Viðskipti erlent

Lánin öll kosta sextán milljarða króna

Seðlabankinn áætlar að vaxtakostnaður við lánin sem tekin voru í tengslum við efnahags-áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nemi 104 milljónum evra, jafnvirði sextán milljarða króna, á ári verði þau öll nýtt. Lánin mynda gjaldeyrisforða Seðlabankans.

Viðskipti erlent

Húfa úr Trúði gæti gefið 180 milljónir af sér

Dönsk stjórnvöld gáfu nýlega sjónvarpsstöðvum leyfi til þess að nota svokallaða vöruísetningu (e. product placement) í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Vöruísetning er nokkurskonar falin auglýsing, þar sem vörumerki er sett á einhvern hlut sem er áberandi í mynd.

Viðskipti erlent

Hagkerfi í ESB að ná sér

Nýjar hagtölur af Evrusvæðinu og aðildarríkjum Evrópusambandsins eru til vitnis um að horfurnar eru góðar í Evrópu og að hagkerfi ESB eru nú mörg hver óðum að ná sér eftir fjármálakreppuna, segir Greining Íslandsbanka í nýju Morgunkorni.

Viðskipti erlent

Gullverð mun rjúka upp í hæstu hæðir

Búist er við því að verð á gulli muni ná methæðum á næsta ári. Gert er ráð fyrir því að verðið geti þá komist upp í um það bil 1500 bandaríkjadali á únsu. Hingað til hefur verðið náð hæst upp í 1266 dali. Það gerðist þann 21. júní síðastliðinn.

Viðskipti erlent

Kate Moss fatalínan lögð niður

Ofurfyrirsætan Kate Moss hefur slitið samstarfi við bresku Top Shop verslanirnar. Reglulegu samstarf þeirra, sem staðið hefur yfir í fjögur ár, lýkur með haust/vetrarlínunni, samkvæmt frétt Daily Telegraph.

Viðskipti erlent

HQ Bank tekinn til gjaldþrotaskipta í Svíþjóð

Sænski bankinn HQ Bank, sem árið 2008 keypti sænska hluta Glitnis, hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Frá þessu var greint í morgun en allar tilraunir til að halda bankanum á floti hafa mistekist. HQ bankinn er fjárfestingabanki með um 20 þúsund reikninga. Um 900 einstaklingar og fyrirtæki eiga fjárhæðir á reikningum sínum sem eru hærri en þarlendi innistæðutryggingasjóðurinn stendur skil á.

Viðskipti erlent

Sparnaður sagður bitna á fátækum

Harkalegur sparnaður á fjárlögum í Bretlandi bitnar illa á fátækum, samkvæmt úttekt IFS, óháðrar þjóðhagsrannsóknastofnunar í Bretlandi. Þetta stangast á við yfirlýsingar bresku stjórnarinnar, sem segist einmitt hafa gætt þess vel að sparnaðurinn muni ekki bitna á fátæklingum.

Viðskipti erlent

Lifandi hænur rokseljast

Verð á lifandi hænum hefur rokið upp í Bretlandi undanfarin ár. Ástæðan er aukin spurn heimila og smábænda eftir slíkum húsdýrum. „Fólk vill komast í betri tengsl við náttúruna og það eykur áhuga fólks,“ segir Shelley Sanders, sem vinnur á kjúklingabúi í Dorsetsýslu í Englandi. Hún segir við breska blaðið Daily Mail að býlið selji 300 lifandi kjúklinga á mánuði. Mögulegt væri að selja mun fleiri hænur ef býlið gæti ræktað þær.

Viðskipti erlent

Íslandsvinur stefnir Facebook og fleiri Internetrisum

Moldríki Íslandsvinurinn Paul Allen, sem er annar stofnenda Microsoft, hefur stefnt 11 Internetfyrirtækjum. Hann sakar þau um að hafa stolið Internetlausn sem að hann hafði einkaleyfi á. Á meðal þessara fyrirtækja eru Apple, Google, Facebook, Yahoo, YouTube og eBay, segir breska blaðið Daily Telegraph.

Viðskipti erlent

Vísbendingar um olíu við Grænland

Skoska olíufélagið Cairn Energy hefur uppgötvað gas í Baffinflóa við strendur Grænlands sem gæti þýtt að þar væri olíu að finna. BBC fréttastofan segir að umhverfisverndasinnar séu uggandi yfir þessum tíðindum og minni á öll ósköpin sem hafi gengið á vestanhafs vegna olíulekans í Mexíkóflóa. Grænfriðungar hafa sent mótmælaskip til Baffinflóa vegna þessa. Olíuboranir halda samt áfram frammá haustið.

Viðskipti erlent

Pakistanar ræða við AGS

Yfirvöld í Pakistan eiga nú viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um risalán vegna flóðanna sem hafa valdið gríðarlegu tjóni í landinu undanfarnar þrjár vikur. Breska ríkisútvarpið hefur eftir svæðisstjóra sjóðsins að um 11 milljarða dollara lán sé að ræða. Til samanburðar má nefna að Sameinuðu þjóðirnar hafa þegar lofað hálfum milljarði dollara til hjálparstarfs á svæðinu.

Viðskipti erlent

Kína að taka fram úr Japan

Verg landsframleiðsla í Japan á öðrum ársfjórðungi var töluvert minni en búist var við, samkvæmt tölum úr japanska stjórnkerfinu. Landsframleiðslan jókst aðeins um 0,1 prósent á fjórðungnum og tæplega hálft prósent samtals það sem af er árinu.

Viðskipti erlent

Rússar banna útflutning á korni

Yfirvöld í Rússlandi hafa bannað allan útflutning á korni til ársloka. Þetta var ákveðið í kjölfar uppskerubrets vegna skógareldanna þar í landi. Áður höfðu yfirvöld bannað útflutning á hveiti, byggi og rúgi. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að bannið kemur til með að bitna helst á íbúum Mið-Austurlanda með hærra brauðverði en þangað selja Rússar megnið af uppskeru sinni.

Viðskipti erlent