Viðskipti erlent

Mál Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum þingfest í dag

Mál Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum verður þingfest í dag fyrir dómstóli (High Court) í London. Lögmenn Kaupþings munu leggja fram ákæruskjal þar sem breska stjórnin er ásökuð um að hafa ekki farið að lögum þegar hún neyddi Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi í þrot þann 8. október s.l..

Viðskipti erlent

Kreppir að hjá auðkýfingi

Fjármálakreppan kom illa við skoska auðkýfinginn Sir Tom Hunter á nýliðnu ári. Hunter, sem gjarnan er kallaður ríkasti maður Skotlands og stefnir að því að gefa einn milljarð punda,

Viðskipti erlent

Belgíska stjórnin samþykkir Kaupþingssjóð

Ríkisstjórn Belgíu samþykkti í dag að stofna sérstakan tryggingarsjóð fyrir innistæðueigendur hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Munu belgísk stjórnvöld veita 75 til 100 milljónum evra eða allt að tæplega 17 milljörðum kr. til sjóðsins.

Viðskipti erlent

Salan hjá Debenhams minnkaði um 3,3%

Salan hjá verslanakeðjunni Debenhams, sem er að hluta til í eigu Baugs, minnkaði um 3,3% á síðasta ársfjórðungi ársins 2008. Þá tilkynnti verslankeðjan Next að salan hjá þeim hefði minnkað um 7% á síðustu sex mánuðum.

Viðskipti erlent

Japönsk hátæknifyrirtæki rjúka upp

Um helmingur asískra hlutabréfavísitalna sýndi hækkun í morgun, þó ekki alltaf mikla. Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um tæplega hálft prósentustig en hátæknifyrirtæki eiga mestu hækkanir dagsins, til að mynda hækkuðu bréf Samsung-fyrirtækisins um tæplega 4,5 prósentustig.

Viðskipti erlent

Olíverð hækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og er nú komið upp í 48 dollara á tunnuna. Það er hækkun um hátt í tíu dollara á skömmum tíma. Ástæðan er meðal annars sögð óróinn í Mið-Austurlöndum og ótryggt ástand í Nígeríu, þar sem uppreisnarmenn sprengdu upp olíuleiðslu um helgina.

Viðskipti erlent

Hlutabréf í Carnegie hafa fimmfaldast í verði

Hlutabréf í sænska bankanum Carnegie fimmfölduðust í verði yfir áramótin. Við lok markaðarins á föstudag voru hlutirnir seldir á 1,25 kr. sænskar en fyrir áramót er HQ Direct hóf viðskipti með hlutina utanmarkaðar þann 29. desember var verð þeirra 25 aurar sænskir.

Viðskipti erlent

Rafmagnsbíll Mitsubishi á íslenskum þjóðvegum

Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi ætlar að gera íslendingum kleift að keyra MiEV rafmagnsbílinn sinn fyrstir allra í komandi framtíð. Þannig ætlar bílaframleiðandinn að hjálpa íslendingum að ná takmarki sínu um að vera lausir við jarðefnaeldsneyti árið 2050.

Viðskipti erlent

Forbes segir eignir Björgólfs engar

Björgólfur Guðmundsson situr í fjórða sæti á lista Forbes viðskiptatímaritsins yfir þá sem tapað hafa mest á árinu. Eignir hans voru metnar á 1,1 milljarð badaríkjadala í mars á síðasta ári en eignir hans nú eru sagðar núll.

Viðskipti erlent

Markaðir í Evrópu byrja vel á nýju ári

Evrópsk hlutabréf hækkuðu víðast hvar í verði á fyrsta viðskiptadegi ársins. FTSEurofirst 300 vísitalan sem nær yfir alla Evrópu hækkaði um 2,6 prósent í dag en hún hafði fallið um heil 44 prósent árið 2008. Helsta skýring þessa er hækkandi verð á fyrirtækjum í orkugeiranum og félög á borð við BP, Shell og Total fóru upp um 4,2 og 5,1.

Viðskipti erlent

400 gætu misst vinnuna hjá Bakkavör

Bakkavör hefur uppi áform um að endurskipuleggja rekstur sinn í Lincolnshire á Englandi þar sem félagið rekur þrjú matvælaframleiðslufyrirtæki. Um 400 manns gætu misst vinnuna að því er segir í frétt BBC um málið.

Viðskipti erlent