Viðskipti innlent

Krónan fellir grímuna

Verslunarkeðjan Krónan mun frá og með morgundeginum ekki gera kröfu um að viðskiptavinir beri andlitsgrímur, líkt og flestar verslanir hafa að undanförnu gert vegna kórónuveirufaraldursins.

Viðskipti innlent

Ríkið sýknað af milljarða kröfu matarinnflytjenda

Íslenska ríkið var í dag sýknað í Landsrétti af kröfu fimm matarinnflytjenda sem kröfðust samanlagt rúmlega 1,7 milljarða króna í bætur frá íslenska ríkinu. Töldu forsvarsmenn fyrirtækjanna að íslenska ríkið hefði lagt tolla á innflutt matvæli með ólögmætum hætti. Um er að ræða Haga, Innnes, Sælkeradreifingu, Festi og Banana.

Viðskipti innlent

Hollendingar aftur byrjaðir að spóka sig á Akureyri

Flugvél á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli í morgun. Vélin kom frá Amsterdam en um er að ræða fyrstu ferð vetrarins. Leiguflug ferðaskrifstofunnar milli höfuðborgar Hollands og Akureyrar hefur legið niðri frá því að heimsfaraldurinn skall á.

Viðskipti innlent

Sam­keppnis­hæfari eftir sam­eininguna

Fagverk verktakar, Malbik og völtun, og Malbikstöðin hafa sameinast undir merkjum Malbikunarstöðvarinnar en þau eru öll í eigu Vilhjálms Þórs Matthíassonar. Sameiningin er sögð liður í uppbyggingu fyrirtækins og aukningu markaðshlutdeildar á malbiksmarkaðnum.

Viðskipti innlent

Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða

Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða króna á seinasta ári, en þar af var hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 7,83 milljarðar. Til samanburðar nam heildarhagnaður 5,32 milljörðum króna árið 2020, þar af 3,96 vegna fjárfestingarstarfsemi.

Viðskipti innlent

Ballið að byrja á loðnuvertíðinni

Fundur stórrar loðnutorfu grunnt undan Suðausturlandi markar kaflaskil á yfirstandandi vertíð en þar með er staðfest að loðnan er gengin upp á landgrunnið, byrjuð að þéttast í torfur og að nálgast sitt verðmætasta form.

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Bestu ís­lensku vöru­merkin

Vörumerkja­stof­an brandr mun útnefna „Bestu ís­lensku vörumerkin“ í annað sinn klukkan 12 í dag. Viðurkenningar eru veittar í fjór­um flokk­um, sem er skipt upp eft­ir starfs­manna­fjölda og því hvort vörumerk­in starfi á ein­stak­lings- eða fyr­ir­tækja­markaði. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan.

Viðskipti innlent

Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna.

Viðskipti innlent

Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna

Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag.

Viðskipti innlent