líf,“ segir Heba Hallgrímsdóttir, fyrrverandi eigandi fatamerkisins E Label sem flestir tískusinnaðir Íslendingar ættu að kannast við.

Tíska og hönnun

Flökraði við þæfðri ull

Auður Karitas Ásgeirsdóttir, fatahönnuður og stílisti hjá ljósmyndastúdíóinu Magg, var ekkert hrifin af ull sem hráefni þegar hún var við nám. Gömul Álafossflík breytti því þó og nú er hún höfundurinn á bak við ullarflíkurnar í Geysi á Skólavörðustíg.

Tíska og hönnun

Hannar skó á hunda

Hinn litríki hönnuður Jeremy Scott hefur hannað skólínu fyrir Adidas og inniheldur hún meðal annars sérhannaða strigaskó fyrir hunda. Strigaskórnir eru hlébarðamunstraðir og reimaðir. Að auki inniheldur skólínan górillustrigaskó og hlébarðastrigaskó á okkur mannfólkið og eru þeir með litlu skotti að aftan. Hundaeigendur geta því von bráðar klæðst eins skóm og besti vinurinn. Það er annað mál hvort eitthvað af skópörunum muni seljast.

Tíska og hönnun

Tíminn í víðum skilningi

Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir sýnir í hinu virta Triennale hönnunarsafni í Mílanó á Ítalíu. Þar tekur hún, ásamt fjölda þekktra listamanna, þátt í samsýningunni O‘Clock þar sem tíminn er leiðarstefið.

Tíska og hönnun