Viðskipti erlent Google kynnti langlokusíma, gervigreind og fleira Forsvarsmenn Google kynntu í gær fyrsta langlokusíma fyrirtækisins, nýjan Pixel síma og sömuleiðis nýja spjaldtölvu. Þá var kynnt nýtt Android stýrikerfi sem notað er í fjölmörgum snjallsímum og spjaldtölvum í heiminum. Kynning fyrirtækisins í gær snerist þar að auki að miklu leyti um gervigreind og spjallþjarka eins og Bard. Viðskipti erlent 11.5.2023 16:02 Ítalir uggandi vegna hærra verðs á pasta Ríkisstjórn Ítalíu boðaði í vikunni til neyðarfundar vegna hás pastaverðs. Verð pasta, sem er gífurlega vinsælt á diskum Ítala, var í mars 17,5 prósentum hærra en það var ári áður, þrátt fyrir að verðlag hefði einungis hækkað um 8,1 prósent á sama tímabili og verð hveitis hefði lækkað. Viðskipti erlent 11.5.2023 15:12 Sænsk flugvélaleiga kaupir fjörutíu rafmagnsflugvélar Sænska flugvélaleigan Rockton hefur samið um kaup á allt að fjörutíu rafmagnsflugvélum af gerðinni ES-30 frá sænska flugvélaframleiðandanum Heart Aerospace. Með samningnum breytti Rocton fyrri viljayfirlýsingu í skuldbindandi kaupsamning um tuttugu flugvélar og um kauprétt á tuttugu flugvélum til viðbótar. Viðskipti erlent 10.5.2023 13:31 Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. Viðskipti erlent 9.5.2023 21:38 Hætti hjá Google til að vara við hættu af gervigreind Frumkvöðull í gervigreind segist hafa sagt starfi sínu hjá tæknirisanum Google lausu til þess að geta tjáð sig óheft um þær hættur sem hann telur að fylgi tækninni. Hann segist hafa gert sér grein fyrir að tölvur gætu orðið greindari en menn mun fyrr en hann taldi. Viðskipti erlent 2.5.2023 11:55 JPMorgan taka yfir First Republic-bankann Búið er að selja bandaríska bankann First Republic til annars banka, JPMorgan, eftir að bankinn fór í greiðslustöðvun. Tekur JPMorgan nú við öllum eignum og skuldum First Republic. Viðskipti erlent 1.5.2023 09:45 Verðlækkun matvæla á mörkuðum skilar sér ekki á diskana Verð á korni, grænmetisolíu, mjólkurvörum og öðrum landbúnaðarvörum hefur lækkað töluvert á mörkuðum á undanförnum mánuðum. Sú lækkun hefur þó lítið skilað sér á matardiska fólks um heiminn allan. Viðskipti erlent 27.4.2023 16:58 Prentvélar elsta dagblaðs í heimi þagna Elsta starfandi dagblað í heimi hættir að koma út á prenti eftir atkvæðagreiðslu á austurríska þinginu í dag. Blaðið hefur komið út frá árinu 1703 og sagði meðal annars frá uppgangi Mozarts og endalokum keisaraveldis Habsborgara. Viðskipti erlent 27.4.2023 14:07 Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 27.4.2023 09:15 Bretar hafna stærsta samruna leikjaiðnaðarins Samkeppniseftirlit Bretlands hefur ákveðið að meina bandaríska tæknifyritækinu Microsoft að festa kaup á leikjarisanum Activision Blizzard fyrir 69 milljarða Bandaríkjadollara. Ákvörðunin er áfall fyrir forsvarsmenn fyrirtækisins sem hyggjast áfrýja. Viðskipti erlent 26.4.2023 11:50 Lentu samkomulagi um losun frá flugsamgöngum Ráðherraráð Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um nýjar reglur til þess að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum í nótt. Íslensk stjórnvöld krefjast undanþága frá reglunum. Viðskipti erlent 26.4.2023 11:38 Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. Viðskipti erlent 24.4.2023 11:03 Bed Bath & Beyond gjaldþrota Verslunarkeðjan Bed Bath & Beyond hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Mun öllum verslunum þeirra vera lokað á næstu vikum. Verða allar eignir félagsins seldar á næstu vikum. Viðskipti erlent 24.4.2023 06:39 Hrökklast frá vegna ofsafenginna viðbragða við trans áhrifavaldi Yfirmaður markaðsmála fyrir bandarísku bjórtegundina Bud light, er farinn í leyfi eftir að samstarf fyrirtækisins við trans áhrifavald vakti ofsafengin viðbrögð íhaldsmanna. Reiðir hægrimenn ákváðu að sniðganga vörur framleiðandans. Viðskipti erlent 23.4.2023 15:02 Stjörnur ósáttar við að vera bendlaðar við Twitter-áskrift Samfélagsmiðillinn Twitter heldur áfram að krukka í hvernig hann útdeilir staðfestingamerkjum til notenda sinna. Heimsþekktir einstaklingar sem misstu merkið eftir nýlegar breytingar fengu það skyndilega til baka. Þeir eru ekki allir sáttir þar sem Twitter gefur ranglega í skyn að þeir hafi greitt fyrir þjónustuna. Viðskipti erlent 23.4.2023 10:07 Olíusjóðurinn vill ekki gera olíufélag loftslagsvænna Norski olíusjóðurinn ætlar að greiða atkvæði gegn ályktun um að breska olíufélagið BP setji sér metnaðarfyllri loftslagsmarkmið á hluthafafundi í næstu viku. Hópurinn sem stendur að ályktuninni segir sjóðinn ekki framfylgja eigin fjárfestingastefnu. Viðskipti erlent 22.4.2023 11:05 Fræga fólkið ekki lengur auðkennt á Twitter Einungis þeir sem eru áskrifendur að Twitter Blue eru nú með bláa staðfestingarmerkið merkið á samfélagsmiðlinum. Í gær misstu stærstu stjörnur heims, til að mynda Cristiano Ronaldo, Justin Bieber og Kim Kardashian merkið sitt. Viðskipti erlent 21.4.2023 07:38 Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. Viðskipti erlent 16.4.2023 23:00 Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. Viðskipti erlent 12.4.2023 23:50 Tupperware á barmi gjaldþrots Hlutabréf í Tupperware, sem er hvað þekktast fyrir að framleiða samnefnd ílát, hríðféllu í upphafi vikunnar. Fyrirtækið segist nú vera á barmi gjaldþrots. Hvort það nái að lifa af fari eftir því hvort það fái meira fjármagn og hversu hratt það gerist. Viðskipti erlent 11.4.2023 23:53 Stofnandi Theranos kemst ekki hjá fangelsisvist Alríkisdómstóll í Kaliforníu hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna heilbrigðistæknifyrirtækisins Theranos, um lausn gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir fjársvik. Viðskipti erlent 11.4.2023 19:53 Twitter ekki lengur til sem hlutafélag Twitter er ekki lengur til sem sjálfstætt hlutafélag eftir samruna þess við skúffufyrirtækið X Corp. Breytingin hefur vakið vangaveltur um framtíð samfélagsmiðilsins og hvað Elon Musk ætlar sér með hann. Viðskipti erlent 11.4.2023 14:20 Virgin Orbit stefndi á geiminn en lenti á hausnum Geimferðarfyrirtækið Virgin Orbit í eigu breska auðkýfingsins Richards Barnason óskaði eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum í gær. Eldflaugarskot fyrirtækisins misheppnaðist fyrr á þessu ári og það hefur átt í erfiðleikum með að fjármagna frekari tilraunir. Viðskipti erlent 4.4.2023 12:20 Endurnýja tryggingar á Nordstream-gasleiðslunni Tvö stór þýsk tryggingafélög endurnýjuðu tryggingu á Nordstream 1-gasleiðslunni sem skemmdarverk voru unnin á í haust. Það er sagt benda til þess að ekki hafi verið útilokað að leiðslan verði tekin aftur í notkun einhvern daginn. Viðskipti erlent 4.4.2023 11:49 Musk skiptir Twitter-fuglinum út fyrir Doge-hundinn Elon Musk hefur skipt Twitter-fuglinum Larry út fyrir Doge-hundinn Kabosu. Hundurinn er ein frægasta skopmynd heims og stendur Musk nú í málaferlum vegna rafmyntar sem notast við sömu mynd af hundinum, Dogecoin. Viðskipti erlent 4.4.2023 10:11 Gera ekki lengur greinarmun á áskrifendum og þekktum notendum Samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa dregið í land með fyrirhugaðar breytingar á staðfestingarmerkjum á síðunni. Til stóð að svipta þekkta notendur og stofnanir merkinu um mánaðamótin en það virðist að mestu ekki hafa gerst. Þess í stað er ekki lengur hægt að greina á milli þekktra notenda og þeirra sem greiddu áskrift til þess að fá merkið. Viðskipti erlent 3.4.2023 11:57 ChatGPT bannað á Ítalíu Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Viðskipti erlent 31.3.2023 16:54 SBF ákærður fyrir að reyna að múta kínverskum stjórnvöldum Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, er sagður ætla að lýsa sig saklausan af ákæru um að hann hafi brotið bandarísk kosningalög og mútað kínverskum yfirvöldum. Hann hefur þegar lýst sig saklausan af ákærum um stórfelld fjársvik. Viðskipti erlent 30.3.2023 11:53 Frumkóða Twitter lekið á netið Hluta af frumkóða Twitter var lekið á netið nýverið og leikur grunur á að þar hafi verið á ferðinni fyrrverandi starfsmaður sem auðjöfurinn Elon Musk rak. Kóðinn var birtur á GitHub en fjarlægður þaðan þegar lögmenn Twitter sendu forsvarsmönnum síðunnar bréf. Viðskipti erlent 27.3.2023 12:21 Lohan og fleiri stjörnur látnar borga fyrir rafmyntarauglýsingar Leikkonan Lindsay Lohan og rapparinn Akon eru á meðal nokkurra stjarna sem gerðu sátt við bandaríska verðbréfaeftirlitið vegna ásakana um að þær hafi auglýst fjárfestingar í rafmyntum án þess að upplýsa að þær fengju greitt fyrir það. Þær þurfa að greiða tugi þúsunda dollara hver. Viðskipti erlent 23.3.2023 08:58 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 334 ›
Google kynnti langlokusíma, gervigreind og fleira Forsvarsmenn Google kynntu í gær fyrsta langlokusíma fyrirtækisins, nýjan Pixel síma og sömuleiðis nýja spjaldtölvu. Þá var kynnt nýtt Android stýrikerfi sem notað er í fjölmörgum snjallsímum og spjaldtölvum í heiminum. Kynning fyrirtækisins í gær snerist þar að auki að miklu leyti um gervigreind og spjallþjarka eins og Bard. Viðskipti erlent 11.5.2023 16:02
Ítalir uggandi vegna hærra verðs á pasta Ríkisstjórn Ítalíu boðaði í vikunni til neyðarfundar vegna hás pastaverðs. Verð pasta, sem er gífurlega vinsælt á diskum Ítala, var í mars 17,5 prósentum hærra en það var ári áður, þrátt fyrir að verðlag hefði einungis hækkað um 8,1 prósent á sama tímabili og verð hveitis hefði lækkað. Viðskipti erlent 11.5.2023 15:12
Sænsk flugvélaleiga kaupir fjörutíu rafmagnsflugvélar Sænska flugvélaleigan Rockton hefur samið um kaup á allt að fjörutíu rafmagnsflugvélum af gerðinni ES-30 frá sænska flugvélaframleiðandanum Heart Aerospace. Með samningnum breytti Rocton fyrri viljayfirlýsingu í skuldbindandi kaupsamning um tuttugu flugvélar og um kauprétt á tuttugu flugvélum til viðbótar. Viðskipti erlent 10.5.2023 13:31
Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. Viðskipti erlent 9.5.2023 21:38
Hætti hjá Google til að vara við hættu af gervigreind Frumkvöðull í gervigreind segist hafa sagt starfi sínu hjá tæknirisanum Google lausu til þess að geta tjáð sig óheft um þær hættur sem hann telur að fylgi tækninni. Hann segist hafa gert sér grein fyrir að tölvur gætu orðið greindari en menn mun fyrr en hann taldi. Viðskipti erlent 2.5.2023 11:55
JPMorgan taka yfir First Republic-bankann Búið er að selja bandaríska bankann First Republic til annars banka, JPMorgan, eftir að bankinn fór í greiðslustöðvun. Tekur JPMorgan nú við öllum eignum og skuldum First Republic. Viðskipti erlent 1.5.2023 09:45
Verðlækkun matvæla á mörkuðum skilar sér ekki á diskana Verð á korni, grænmetisolíu, mjólkurvörum og öðrum landbúnaðarvörum hefur lækkað töluvert á mörkuðum á undanförnum mánuðum. Sú lækkun hefur þó lítið skilað sér á matardiska fólks um heiminn allan. Viðskipti erlent 27.4.2023 16:58
Prentvélar elsta dagblaðs í heimi þagna Elsta starfandi dagblað í heimi hættir að koma út á prenti eftir atkvæðagreiðslu á austurríska þinginu í dag. Blaðið hefur komið út frá árinu 1703 og sagði meðal annars frá uppgangi Mozarts og endalokum keisaraveldis Habsborgara. Viðskipti erlent 27.4.2023 14:07
Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 27.4.2023 09:15
Bretar hafna stærsta samruna leikjaiðnaðarins Samkeppniseftirlit Bretlands hefur ákveðið að meina bandaríska tæknifyritækinu Microsoft að festa kaup á leikjarisanum Activision Blizzard fyrir 69 milljarða Bandaríkjadollara. Ákvörðunin er áfall fyrir forsvarsmenn fyrirtækisins sem hyggjast áfrýja. Viðskipti erlent 26.4.2023 11:50
Lentu samkomulagi um losun frá flugsamgöngum Ráðherraráð Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um nýjar reglur til þess að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum í nótt. Íslensk stjórnvöld krefjast undanþága frá reglunum. Viðskipti erlent 26.4.2023 11:38
Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. Viðskipti erlent 24.4.2023 11:03
Bed Bath & Beyond gjaldþrota Verslunarkeðjan Bed Bath & Beyond hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Mun öllum verslunum þeirra vera lokað á næstu vikum. Verða allar eignir félagsins seldar á næstu vikum. Viðskipti erlent 24.4.2023 06:39
Hrökklast frá vegna ofsafenginna viðbragða við trans áhrifavaldi Yfirmaður markaðsmála fyrir bandarísku bjórtegundina Bud light, er farinn í leyfi eftir að samstarf fyrirtækisins við trans áhrifavald vakti ofsafengin viðbrögð íhaldsmanna. Reiðir hægrimenn ákváðu að sniðganga vörur framleiðandans. Viðskipti erlent 23.4.2023 15:02
Stjörnur ósáttar við að vera bendlaðar við Twitter-áskrift Samfélagsmiðillinn Twitter heldur áfram að krukka í hvernig hann útdeilir staðfestingamerkjum til notenda sinna. Heimsþekktir einstaklingar sem misstu merkið eftir nýlegar breytingar fengu það skyndilega til baka. Þeir eru ekki allir sáttir þar sem Twitter gefur ranglega í skyn að þeir hafi greitt fyrir þjónustuna. Viðskipti erlent 23.4.2023 10:07
Olíusjóðurinn vill ekki gera olíufélag loftslagsvænna Norski olíusjóðurinn ætlar að greiða atkvæði gegn ályktun um að breska olíufélagið BP setji sér metnaðarfyllri loftslagsmarkmið á hluthafafundi í næstu viku. Hópurinn sem stendur að ályktuninni segir sjóðinn ekki framfylgja eigin fjárfestingastefnu. Viðskipti erlent 22.4.2023 11:05
Fræga fólkið ekki lengur auðkennt á Twitter Einungis þeir sem eru áskrifendur að Twitter Blue eru nú með bláa staðfestingarmerkið merkið á samfélagsmiðlinum. Í gær misstu stærstu stjörnur heims, til að mynda Cristiano Ronaldo, Justin Bieber og Kim Kardashian merkið sitt. Viðskipti erlent 21.4.2023 07:38
Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. Viðskipti erlent 16.4.2023 23:00
Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. Viðskipti erlent 12.4.2023 23:50
Tupperware á barmi gjaldþrots Hlutabréf í Tupperware, sem er hvað þekktast fyrir að framleiða samnefnd ílát, hríðféllu í upphafi vikunnar. Fyrirtækið segist nú vera á barmi gjaldþrots. Hvort það nái að lifa af fari eftir því hvort það fái meira fjármagn og hversu hratt það gerist. Viðskipti erlent 11.4.2023 23:53
Stofnandi Theranos kemst ekki hjá fangelsisvist Alríkisdómstóll í Kaliforníu hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna heilbrigðistæknifyrirtækisins Theranos, um lausn gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir fjársvik. Viðskipti erlent 11.4.2023 19:53
Twitter ekki lengur til sem hlutafélag Twitter er ekki lengur til sem sjálfstætt hlutafélag eftir samruna þess við skúffufyrirtækið X Corp. Breytingin hefur vakið vangaveltur um framtíð samfélagsmiðilsins og hvað Elon Musk ætlar sér með hann. Viðskipti erlent 11.4.2023 14:20
Virgin Orbit stefndi á geiminn en lenti á hausnum Geimferðarfyrirtækið Virgin Orbit í eigu breska auðkýfingsins Richards Barnason óskaði eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum í gær. Eldflaugarskot fyrirtækisins misheppnaðist fyrr á þessu ári og það hefur átt í erfiðleikum með að fjármagna frekari tilraunir. Viðskipti erlent 4.4.2023 12:20
Endurnýja tryggingar á Nordstream-gasleiðslunni Tvö stór þýsk tryggingafélög endurnýjuðu tryggingu á Nordstream 1-gasleiðslunni sem skemmdarverk voru unnin á í haust. Það er sagt benda til þess að ekki hafi verið útilokað að leiðslan verði tekin aftur í notkun einhvern daginn. Viðskipti erlent 4.4.2023 11:49
Musk skiptir Twitter-fuglinum út fyrir Doge-hundinn Elon Musk hefur skipt Twitter-fuglinum Larry út fyrir Doge-hundinn Kabosu. Hundurinn er ein frægasta skopmynd heims og stendur Musk nú í málaferlum vegna rafmyntar sem notast við sömu mynd af hundinum, Dogecoin. Viðskipti erlent 4.4.2023 10:11
Gera ekki lengur greinarmun á áskrifendum og þekktum notendum Samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa dregið í land með fyrirhugaðar breytingar á staðfestingarmerkjum á síðunni. Til stóð að svipta þekkta notendur og stofnanir merkinu um mánaðamótin en það virðist að mestu ekki hafa gerst. Þess í stað er ekki lengur hægt að greina á milli þekktra notenda og þeirra sem greiddu áskrift til þess að fá merkið. Viðskipti erlent 3.4.2023 11:57
ChatGPT bannað á Ítalíu Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Viðskipti erlent 31.3.2023 16:54
SBF ákærður fyrir að reyna að múta kínverskum stjórnvöldum Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, er sagður ætla að lýsa sig saklausan af ákæru um að hann hafi brotið bandarísk kosningalög og mútað kínverskum yfirvöldum. Hann hefur þegar lýst sig saklausan af ákærum um stórfelld fjársvik. Viðskipti erlent 30.3.2023 11:53
Frumkóða Twitter lekið á netið Hluta af frumkóða Twitter var lekið á netið nýverið og leikur grunur á að þar hafi verið á ferðinni fyrrverandi starfsmaður sem auðjöfurinn Elon Musk rak. Kóðinn var birtur á GitHub en fjarlægður þaðan þegar lögmenn Twitter sendu forsvarsmönnum síðunnar bréf. Viðskipti erlent 27.3.2023 12:21
Lohan og fleiri stjörnur látnar borga fyrir rafmyntarauglýsingar Leikkonan Lindsay Lohan og rapparinn Akon eru á meðal nokkurra stjarna sem gerðu sátt við bandaríska verðbréfaeftirlitið vegna ásakana um að þær hafi auglýst fjárfestingar í rafmyntum án þess að upplýsa að þær fengju greitt fyrir það. Þær þurfa að greiða tugi þúsunda dollara hver. Viðskipti erlent 23.3.2023 08:58