Skoða að sækja bætur til Isavia vegna verkfallsaðgerðanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 08:43 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið muni skoða það hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna verkfalls flugumferðarstjóra. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið skall verkfallið á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda lauk án samnings í gærkvöldi. Það stendur yfir til klukkan tíu. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. Boðað hefur verið til sambærilegra aðgerða á fimmtudag og í næstu viku, takist samningar ekki. Verulegt tjón fyrir Icelandair „Staðan er sú að það eru tugir starfsmanna Isavia sem hafa lokað landinu núna og innanlandsflugi líka. Það eru þúsundir farþega sem þetta hefur áhrif á, farþegar sem væntanlega eru að heimsækja vini og ættingja eða eru að fara í langþráð frí sem kannski er búið að safna fyrir allt árið,“ segir Bogi. Versta sé að þetta hafi áhrif á flugfélögin sem ekki séu aðilar að þessu máli. Bogi segir að félagið hafi þurft að seinka Ameríkuflugi í gær vegna verkfallsins, þær vélar lendi um tíuleytið, þegar verkfallsaðgerðum ljúki. Þá hefjist Evrópuflug. Það er pirringur í ykkar viðskiptavinum? „Já og bara eðlilega. Þetta er fólk sem eru ekkert aðilar að þessu máli og á leið í langþráð frí,“ segir Bogi sem rifjar upp að Reykjanesbrautin hafi lokast í fyrra af náttúruvöldum með tilheyrandi áhrifum og tjóni fyrir flugfélögin. „Þar voru náttúrulega náttúruöflin á ferð en nú er þetta að gerast af mannavöldum. Þess vegna er pirringurinn eðlilega talsverður hjá okkar viðskiptavinum, en við reynum að gera okkar besta í þessu og það er mikill skilningur gagnvart Icelandair í þessari stöðu.“ Skoða grundvöll þess að sækja bætur Bogi segir ljóst að bæði Icelandair og Play verði fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna þessa, rétt eins og þegar Reykjanesbrautin hafi lokast á sama tíma í fyrra. Bogi segir félagið munu skoða grundvöll þess að sækja bætur til Isavia vegna málsins. „Við munum skoða grundvöll þess en það er bara eitthvað sem við skoðum í framhaldinu. Við lendum oft í því þegar það verða truflanir á okkar flugáætlunum, þá greiðum við bætur, það eru ríkar skyldur og við gerum það,“ segir Bogi. „Við munum að sjálfsögðu skoða grundvöll þess hvort við getum sótt til okkar þjónustuaðila, því eins og ég segi þá erum við enginn aðili að þessu máli. Þetta eru nokkrir tugir starfsmanna Isavia sem eru að valda þessari truflun núna.“ Bogi segir félagið fylgjast grannt með gangi mála. Reynt verði að búa svo um hnútana að verkfallsaðgerðir valdi sem minnstum truflunum fyrir farþega, en það sé óhjákvæmilegt að þær verði einhverjar á svona dögum. Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Bítið Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið skall verkfallið á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda lauk án samnings í gærkvöldi. Það stendur yfir til klukkan tíu. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. Boðað hefur verið til sambærilegra aðgerða á fimmtudag og í næstu viku, takist samningar ekki. Verulegt tjón fyrir Icelandair „Staðan er sú að það eru tugir starfsmanna Isavia sem hafa lokað landinu núna og innanlandsflugi líka. Það eru þúsundir farþega sem þetta hefur áhrif á, farþegar sem væntanlega eru að heimsækja vini og ættingja eða eru að fara í langþráð frí sem kannski er búið að safna fyrir allt árið,“ segir Bogi. Versta sé að þetta hafi áhrif á flugfélögin sem ekki séu aðilar að þessu máli. Bogi segir að félagið hafi þurft að seinka Ameríkuflugi í gær vegna verkfallsins, þær vélar lendi um tíuleytið, þegar verkfallsaðgerðum ljúki. Þá hefjist Evrópuflug. Það er pirringur í ykkar viðskiptavinum? „Já og bara eðlilega. Þetta er fólk sem eru ekkert aðilar að þessu máli og á leið í langþráð frí,“ segir Bogi sem rifjar upp að Reykjanesbrautin hafi lokast í fyrra af náttúruvöldum með tilheyrandi áhrifum og tjóni fyrir flugfélögin. „Þar voru náttúrulega náttúruöflin á ferð en nú er þetta að gerast af mannavöldum. Þess vegna er pirringurinn eðlilega talsverður hjá okkar viðskiptavinum, en við reynum að gera okkar besta í þessu og það er mikill skilningur gagnvart Icelandair í þessari stöðu.“ Skoða grundvöll þess að sækja bætur Bogi segir ljóst að bæði Icelandair og Play verði fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna þessa, rétt eins og þegar Reykjanesbrautin hafi lokast á sama tíma í fyrra. Bogi segir félagið munu skoða grundvöll þess að sækja bætur til Isavia vegna málsins. „Við munum skoða grundvöll þess en það er bara eitthvað sem við skoðum í framhaldinu. Við lendum oft í því þegar það verða truflanir á okkar flugáætlunum, þá greiðum við bætur, það eru ríkar skyldur og við gerum það,“ segir Bogi. „Við munum að sjálfsögðu skoða grundvöll þess hvort við getum sótt til okkar þjónustuaðila, því eins og ég segi þá erum við enginn aðili að þessu máli. Þetta eru nokkrir tugir starfsmanna Isavia sem eru að valda þessari truflun núna.“ Bogi segir félagið fylgjast grannt með gangi mála. Reynt verði að búa svo um hnútana að verkfallsaðgerðir valdi sem minnstum truflunum fyrir farþega, en það sé óhjákvæmilegt að þær verði einhverjar á svona dögum.
Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Bítið Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira