Viðskipti innlent

Eig­andinn greiddi sér hundruð milljóna í arð

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Pólóborg ehf. rekur verslanir Póló og Bláu sjoppunar.
Pólóborg ehf. rekur verslanir Póló og Bláu sjoppunar. Vísir/Vilhelm

Pólóborg ehf., sem rekur verslanir Póló og Bláu sjoppunnar, hagnaðist um tæpar fimm hundruð milljónir króna árið 2024. Eigandinn greiðir sér þrjú hundruð milljónir í arð.

Alls skilaði félagið 497 milljóna króna hagnaði árið 2024 samkvæmt umfjöllun Viðskiptablaðsins. Það var algjör viðsnúningur frá árinu áður þar sem félagið tapaði tíu milljónum króna. Samanlagður hagnaður árin 2017 til 2023 var þó 443 milljónir króna.

Eignir félagsins í lok árs 2024 voru 711 milljónir króna, þar af vörubirgðir að andvirði 413 milljónir króna. Eigið fé nam 506 milljónum króna. Stjórnin lagði því til að þrjú hundruð milljónir króna yrðu greiddar í arð.

Pólóborg ehf. er í eigu Kassaborgar ehf. sem er í eigu Sindra Þórs Jónssonar. Hann er einn í stjórn Pólóborgar ehf. og fær Sindri Þór því sjálfur milljónirnar þrjú hundruð. Snorri Guðmundsson átti áður helmingshlut á móti Sindra Þór en seldi hann árið 2024.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×