Viðskipti innlent

Ná ekki að breyta enskuskotnum umbúðum Nóa kropps

Sælgætisframleiðandinn Nói Síríus nær ekki að breyta enskuskotnum umbúðum á sumarútgáfu af Nóa kroppi þar sem búið er að dreifa nánast öllu takmörkuðu upplagi þess í verslanir. Málfræðingur við Háskóla Íslands gerði athugasemd við að umbúðirnar væru að hluta á ensku.

Viðskipti innlent

Cocoa Puffs snýr aftur í verslanir

Cocoa Puffs er væntanlegt aftur í verslanir á næstu dögum en morgunkornið hvarf af íslenskum markaði í byrjun seinasta árs. Uppskrift súkkulaðikúlnanna hefur nú verið breytt og er fyrsta sendingin þegar komin til landsins að sögn umboðsaðila.

Viðskipti innlent

Perla Ösp nýr fram­kvæmda­stjóri Eflingar

Perla Ösp Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Perla Ösp á að baki ellefu ár sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum en sagði upp störfum hjá bankanum fyrir ári.

Viðskipti innlent

Sögu Pizza Hut í Smáralind lokið

Veitingastað Pizza Hut í Smáralind var lokað þann 15. maí og hefur keðjan til skoðunar að hefja rekstur á nýjum stað. Leigusamningur Pizza Hut endaði í mánuðinum og tóku stjórnendur ákvörðun um að framlengja hann ekki.

Viðskipti innlent

Sam­keppnis­eftir­litið sam­þykkir kaup Ra­pyd á Valitor

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna ísraelska fjártæknifyrirtækisins Rapyd og íslenska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor. Tilkynnt var í byrjun júlí 2021 að Rapyd vildi kaupa allt hlutafé í félaginu af Arion banka fyrir 100 milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarða ís­lenskra króna. 

Viðskipti innlent

Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir

Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því.

Viðskipti innlent