Viðskipti innlent

„Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“

Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 

Viðskipti innlent

Actice ehf. undir hatt Kynnis­ferða

Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir hefur nú undirritað samkomulag við fyrirtækið Actice ehf. um kaup á því síðarnefnda. Actice ehf. eða Activity Iceland sérhæfir sig í sérsniðnum ferðalausnum í íslenskri náttúru.

Viðskipti innlent

Ást­hildur nýr stjórnar­for­maður Empower

Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá nýsköpunarfyrirtækinu Empower. Hún tekur við stjórnarformennsku sem fulltrúi Frumtaks Ventures sem leiddi 300 milljóna króna fjármögnun í Empower til að byggja upp hugbúnaðarlausnina, Empower Now.

Viðskipti innlent

Edda til Akta

Edda Guðrún Sverrisdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur og regluvörður Akta sjóða. Edda kemur til Akta frá Kviku banka. 

Viðskipti innlent

Sjö ný til Stefnis

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir hefur ráðið til sín sjö nýja starfsmenn sem munu starfa í nýju teymi sem ber heitið Greining, sala og samskipti. Framkvæmdastjórinn segir ánægjulegt að fá þennan liðsauka til sín. 

Viðskipti innlent