Viðskipti erlent

Danske Bank: Kreppunni er lokið í Danmörku

Hagfræðideild Danske Bank telur að kreppunni sé lokið í Danmörku. Deildin býst við miklum hagvexti í alþjóðlega hagkerfinu næstu sex til níu mánuði. Í Danmörku gerir deildin ráð fyrir töluverðum hagvexti á næstu ársfjórðungum.

Viðskipti erlent

Obama beitir sér gegn kínverskum dekkjum

Ráðamenn í Washington tilkynntu í gær um hækkun tolla á innflutt dekk frá Kína. Fá dæmi eru fyrir því að Bandaríkjamenn beiti fyrir sér sérstökum verndartollum til að vernda innlendra framleiðslu gegn kínverskri samkeppni.

Viðskipti erlent

Lufthansa: Flugliðar í þjóðbúninga og leðurhosur

Þýska flugfélagið Lufthansa ætlar að halda upp á Októberhátíðina í 30.000 fetum. Í tilefni hennar munu flugliðar Lufthansa kasta búningum sínum og klæðast í þess stað suðurbæverska þjóðbúningum „dirndl" eða leðurhosum eftir því hvers kyns flugliðarnir eru.

Viðskipti erlent

Auðugustu Danirnir hafa tapað 4.000 milljörðum

Fimmtíu auðugustu fjölskyldur og einstaklingar í Danmörku hafa tapað tæpum 170 milljörðum danskra kr. eða um 4.000 milljörðum kr. á einu ári. Verst hefur árið verið fyrir Mærsk fjölskylduna sem hefur tapað hátt í þriðjungi heildarupphæðarinnar.

Viðskipti erlent

Klámhundur selur svikin kreditkort á netinu

Vefsíðan MitMaster í Danmörku býður upp á Mastercard kreditkort með heimild upp á 600.000 kr. og þarf aðeins að greiða rúmar 20.000 kr. fyrir herlegheitin. En síðan er svik og þekktir svikahrappar standa á bakvið hana, þar á meðal klámmyndaframleiðandi sem áður hefur komist í sviðsljós danskra fjölmiðla.

Viðskipti erlent

Viðskiptafélagi Exista í lögreglurannsókn á Bretlandi

Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á Bretlandi (Serious Fraud Office) hefur hafið rannsókn á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista tæplega 30% hlut saman í JJB Sports.

Viðskipti erlent

Atvinnurekendur í Evrópu aðeins hóflega bjartsýnir

Þrátt fyrir að vísbendingar séu farnar að sjást í Evrópu um að kreppunni þar kunni brátt að ljúka eru evrópskir atvinnurekendur aðeins hóflega bjartsýnir á framtíðina. Áætlað er að efnahagur landa ESB dragist saman að meðaltali um 3,9% á þessu ári og hagvöxtur verði aðeins 0,7% á því næsta.

Viðskipti erlent

House of Fraser skilar góðum hagnaði

Tískuvöruverslunarkeðjan House of Fraser skilaði góðum hagnaði á fyrri helmingi ársins eða 16% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Þá hefur keðjan náð að minnka skuldir sínar á tímabilinu um 21 milljón punda eða ríflega 4 milljarða kr.

Viðskipti erlent

Danskir bankar fyrir utan FIH fá högg frá Moody's

Lánshæfisfyrirtækið Moody' s lækkaði lánshæfiseinkunnir og mat á fjárhagslegum styrk til lengri tíma hjá fjölda af dönskum bönkum í morgun. Athygli vekur að FIH bankinn, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, heldur sinni einkunn í Baa3 með stöðugum langtímahorfum.

Viðskipti erlent

KPMG hættir störfum fyrir dótturfélag Baugs í Danmörku

Endurskoðendafyrirtækið KPMG hefur hætt störfum fyrir BG Denmark, dótturfélag Baugs þar í landi, skömmu áður en birta á ársreikninga félagsins. Viðskiptablaðið Börsen greinir frá þessu í dag og segir jafnframt að þetta dótturfélag geti orðið bitbein í uppgjörinu á þrotabúi Baugs.

Viðskipti erlent

Cadbury hafnar risatilboði frá Kraft

Breski sælgætisframleiðandinn Cadbury hefur hafnað risavöxnu yfirtilboði bandaríska matvælarisans Kraft. Kraft var tilbúið að leggja 10,2 milljarða punda eða vel yfir 2000 milljarða kr. á borðið en stjórn Cadbury sagði nei takk.

Viðskipti erlent

Stórt tap á Nýja Sjálandi vegna hruns íslensku bankanna

Það fer að verða vandfundið land í heiminum sem ekki hefur orðið fyrir barðinu á hruni íslensku bankanna s.l. haust. Nú er ljóst að um 1.600 aðilar sem fjárfestu í Credit Sails á Nýja Sjálandi hafa tapað yfir 90 milljónum dollara eða um 11,5 milljörðum kr. Tapið má að mestu rekja til íslensku bankanna.

Viðskipti erlent

Evrópuleiðtogar vilja reglur gegn risabónusum í bönkunum

Leiðtogar Evrópubandalagsins vilja setja nýjar og strangari reglur til að draga úr risabónusgreiðslum til starfsmanna bankanna innan ESB og víðar. Þau Angela Merkel kanslari Þýsklands, Nicolas Sarkozy forseti Frakkalands og Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands standa saman um alþjóðlegar aðgerðir sem eiga að minnka þessar greiðslur.

Viðskipti erlent