Viðskipti erlent

Málaferli gegn breska ríkinu vegna taps á íslensku bönkunum
Góðgerðarfélög í Bretlandi ætla í mál gegn breska ríkinu vegna ákvörðunar breskra stjórnvalda um að félögin muni ekki fá bætt fjárhagslegt tap sitt af hruni íslensku bankanna s.l. haust.

Soros segir að versta kreppan heyri nú sögunni til
Ofurfjárfestirinn George Soros segir að það versta í fjármálakreppu heimsins sé nú að baki. Þetta kom fram í viðtali við hann á pólsku fréttastöðinni TVN24. Hann hvatti jafnframt til þess að alþjóðlegar reglur yrðu samdar til að hafa eftirlit með mörkuðum heimsins.

Innbrotsþjófar nýta sér Facebook
Eitt af stærstu öryggisfyrirtækjum heimsins, G4S, hefur gefið út aðvörun um að innbrotsþjófar nýti sér nú Facebook í auknum mæli. Því eigi notendur Facebook ekki að fjalla um það á vefsíðunni hvenær þeir ætli að taka sér frí eða hvenær þeir verði að heiman.

Skattaskuldir Dana vaxa hratt
Skattaskuldir Dana, bæði til ríkissjóðs og sveitarfélaga, vaxa nú hratt og eru komnar í tæpa 29 milljarða danskra kr. eða tæplega 700 milljarðar kr. Þetta samsvarar því að hver Dani skuldi skattinum að meðaltali um 130.000 kr.

Hæstu bónusgreiðslur í 140 ára sögu Goldman Sachs
Starfsfólk fjárfestingarbankans Goldman Sachs sér fram á að í ár fái það hæstu launabónusgreiðslur í 140 ára sögu bankans. Og það er fjármálakreppan sem gerir þetta að verkum, merkilegt nokk.

Dolce & Gabbana lækkar vöruverð sín um 10-20%
Ítalska lúxustískuhúsið Dolce & Gabbana hefur ákveðið að lækka verðin á vörum sínum um 10-20%. Er þetta gert til að mæta samdrættinum sem orðið hefur hjá tískuhúsinu í fjármálakreppunni.

600 verkamenn reknir eftir verkfall
Fleiri en sex hundruð verkamenn við olíuhreinsunarstöð í norðurhluta Englands hefur verið sagt upp eftir að hafa gengið út og farið í verkfall á fimmtudag. Total, fyrirtækið sem á stöðina, segir verkfallsaðgerðirnar hafa verið ólöglegar.

Mörg Evrópulönd brjóta reglur ESB vegna skulda
Mörg Evrópulönd brjóta nú reglur ESB vegna mikilla opinberra skulda sinna en skuldirnar eru komnar langt fram úr þeim hámörkum sem gilda samkvæmt reglugerðarverki ESB.

Samkomulag Sviss og BNA: Slakað á bankaleynd
Bandaríkin og Sviss hafa nú gert með sér tvíhliða samkomulag um upplýsingagjöf banka vegna grunaðra skattsvikara. Samkomulagið verður formlega undirritað á næstu mánuðum. Sviss heldur þar með áfram að slaka á bankaleynd í landinu.

Tchenguiz ætlar að safna 400 milljörðum
Fasteignajöfurinn Vincent Tchenguiz, bróðir Robert Tchenguiz, stærsta lántakenda Kaupþings, ætlar að safna 400 milljörðum með skuldabréfaútgáfu á næstu misserum. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag.

Bresk þingnefnd gagnrýnir stjórnvöld fyrir Íslandsklúður
Fjármálanefnd breska þingsins gaf út álit sitt í dag á meðhöndlun bresku stjórnarinnar á íslenska bankahruninu s.l. haust. Þingnefndin gagnrýnir stjórnvöld fyrir það hvernig haldið var á málinu af þeirra hálfu, einkum frystingu á eignum íslensku bankanna og beitingu hryðjuverkalöggjafar Bretlands.

ABC News: Hvernig íslensku útrásarvíkingarnir strönduðu
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC mun fjalla ítarlega í kvöld um það hvernig íslensku útrásarvíkingarnir sigldu í strand. Umfjöllunin verður í hinum þekkta fréttaþætti „20/20" og þar verður m.a. rætt við Ólaf Arnarson höfund bókarinnar „Sofandi að feigðarósi" og Bubba Morthens.

Seðlabanki Sviss vill herða reglur, óttast íslenskt hrun
Seðlabanki Sviss (SNB) vill herða reglur um starfssemi stærstu banka landsins og jafnframt fá völd til að grípa inn í rekstur þeirra með afgerandi hætti. Að sögn Reuters er þetta tilkomið vegna ótta SNB um að bankakerfi landsins hrynji eins og gerðist á Íslandi s.l. haust.

Þrír svindlarar reyndu að selja Ritz hótelið í London
Þrír Bretar hafa verið ákærðir fyrir tilraun til fjársvika en þeir reyndu að selja áhugasömum fjárfestum hið þekkta Ritz hótel í London fyrir 200 milljónir punda eða rúmlega 40 milljarða kr.

Magasin du Nord opnar netverslun í haust
Danska stórverslunin Magasin du Nord ætlar að opna netverslun í október og að sögn blaðsins Politiken mun markhópurinn einkum verða ungar konur en þær notast mikið við netið í innkaupum sínum í Danmörku.

Eva Joly hraunar yfir SAS fyrir Cayman-viðskipti
Fjárglæfrabaninn Eva Joly er í sviðsljósi fjölmiðla í Noregi þessa stundina en hún hefur gagnrýnt SAS flugfélagið harðlega fyrir að hafa leigt 16 flugvélar af óþekktum aðila í skattaparadísinni Cayman eyjum.

Þrefalt kjaftshögg skall á breskt efnahagslíf í dag
Segja má að breskt efnahagslíf hafi orðið fyrir þreföldu kjaftshöggi í dag þegar birtar voru lykiltölur um hagstærðir, að því er kemur fram í frétt frá fréttastofunni Direkt.

Frönsk Bourgogne vín verða ódýr í ár
Vínunnendur með smekk fyrir vínum framleiddum úr Chardonnay Pinot Noir berjum frá miðhluta Frakklands eiga góðar fréttir í vændum. Allt útlit er fyrir að Bourgogne vínin í ár verði mun ódýrari en þau hafa verið um langt skeið.

Niðurskurði mótmælt
Búist er við að mörg þúsund manns taki þátt í mótmælum í Riga dag vegna niðurskurði hins opinbera í Lettlandi. Laun opinberra starfsmanna lækka í sumum tilfellum mögulega um helming svo tryggja megi neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu til bjarga efnahag Lettlands.

Tölvuþrjótar í Úkraníu ráðast á danska netbanka
Tveir hópar tölvuþrjóta, sem staðsettir eru í Úkraníu, hafa undanfarna daga staðið fyrir árásum á danska netbanka. Ekkert bendir til þess að hóparnir starfi saman en markmið beggja er hið sama, að stela lykilorðum þeirra sem stunda bankastúss sitt heiman frá í gengum heimilistölvuna.

Gull selt eins og gosdrykkir úr sjálfsölum í Þýskalandi
Þjóðverjar geta brátt keypt sér gull eins og gosdrykki úr þar til gerðum sjálfsölum sem komið verður upp á 500 stöðum í landinu, þar á meðal járnbrautarstöðvum og flugvöllum.

Listaverkasafn Morten Lund komið á uppboð
Nú stendur yfir uppboð á listaverkasafni Morten Lund sem áður keypti fríblaðið Nyhedsavisen af Íslendingum og fór með það endanlega á hausinn. Í framhaldi af gjaldþroti blaðsins var Morten lýstur persónulega gjaldþrota í janúar s.l.

Vafri Opera Software verður vefþjónn
Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software kynnti í gær fyrstu prufuútgáfu af nýrri tækni sem gerir netverjum kleift að breyta einkatölvum sínum og farsímum í netþjóna í gegnum vafrann.

Reyndu að smygla 17.000 milljörðum til Sviss
Tveir Japanir voru nýlega gripnir á járnbrautarstöð á landamærum Ítalíu og Sviss með bandarísk ríkisskuldabréf upp á 134 milljarða dollara falin í töskum sínum. Upphæðin nemur 17.000 milljörðum kr. en mennirnir voru á leið til Sviss með töskurnar.

Sérfræðingar gáttaðir á álmarkaðinum
Sérfræðingar eru gáttaðir á þeirri stöðu sem nú er á álmarkaðinum. Heimsbirgðir aukast stöðugt og eru komnar í sögulegt hámark en verð á áli heldur áfram að hækka.

House of Fraser með tilkynningu vegna lánasamninga
Breska verslunarkeðjan House of Fraser hefur sent frá sér tilkynningu vegna orðróms um að keðjan uppfylli ekki lengur lánasamninga við viðskiptabanka sína. Segir þar að ekkert sé hæft í þessum orðrómi en hann hefur orðið til þess að margir telja yfirtöku Debenhams á keðjunni yfirvofandi.

Norski olíusjóðurinn orðinn 46.000 milljarðar að stærð
Norski olíusjóðurinn sló met í maí mánuði en þá nam stærð hans yfir 2.300 milljörðum norskra kr. eða um 46.000 milljörðum kr.

Milljarðamæringurinn sem keypti Ronaldo og Kaka
Forseti Real Madrid, hinn 62 ára gamli Florentino Perez er númer 394 í röðinni um auðugustu menn heimsins. En hann má ekki nota milljarðana sína fyrir Real Madrid. Kannski verður slíkt alls ekki nauðsynlegt.

Gjaldþrot Landic kostar danska banka tugi milljarða
Talið er að gjaldþrot þriggja dótturfélaga Landic Property í Danmörku muni kosta nokkra danska banka tugi milljarða kr. Þetta kemur fram í frétt í Berlingske Tidende í morgun undir fyrirsögninni „Fasteignafélög í milljarðagjaldþrotum".

Hlutabréfaverð í Noregi hækkar
Úrvalsvísitala Óslóarkauphallarinnar í Noregi hefur hækkað um 37 prósent frá áramótum. Og það þrátt fyrir að hægt hafi á hjólum atvinnulífsins þar, líkt og annars staðar í heiminum.