Viðskipti erlent

Bílasala í Bandaríkjunum dróst saman um 40 prósent

Bílasala í Bandaríkjunum dróst saman um liðlega 40 prósent í síðasta mánuði og þarf að fara 28 ár aftur í tímann til að finna álíka sölutölur. Óseldir bílar hrannast upp hjá bílaverksmiðjunum, sem sjá ekki fram á að salan glæðist fyrr en seint í haust, í fyrsta lagi.

Viðskipti erlent

Enn lækka markaðir á Wall Street

Hlutabréfavísitölur á Wall Street sveifluðust mjög mikið í dag enda hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum ekki getað sannfært fjárfesta um að efnahagslífið sé á réttri leið. Svo fór þó að við lokun markaða lækkaði Dow Jones vísitalan um 0,55%, S&P lækkaði um 0,64% og Nasdaq lækkaði um 0,14%.

Viðskipti erlent

Sjælsö Gruppen skilaði 4 milljörðum í hagnað

Fasteignafélagið Sjælsö Gruppen skilaði 205 milljónum danskra kr. hagnaði fyrir skatt á síðasta ári eða um 4 milljörðum kr.. Björgólfur Thor Björgólfson á 30% í Sjælsö Gruppen ásamt bræðrunum Torben og Ib Rönje í gegnum félagið SG Nord Holding.

Viðskipti erlent

Stofnandi Keops vill kaupa eignir af Landic Property

Ole Vagner stofnandi Keops fasteignafélagsins vill nú kaupa aftur þær Keops eignir sem seldar voru til Landic Property fyrir um tveimur árum síðan. Um er að ræða eignir í Svíþjóð sem metnar eru á yfir sjö milljarða danskra kr. eða sem nemur um 149 milljörðum kr..

Viðskipti erlent

HSBC-bankinn lækkaði um 18 prósent

Hlutabréf á asískum mörkuðum féllu í verði í morgun og varð lækkunin langmest hjá HSBC-bankanum en bréf hans lækkuðu um heil 18 prósent á markaði í Hong Kong eftir að bankinn tilkynnti að hann myndi selja töluvert magn hlutabréfa. Eins lækkuðu japönsk fyrirtæki mörg hver og greindi fréttavefur Bloomberg frá því í morgun að fyrir hver fjögur fyrirtæki, sem hækkuðu í verði í Asíuvísitölu Morgan Stanley, hafi fimm lækkað.

Viðskipti erlent

Lækkun á Asíubréfum

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun og lækkuðu bréf Mitsubishi-bankans í Japan um 6,8 prósent. Þá gerði lækkandi olíu- og málmverð það að verkum að bréf námufyrirtækisins Billington lækkuðu um 3,1 prósent í Sydney í Ástralíu.

Viðskipti erlent

Segja West Ham selt í vikunni

Í sunnudagsútgáfu breska blaðsins Daily Mirror segir að knattspyrnuliðið West Ham sé á leið til fjárfesta frá Asíu fyrir 90 milljónir punda. Þar segir að fjárfestarnir séu við það að ná samningum við Björgólf Guðmundsson sem er núverandi eigandi félagsins. Þar er jafnvel talað um að samningar gætu verið í höfn í vikunni.

Viðskipti erlent

Kaupþing mun eignast 90% hlut í Mosaic Fashion

Tískuvöruverslanakeðjan Mosaic Fashion sem er í 49% eigu Baugs er á leið í greiðslustöðvun. Félagið mun þó að öllum líkindum fara í endurskipulagningu á fjórum aðal vörumerkjum sínum, Oasis, Warehouse, Coast og Karen Millen. Það er breska blaðið Times sem greinir frá þessu í morgun.

Viðskipti erlent

Hörmungar á mörkuðum í Bandaríkjunum

Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu í dag og er ástæðan talin vera ótti fjárfesta við að ríkið taki yfir stærri hluta í Citigroup en þegar hefur verið gert. Helstu hlutabréfavísitölurnar hafa ekki verið lægri í 12 ár.

Viðskipti erlent

Öll Norðurlöndin, nema Noregur, komin í kreppu

Öll Norðurlöndin, nema Noregur, eru nú komin í kreppu og það af dýpri gerðinni. Einna verst er ástandið í Svíþjóð, ef Ísland er undanskilið, en landsframleiðslan þar á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hefur ekki minnkað jafnmikið síðan skráning hennar hófst.

Viðskipti erlent

Facebook aftur undir árás frá tölvuþrjótum

Í annað sinn á einni viku hafa tölvuþrjótar látið til skarar skríða gegn Facebook notendum. Í þetta sinn er árásin þannig að notandi fær skilaboð um að „vinur“ hans hafi kært hann fyrir að brjóta gegn notendareglum vefsíðunnar.

Viðskipti erlent

Asíubréf á uppleið

Hlutabréf hækkuðu í verði á mörkuðum í Asíu í morgun og reis Nikkei-vísitalan í Japan um 1,5 prósent. Fréttir af líklegu samkomulagi milli bandaríska bankarisans Citigroup og þarlendra stjórnvalda, um enn frekari neyðaraðstoð bankanum til handa, eru taldar líklegasta orsök hækkunarinnar en japanskir útflytjendur á borð við Toyota treysta mjög á Bandaríkjamarkað þar sem stór hluti framleiðslunnar er seldur.

Viðskipti erlent