Breytingar á stjórnendateymi félagsins má rekja til þeirrar krísu sem félagið hefur verið í frá því í janúar þegar hurð á Boeing 737 MAX flugvél fór af í flugtaki. Enginn lést í vélinni en margir farþegar slösuðust. Þá er félagið enn að glíma við eftirköst þess þegar tvær 737 MAX vélar hröpuðu í flugtaki árin 2018 og 2019 með þeim afleiðingum að rúmlega 300 manns létust.
Í frétt Reuters segir að Calhoun hafi verið undir miklum þrýstingi allt frá því í janúar en bandaríska alríkislögreglan er með málið til rannsóknar auk þess sem flugmálayfirvöld hafa stöðvað framleiðslu þar til félagið nær að tryggja öryggi og gæði véla sinna.
Calhoun á langa sögu innan fyrirtækisins en hann hefur setið í stjórn félagins um árabil og varð formaður félagsins árið 2019. Hann tók svo við sem forstjóri í janúar 2020.