Viðskipti erlent

Asíubréf hækka áfram

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu halda enn áfram að hækka og í morgun voru það bréf banka og námafyrirtækja sem mest stökk tóku. Ákvörðun bandaríska seðlabankans, sem kynnt var í gær, um að kaupa skuldabréf fyrir um þúsund milljarða dollara, meðal annars húsnæðisveðbréf, vakti bjartsýni meðal fjárfesta í Bandaríkjunum sem teygði sig til markaða víða um heim.

Viðskipti erlent

Hlutabréf í Rio Tinto lækka um 9% vegna óvissu

Hlutabréf í álrisanum Rio Tinto hafa fallið um tæp 9% í morgun vegna óvissu um 19,5 milljarða dollara aðkomu kínverska félagsins Chinalco í eigendahóp Rio Tinto. Talið er að áströlsk stjórnvöld ætli sér að koma í veg fyrir kaup Kínverjanna. Rio Tinto er eigandi álversins í Straumsvík.

Viðskipti erlent

Seðlabanki Japans kaupir fleiri skuldabréf

Hlutabréf á asískum mörkuðum halda áfram að hækka í verði og hafa nú gert það fjóra daga í röð. Mest varð hækkunin hjá fjármálafyrirtækjum í morgun eftir að seðlabanki Japans lýsti því yfir að hann hygðist halda áfram að kaupa ríkisskuldabréf af viðskiptabönkunum til að glæða útlánastarfsemi þeirra.

Viðskipti erlent

Írar munu kjósa Róm fremur en Reykjavík

„Margir stjórnmálaspekingar segja að næsti valkostur Írlands muni verða Róm eða Reykjavík,“ segir Brian Lenihan fjármálaráðherra Írlands í samtali við Bloomberg-fréttaveituna. „Flestir munu greiða Róm atkvæði sitt.“

Viðskipti erlent

Bréf í Asíu hækkuðu þriðja daginn í röð

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði þriðja viðskiptadaginn í röð sem er lengsta samfellda hækkunartímabil í sjö vikur. Bréf nokkurra banka hafa hækkað þar sem lækkaður útlánakostnaður þeirra hefur bætt afkomutölur með þeim hætti að síður þarf að afskrifa skuldir þegar lántakendur hafa betri tök á að standa í skilum.

Viðskipti erlent

Asíubréf hækkuðu

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og voru það bréf hátæknifyrirtækja og bílaframleiðenda sem hækkuðu mest. Japanski Mitsubishi-bankinn hækkaði um sex prósent og bréf bílaframleiðandans Mazda hækkuðu um tæplega 10 prósent en Japanar hafa nú á ný öðlast bjartsýni á að bílasala þeirra á erlendri grundu aukist.

Viðskipti erlent

Olíuríkin draga ekki úr framleiðslu

Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, ætla ekki að minnka olíubirgðir og ná þannig fram hækkun á heimsmarkaði. Þess í stað verður lögð áhersla á að koma í veg fyrir að aðildarríki samtakanna framleiði olíu umfram kvóta.

Viðskipti erlent

AIG dregur úr bónusgreiðslum

Bandaríska trygginga- og fjárfestingafélagið AIG Investments hefur ákveðið að draga úr bónusgreiðslum til starfsmanna. Greiðslur til lykilstjórnenda verða lækkaðar um 30%. Þetta kemur fram í bréfi sem Edward Liddy, stjórnarformaður AIG, skrifaði Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent