Viðskipti erlent

Nordea skilar ágætu uppgjöri

Nordea bankinn skilaði ágætu uppgjöri fyrir árið í fyrra. Hagnaður bankans fyrir skatta nam 20,8 milljörðum danskra kr. eða ríflega 490 milljörðum kr. Þetta er fimmfaldur hagnaður Danske Bank fyrir sama ár.

Viðskipti erlent

Tryggingarfélög hagnast vel á Facebook

Með tilkomu Facebook er það orðið mun léttara verk fyrir tryggingarfélög að upplýsa um tryggingarsvik. Á síðustu fjórum árum hefur tryggingarfélag sparað sér greiðslur á tryggingabótum upp á rúma þrjá milljarða með því að nýta sér upplýsingar af Facebook.

Viðskipti erlent

Toyota innkallar Prius

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hyggst síðar í vikunni innkalla rúmlega 300 þúsund bifreiðar af gerðinni Prius í Bandaríkjunum og Japan vegna bilana í hemlunarbúnaði bifreiðanna. Áður hafði fyrirtækið innkallað um átta milljónir bifreiðar víðsvegar um heiminn, þar á meðal á Íslandi, vegna bilana í bensíngjöf í sjö undirtegundum.

Viðskipti erlent

Actavis og Teva leggja fram tilboð í Ratiopharm

Actavis og Teva eru bæði búin að leggja fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Talið er að bandaríski lyfjarisinn Pfizer muni einnig leggja fram tilboð fyrir lok mánaðarins en áður hafði komið fram að Pfizer væri hætt við að reyna að kaupa Ratiopharm.

Viðskipti erlent

Kanadískt rækjustríð eykur landanir í Reykjavík

Stjórnvöld í Kanada eru nú komin í stríð við grænlenska og færeyska rækjusjómenn. Í næstu viku munu stjórnvöld loka höfnum á austurströnd Kanada fyrir rækjuskipum þessara þjóða. Það hefur aftur þær afleiðingar að landanir færeyska rækjuskipa flytjast að hluta til Reykjavíkur.

Viðskipti erlent

Óttinn er kominn aftur, rautt í öllum kauphöllum

Hinn þekkti fjárfestir Bill Gross segir að óttinn sé kominn aftur á fjármálamarkaði heimsins. Þetta sjáist best á því að rauðar tölur eru nú í nær öllum kauphöllum heimsins. Markaðurinn á Wall Street endaði í mínus í gærkvöldi, Asíumarkaðirnir upplifðu stærsta fall sitt á síðustu mánuðum í nótt og vísitölur lækka í öllum kauphöllum Evrópu í dag.

Viðskipti erlent

Gott uppgjör hjá Deutsche Bank

Deutsche Bank skilaði góðu uppgjöri á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Hagnaður eftir skatta nam 1.3 milljarði evra eða um 230 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að Deutsche Bank skilaði tapi upp á 4,8 milljarða evra á sama tímbili árið 2008.

Viðskipti erlent

Uppgjör Danske Bank veldur vonbrigðum

Danske Bank náði hagnaði upp á 1,7 milljarða danskra kr. eða um 40 milljörðum kr. eftir skatta í fyrra. Uppgjörið fyrir árið sem bankinn birti í morgun veldur vonbrigðum þótt að hagnaður bankans aukist nokkuð frá hryllingsárinu 2008 þegar hann nam einum milljarði danskra kr.

Viðskipti erlent

Hver starfsmaður hjá Skagen fær 21 milljón í bónus

Hver einasti starfsmaður norska félagsins Skagen AS mun fá minnst eina milljón norskra kr. eða ríflega 21 milljón kr. í bónus fyrir síðasta ár. Skagen AS rekur þrjá hlutabréfa og verðbréfasjóði og gekk þeim það vel að hagnaður eftir skatta á síðasta ári nam 582 milljónum norskra kr. eða um 12 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Rússar slógust um Picasso málverk á uppboði

Rússneskir kaupendur slógust um málverk eftir Picasso á uppboði hjá Christie´s í London í vikunni. Hin ákafa barátta um verkið, sem er Tete de Femme frá árinu 1963, olli því að það var slegið á 8,1 milljón punda eða nokkuð yfir 1,6 milljarða kr.

Viðskipti erlent

Brynvörðum peningaflutningabíl breytt í lúxuslimmósínu

Neyðin kennir naktri konu að spinna segir máltækið og það á vel við um eigendur fyrirtækis í Dallas Texas sem sérhæfir sig í flutningum á peningum milli staða í brynvörðum bílum. Viðskiptin hafa dalað mikið í kreppunni og því greip fyrirtækið til þess ráð að breyta bílum sínum í lúxuslimmósínur fyrir hina frægu og ríku.

Viðskipti erlent