Tónlist

Atli fær Grammy-tilnefningu

Tónlistarmaðurinn Atli Örvarsson er tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire and Saga.

Tónlist

Lyfta fólki upp með bestu plötusnúðum landsins

Stuðningsfélagið Kraftur hefur sett í loftið eigin Spotify rás þar sem helstu plötusnúðar landsins munu verða með eigin lagalista. Sóley Kristjánsdóttir, betur þekkt sem DJ Sóley, kom með þessa hugmynd en hún er sjálf búin að sigrast á krabbameini og er félagsmaður í Krafti.

Tónlist

„Að missa svona hjartans stundir er mjög erfitt“

Sycamore Tree gefur út á miðnætti í kvöld nýtt lag á helstu efnisveitum, en það er nú þegar komið í spilun á Youtube. Lagið kallast Picking fights and pulling guns og er með „kántrý“ ívafi. Þau Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir bíða spennt eftir að geta haldið tónleika saman aftur en ný plata er væntanleg frá þeim í næsta mánuði.

Tónlist

Már gefur út sína útgáfu af Heyr mína bæn og myndband með

„Þetta er ofboðslega fallegt lag en mér fannst vanta eitthvað í það, vantaði smá trukk í lagið og ég ákvað því að gera það sjálfur,“ segir tónlistarmaðurinn og sundkappinn Már Gunnarsson sem frumsýnir í dag nýja útgáfu af laginu Heyr mína bæn og myndband með hér á Vísi.

Tónlist

Ariana Grande í Hvíta húsinu

Ariana Grande frumsýndi í gær tónlistarmyndband við nýjasta lag sitt, Positions. Myndbandið var frumsýnt stuttu eftir að kappræðum Donald Trumps og Joe Biden forsetaframbjóðenda lauk.

Tónlist

Beta og Barði gefa út lag saman í fyrsta skipti

Listamennirnir Elísabet Eyþórsdóttir og Barði Jóhannsson gáfu út lag saman á miðnætti undir nafninu Redwood Moon en þau hafa unnið að verkefninu síðan í vor. Það var Ellen Kristjáns móðir Elísabetar sem kynnti parið fyrir ári síðan. 

Tónlist

Eddie Van Halen látinn

Eddie Van Halen gítarleikari hljómsveitarinnar Van Halen er látinn eftir baráttu við krabbamein. Van Halen var 65 ára gamall.

Tónlist