Viðskipti erlent Northern Rock tapar stórt Breski bankinn Northern Rock sem þjóðnýttur var á síðasta ári hefur birt uppgjör sitt fyrir fyrstu sex mánuði ársins og er gert ráð fyrir að tap bankans nemi um 724 milljónum punda, eða ríflega 153 milljörðum íslenskra króna. Þetta var tilkynnt í morgun um leið of stjórnendur bankans lýstu því yfir að útlán bankans muni dragast meira saman á árinu en áður hafði verið áætlað. Viðskipti erlent 4.8.2009 08:31 Bandaríkjadalur féll í dag Gengi bandarísks dals féll í dag og hefur ekki verið lægra gagnvart evru, pundi og öðrum gjaldmiðlum síðan síðastliðið haust. Ástæðan er sú að víða bárust vísbendingar í dag um að hagkerfið væri að taka við sér, eftir því sem fram kemur á vef Associated Press. Viðskipti erlent 3.8.2009 17:41 Barclays og HSBC högnuðust um 3 milljarða punda Bresku bankarnir Barclays og HSBC skiluðu milljarða punda, tæplega 640 milljarða króna, hagnaði á fyrri helmingi ársins, samkvæmt árshlutauppgjöri sem birt var í dag. Hvorugur þessara banka þurfti opinbera aðstoð þegar að lausafjárkreppan skall hvað harðast á bankakerfinu. Viðskipti erlent 3.8.2009 11:05 Mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu í áratug Atvinnuleysi í evrulöndunum sextán hefur ekki verið meira í áratug, en það teygði sig í 9,4 prósent í júnímánuði. Viðskipti erlent 2.8.2009 19:46 Lánveitingar breskra banka í kastljósinu Kastljós bæði fjölmiðla og almennings í Bretlandi mun beinast að lánveitingum fjögurra stærstu banka landsins í næstu viku þegar þeir skila hálfsársuppgjöri, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Viðskipti erlent 2.8.2009 16:42 Nissan með nýjan rafbíl á viðráðanlegu verði Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur nú svipt hulunni af fyrsta rafbílnum sem framleiddur er undir merkjum fyrirtækisins. Viðskipti erlent 2.8.2009 14:25 Bretar segjast ekki hafa beitt AGS þrýstingi Bretar neituðu í gær að hafa beitt Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þrýstingi vegna Icesave, að því er fram kemur í fréttaskýringu í breska viðskiptablaðinu Financial Times. Viðskipti erlent 1.8.2009 11:12 Landstjóri Guernsey á leið til Íslands að ræða Landsbankamál Lyndon Trott landstjóri eyjarinnar Guernsey er væntanlegur til Íslands í næstu viku til að ræða við stjórnvöld um málefni innistæðueigenda í útibúi Landsbankans á eyjunni. Viðskipti erlent 31.7.2009 09:05 Líklegt að Noregur verði fyrst iðnríkja til að hækka stýrivexti Seðlabanki Noregs gæti orðið fyrsti seðlabanki iðnríkjanna að hefja hækkun stýrivaxta eftir niðursveifluna sem riðið hefur yfir heimsbyggðina, vegna merkja um bata og aukinn verðbólguþrýsting. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar. Viðskipti erlent 31.7.2009 08:34 Sjælsö breytir lánum til Property Group í eignarhluta Eitt af atriðunum við endurskipulagningu á Property Group í Danmörku er að Sjælsö Gruppen hefur ákveðið að breyta lánum til Property Group yfir í eignarhluta. Um er að ræða 300 milljónir danskra kr. eða um 7,3 milljarða kr. Viðskipti erlent 30.7.2009 14:26 Vilja setja Kaupmannahöfn undir stjórn skilanefndar Meirihluti er nú fyrir því á danska þinginu að setja höfuðborg landsins, Kaupmannahöfn, undir sérstaka stjórn skilanefndar. Yrði nefndin annað hvort á vegum innanríkisráðuneytisins eða samtaka sveitarfélaga í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni e24.no. Viðskipti erlent 30.7.2009 09:20 Lánatregða evrópskra banka kemur yfirvöldum í vandræði Evrópskir bankar hafa haldið áfram að herða útlánaskilyrði og eru því enn tregir til að lána viðskiptavinum sínum sem gerir yfirvöldum erfitt fyrir í tilraunum sínum til að snúa við þróun efnahagsmála, en þau hafa útvegað bönkunum mikið af ódýru lausafé til að lána viðskiptavinum sínum. Viðskipti erlent 30.7.2009 08:14 AGS: Fordæmislausar ráðstafanir til hjálpar fátækum ríkjum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur til með að gera fordæmislausar ráðstafanir til að hjálpa fátækum ríkjum að takast á við samdrátt efnahagslífsins, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Viðskipti erlent 29.7.2009 20:00 Demantar eru ennþá bestu vinir kvenna Kreppa eða ekki, hin sígilda kenning um að demantar séu bestu vinir kvenna stenst tímans tönn. Þetta leiðir ný könnun í ljós sem greint er frá á vefsíðunni e24.no. Viðskipti erlent 29.7.2009 13:43 Ríkissjóður Dana hagnast um 840 milljarða á bankaaðstoð Ríkissjóður Danmerkur mun hagnast um 35 milljarða danskra kr. eða um 840 milljarða kr. á aðstoð sinni við banka landsins s.l. vetur. Um var að ræða svokallaða Bankpakke I og II. Viðskipti erlent 29.7.2009 10:07 Fyrrum fasteignasali ráðinn sem norn í fjölskyldugarð Það var fasteignasalinn fyrrverandi Carole Bonhanan sem hlaut starf sem norn í fjölskyldugarðinum Wookey Hole í Englandi. Viðskipti erlent 29.7.2009 09:30 Millibankavextir undir 0,5% í fyrsta sinn Vextir sem bankar greiða þegar þeir lána hver öðrum fjármagn, betur þekktir sem LIBOR-vextir (London Interbank Offering Rate), fóru niður fyrir 0,5% í gær ef miðað er við þriggja mánaða LIBOR vexti í Bandaríkjadölum, en þetta ku vera í fyrsta skipti sem það gerist. Viðskipti erlent 29.7.2009 08:10 Lengsta tímabil stöðugra hækkana á álverðinu í 22 ár Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka á markaðinum í London, ellefta daginn í röð. Þetta er lengsta tímabil stöðugra hækkana á álverðinu undanfarin 22 ár að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Viðskipti erlent 28.7.2009 14:35 Kaupþing eignast veitingahús Roberts Tchenguiz Skilanefnd Kaupþings hefur eignast meirihlutann í Bay Restaurant Group sem aftur á veitingahúsakeðjurnar La Tasca og Slug and Lettuce. Keðjurnar voru áður í eigu auðmannsins Roberts Tchenguiz. Viðskipti erlent 28.7.2009 13:32 Látlausar hækkanir á helstu hlutabréfamörkuðum ytra Hlutabréf á helstu mörkuðum úti hafa nú hækkað látlaust í verði á aðra viku og hefur annað eins ekki sést um langa hríð. Í Bandaríkjunum hafa helstu hlutabréfavísitölur hækkað samfellt undanfarna 12 daga. Viðskipti erlent 28.7.2009 11:59 U2 hagnast um 50 milljarða á tónleikaferð Rokksveitin U2 er nú á tónleikaferð um heiminn og þess er vænst að yfir þrjár milljónir manna muni mæta á tónleika þeirra. Áætlað er að hagnaður U2 af förinni verði um 50 milljarðar kr. Viðskipti erlent 28.7.2009 11:23 Aukin kreditkortavanskil í Evrópu - mest í Bretlandi Evrópskir lánveitendur undirbúa sig um þessar mundir fyrir aukin kreditkortavanskil en bandarískir bankar hafa nú þegar tapað verulegum fjárhæðum á slíkum vanskilum. Viðskipti erlent 28.7.2009 10:06 Yfir hálfri milljón kreditkortanúmera var stolið Hafir þú átt kreditkortaviðskipti við netverslanir í Bandaríkjunum frá því 12. mars og fram til 8. júní í ár borgar sig að fylgjast vel með færslum á kortinu þínu. Viðskipti erlent 28.7.2009 09:43 Mesta verðlækkun á fasteignum í Danmörku í 50 ár Tore Damgaard Stramer hagfræðingur hjá Danska Bank segir að verðlækkun á fasteignum milli ársin í fyrra og í ár muni verða sú mesta á undanförnum 50 árum í Danmörku. Viðskipti erlent 28.7.2009 08:46 Uppgjör Deutche Bank yfir væntingum Þýski stórbankinn Deutsche Bank skilaði mjög góðu uppgjöri á öðrum ársfjórðungi, töluvert yfir væntingum sérfræðinga. Hagnaður bankans á tímabilinu nam 1,1 milljarði evra eða rúmlega 180 milljörðum kr. Viðskipti erlent 28.7.2009 08:30 Erfitt fram undan hjá Ryanair þrátt fyrir hagnað Ryanair jók hagnað sinn um hvorki meira né minna en 550 prósent milli ársfjórðunga sem verður að teljast þokkalegt miðað við árferði. Michael O'Leary, forstjóri félagsins, þakkar hagnaðinn lægra eldsneytisverði og fjölgun farþega. Viðskipti erlent 28.7.2009 08:29 Umdeildur prófessor varar við fjárhagshruni 2010 Hinn umdeildi spænski hagfræðiprófessor Santiago Niño Becerra segir í nýútkominni bók sinni að fjármálakreppan komist fyrst í gang á næsta ári og að afleiðingarnar verði hrottalegar. Hann varar við algeru fjárhagshruni árið 2010. Viðskipti erlent 27.7.2009 14:22 Fasteignaverð á Spáni í frjálsu falli Fasteignaverð á Spáni er í frjálsu falli þessa stundina og sérfræðingar reikna með að fasteignamarkaðurinn þar sé í hættu á að hrynja saman með allt að 30% lækkun frá því að verðið náði toppnum árið 2007. Viðskipti erlent 27.7.2009 12:35 Stærsta bankagjaldþrot Bandaríkjanna í ár er framundan Stærsta bankagjaldþrot í Bandaríkjunum í ár er framundan. Um er að ræða bankann Guaranty Financial Group sem er næststærsta lánastofnunin í Texas. Viðskipti erlent 27.7.2009 10:09 Heimsmarkaðsverð á áli yfir 1.800 dollara á tonnið Heimsmarkaðsverð á áli er komið í 1.811 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. Hefur verðið ekki verið hærra frá því í fyrrahaust. Staðgreiðsluverðið er í 1.798 dollurum. Viðskipti erlent 27.7.2009 08:45 « ‹ 295 296 297 298 299 300 301 302 303 … 334 ›
Northern Rock tapar stórt Breski bankinn Northern Rock sem þjóðnýttur var á síðasta ári hefur birt uppgjör sitt fyrir fyrstu sex mánuði ársins og er gert ráð fyrir að tap bankans nemi um 724 milljónum punda, eða ríflega 153 milljörðum íslenskra króna. Þetta var tilkynnt í morgun um leið of stjórnendur bankans lýstu því yfir að útlán bankans muni dragast meira saman á árinu en áður hafði verið áætlað. Viðskipti erlent 4.8.2009 08:31
Bandaríkjadalur féll í dag Gengi bandarísks dals féll í dag og hefur ekki verið lægra gagnvart evru, pundi og öðrum gjaldmiðlum síðan síðastliðið haust. Ástæðan er sú að víða bárust vísbendingar í dag um að hagkerfið væri að taka við sér, eftir því sem fram kemur á vef Associated Press. Viðskipti erlent 3.8.2009 17:41
Barclays og HSBC högnuðust um 3 milljarða punda Bresku bankarnir Barclays og HSBC skiluðu milljarða punda, tæplega 640 milljarða króna, hagnaði á fyrri helmingi ársins, samkvæmt árshlutauppgjöri sem birt var í dag. Hvorugur þessara banka þurfti opinbera aðstoð þegar að lausafjárkreppan skall hvað harðast á bankakerfinu. Viðskipti erlent 3.8.2009 11:05
Mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu í áratug Atvinnuleysi í evrulöndunum sextán hefur ekki verið meira í áratug, en það teygði sig í 9,4 prósent í júnímánuði. Viðskipti erlent 2.8.2009 19:46
Lánveitingar breskra banka í kastljósinu Kastljós bæði fjölmiðla og almennings í Bretlandi mun beinast að lánveitingum fjögurra stærstu banka landsins í næstu viku þegar þeir skila hálfsársuppgjöri, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Viðskipti erlent 2.8.2009 16:42
Nissan með nýjan rafbíl á viðráðanlegu verði Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur nú svipt hulunni af fyrsta rafbílnum sem framleiddur er undir merkjum fyrirtækisins. Viðskipti erlent 2.8.2009 14:25
Bretar segjast ekki hafa beitt AGS þrýstingi Bretar neituðu í gær að hafa beitt Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þrýstingi vegna Icesave, að því er fram kemur í fréttaskýringu í breska viðskiptablaðinu Financial Times. Viðskipti erlent 1.8.2009 11:12
Landstjóri Guernsey á leið til Íslands að ræða Landsbankamál Lyndon Trott landstjóri eyjarinnar Guernsey er væntanlegur til Íslands í næstu viku til að ræða við stjórnvöld um málefni innistæðueigenda í útibúi Landsbankans á eyjunni. Viðskipti erlent 31.7.2009 09:05
Líklegt að Noregur verði fyrst iðnríkja til að hækka stýrivexti Seðlabanki Noregs gæti orðið fyrsti seðlabanki iðnríkjanna að hefja hækkun stýrivaxta eftir niðursveifluna sem riðið hefur yfir heimsbyggðina, vegna merkja um bata og aukinn verðbólguþrýsting. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar. Viðskipti erlent 31.7.2009 08:34
Sjælsö breytir lánum til Property Group í eignarhluta Eitt af atriðunum við endurskipulagningu á Property Group í Danmörku er að Sjælsö Gruppen hefur ákveðið að breyta lánum til Property Group yfir í eignarhluta. Um er að ræða 300 milljónir danskra kr. eða um 7,3 milljarða kr. Viðskipti erlent 30.7.2009 14:26
Vilja setja Kaupmannahöfn undir stjórn skilanefndar Meirihluti er nú fyrir því á danska þinginu að setja höfuðborg landsins, Kaupmannahöfn, undir sérstaka stjórn skilanefndar. Yrði nefndin annað hvort á vegum innanríkisráðuneytisins eða samtaka sveitarfélaga í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni e24.no. Viðskipti erlent 30.7.2009 09:20
Lánatregða evrópskra banka kemur yfirvöldum í vandræði Evrópskir bankar hafa haldið áfram að herða útlánaskilyrði og eru því enn tregir til að lána viðskiptavinum sínum sem gerir yfirvöldum erfitt fyrir í tilraunum sínum til að snúa við þróun efnahagsmála, en þau hafa útvegað bönkunum mikið af ódýru lausafé til að lána viðskiptavinum sínum. Viðskipti erlent 30.7.2009 08:14
AGS: Fordæmislausar ráðstafanir til hjálpar fátækum ríkjum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur til með að gera fordæmislausar ráðstafanir til að hjálpa fátækum ríkjum að takast á við samdrátt efnahagslífsins, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Viðskipti erlent 29.7.2009 20:00
Demantar eru ennþá bestu vinir kvenna Kreppa eða ekki, hin sígilda kenning um að demantar séu bestu vinir kvenna stenst tímans tönn. Þetta leiðir ný könnun í ljós sem greint er frá á vefsíðunni e24.no. Viðskipti erlent 29.7.2009 13:43
Ríkissjóður Dana hagnast um 840 milljarða á bankaaðstoð Ríkissjóður Danmerkur mun hagnast um 35 milljarða danskra kr. eða um 840 milljarða kr. á aðstoð sinni við banka landsins s.l. vetur. Um var að ræða svokallaða Bankpakke I og II. Viðskipti erlent 29.7.2009 10:07
Fyrrum fasteignasali ráðinn sem norn í fjölskyldugarð Það var fasteignasalinn fyrrverandi Carole Bonhanan sem hlaut starf sem norn í fjölskyldugarðinum Wookey Hole í Englandi. Viðskipti erlent 29.7.2009 09:30
Millibankavextir undir 0,5% í fyrsta sinn Vextir sem bankar greiða þegar þeir lána hver öðrum fjármagn, betur þekktir sem LIBOR-vextir (London Interbank Offering Rate), fóru niður fyrir 0,5% í gær ef miðað er við þriggja mánaða LIBOR vexti í Bandaríkjadölum, en þetta ku vera í fyrsta skipti sem það gerist. Viðskipti erlent 29.7.2009 08:10
Lengsta tímabil stöðugra hækkana á álverðinu í 22 ár Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka á markaðinum í London, ellefta daginn í röð. Þetta er lengsta tímabil stöðugra hækkana á álverðinu undanfarin 22 ár að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Viðskipti erlent 28.7.2009 14:35
Kaupþing eignast veitingahús Roberts Tchenguiz Skilanefnd Kaupþings hefur eignast meirihlutann í Bay Restaurant Group sem aftur á veitingahúsakeðjurnar La Tasca og Slug and Lettuce. Keðjurnar voru áður í eigu auðmannsins Roberts Tchenguiz. Viðskipti erlent 28.7.2009 13:32
Látlausar hækkanir á helstu hlutabréfamörkuðum ytra Hlutabréf á helstu mörkuðum úti hafa nú hækkað látlaust í verði á aðra viku og hefur annað eins ekki sést um langa hríð. Í Bandaríkjunum hafa helstu hlutabréfavísitölur hækkað samfellt undanfarna 12 daga. Viðskipti erlent 28.7.2009 11:59
U2 hagnast um 50 milljarða á tónleikaferð Rokksveitin U2 er nú á tónleikaferð um heiminn og þess er vænst að yfir þrjár milljónir manna muni mæta á tónleika þeirra. Áætlað er að hagnaður U2 af förinni verði um 50 milljarðar kr. Viðskipti erlent 28.7.2009 11:23
Aukin kreditkortavanskil í Evrópu - mest í Bretlandi Evrópskir lánveitendur undirbúa sig um þessar mundir fyrir aukin kreditkortavanskil en bandarískir bankar hafa nú þegar tapað verulegum fjárhæðum á slíkum vanskilum. Viðskipti erlent 28.7.2009 10:06
Yfir hálfri milljón kreditkortanúmera var stolið Hafir þú átt kreditkortaviðskipti við netverslanir í Bandaríkjunum frá því 12. mars og fram til 8. júní í ár borgar sig að fylgjast vel með færslum á kortinu þínu. Viðskipti erlent 28.7.2009 09:43
Mesta verðlækkun á fasteignum í Danmörku í 50 ár Tore Damgaard Stramer hagfræðingur hjá Danska Bank segir að verðlækkun á fasteignum milli ársin í fyrra og í ár muni verða sú mesta á undanförnum 50 árum í Danmörku. Viðskipti erlent 28.7.2009 08:46
Uppgjör Deutche Bank yfir væntingum Þýski stórbankinn Deutsche Bank skilaði mjög góðu uppgjöri á öðrum ársfjórðungi, töluvert yfir væntingum sérfræðinga. Hagnaður bankans á tímabilinu nam 1,1 milljarði evra eða rúmlega 180 milljörðum kr. Viðskipti erlent 28.7.2009 08:30
Erfitt fram undan hjá Ryanair þrátt fyrir hagnað Ryanair jók hagnað sinn um hvorki meira né minna en 550 prósent milli ársfjórðunga sem verður að teljast þokkalegt miðað við árferði. Michael O'Leary, forstjóri félagsins, þakkar hagnaðinn lægra eldsneytisverði og fjölgun farþega. Viðskipti erlent 28.7.2009 08:29
Umdeildur prófessor varar við fjárhagshruni 2010 Hinn umdeildi spænski hagfræðiprófessor Santiago Niño Becerra segir í nýútkominni bók sinni að fjármálakreppan komist fyrst í gang á næsta ári og að afleiðingarnar verði hrottalegar. Hann varar við algeru fjárhagshruni árið 2010. Viðskipti erlent 27.7.2009 14:22
Fasteignaverð á Spáni í frjálsu falli Fasteignaverð á Spáni er í frjálsu falli þessa stundina og sérfræðingar reikna með að fasteignamarkaðurinn þar sé í hættu á að hrynja saman með allt að 30% lækkun frá því að verðið náði toppnum árið 2007. Viðskipti erlent 27.7.2009 12:35
Stærsta bankagjaldþrot Bandaríkjanna í ár er framundan Stærsta bankagjaldþrot í Bandaríkjunum í ár er framundan. Um er að ræða bankann Guaranty Financial Group sem er næststærsta lánastofnunin í Texas. Viðskipti erlent 27.7.2009 10:09
Heimsmarkaðsverð á áli yfir 1.800 dollara á tonnið Heimsmarkaðsverð á áli er komið í 1.811 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. Hefur verðið ekki verið hærra frá því í fyrrahaust. Staðgreiðsluverðið er í 1.798 dollurum. Viðskipti erlent 27.7.2009 08:45