Hampiðjan komin á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2023 13:21 Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, hjá Kauphallarbjöllunni. Nasdaq Iceland Hlutabréf í Hampiðjunni voru í dag tekin til við skipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Félagið hefur verið skráð félag á Íslandi síðan 1993, þar af síðastliðin sautján ár á Nasdaq First North vaxtarmarkaðnum. Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að Hampiðjan tilheyri Neysluvörugeiranum (e. Consumer Discretionary) og sé ellefta félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár. „Hampiðjan var stofnuð árið 1934 og er leiðandi á heimsvísu í þjónustu og þróun á vörum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og úthafsiðnað. Hampiðjan samanstendur af 51 fyrirtæki, með starfsstöðvar á 76 stöðum á 21 andssvæði, og teygir sig frá ysta odda í Alaska í vestri og til Nýja Sjálands í austri. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.000 manns. Vöruþróun og nýsköpun eru mikilvægir þættir starfsemi Hampiðjunnar og sá kjarni sem fyrirtækið byggir á en félagið er með 41 einkaleyfi fyrir ýmsar vörutegundir,“ segir í tilkynningunni. Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. Nasdaq Iceland Haft er eftir Hirti Erlendssyni, forstjóra Hampiðjunnar, að flutningurinn frá Nasdaq First North vaxtarmarkaðnum yfir á aðalmarkaðinn sé mikilvægt skref fyrir Hampiðjuna. „Vel heppnað útboð á nýju hlutafé í síðustu viku samhliða skráningu á Aðalmarkað Nasdaq gerir okkur kleift að nýta að fullu þau samlegðartækifæri sem felast í nýlegum kaupum okkar á norska fyrirtækinu Mørenot og ná fram hagræðingu í rekstri þess. Mikil þekking á veiðarfæragerð og fiskeldi ásamt öflugri vöruþróun hefur komið okkur í fremstu röð fyrirtækja sem sinna þessum mikilvægu greinum og við viljum halda áfram á sömu braut og efla Hampiðjuna enn frekar. Við erum sannarlega ánægð að sjá að fjárfestar deila með okkur þessari framtíðarsýn og bjóðum nýja hluthafa hjartanlega velkomna í fyrirtækið,“ segir Hjörtur. Þá er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq Iceland, að um leið og Kauphöllin bjóði Hampiðjuna hjartanlega velkomna á Aðalmarkað Nasdaq Iceland sé þrjátíu ára skráningarafmæli félagsins á hlutabréfamarkaði fagnað. „Við óskum Hampiðjunni einnig til hamingju með vel heppnað hlutafjárútboð og við hlökkum til að styðja við félagið fram veginn með auknum sýnileika og aðgengi að breiðari hópi fjárfesta.“ Nasdaq Iceland Hampiðjan Kauphöllin Tengdar fréttir Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna. 5. júní 2023 10:52 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að Hampiðjan tilheyri Neysluvörugeiranum (e. Consumer Discretionary) og sé ellefta félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár. „Hampiðjan var stofnuð árið 1934 og er leiðandi á heimsvísu í þjónustu og þróun á vörum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og úthafsiðnað. Hampiðjan samanstendur af 51 fyrirtæki, með starfsstöðvar á 76 stöðum á 21 andssvæði, og teygir sig frá ysta odda í Alaska í vestri og til Nýja Sjálands í austri. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.000 manns. Vöruþróun og nýsköpun eru mikilvægir þættir starfsemi Hampiðjunnar og sá kjarni sem fyrirtækið byggir á en félagið er með 41 einkaleyfi fyrir ýmsar vörutegundir,“ segir í tilkynningunni. Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. Nasdaq Iceland Haft er eftir Hirti Erlendssyni, forstjóra Hampiðjunnar, að flutningurinn frá Nasdaq First North vaxtarmarkaðnum yfir á aðalmarkaðinn sé mikilvægt skref fyrir Hampiðjuna. „Vel heppnað útboð á nýju hlutafé í síðustu viku samhliða skráningu á Aðalmarkað Nasdaq gerir okkur kleift að nýta að fullu þau samlegðartækifæri sem felast í nýlegum kaupum okkar á norska fyrirtækinu Mørenot og ná fram hagræðingu í rekstri þess. Mikil þekking á veiðarfæragerð og fiskeldi ásamt öflugri vöruþróun hefur komið okkur í fremstu röð fyrirtækja sem sinna þessum mikilvægu greinum og við viljum halda áfram á sömu braut og efla Hampiðjuna enn frekar. Við erum sannarlega ánægð að sjá að fjárfestar deila með okkur þessari framtíðarsýn og bjóðum nýja hluthafa hjartanlega velkomna í fyrirtækið,“ segir Hjörtur. Þá er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq Iceland, að um leið og Kauphöllin bjóði Hampiðjuna hjartanlega velkomna á Aðalmarkað Nasdaq Iceland sé þrjátíu ára skráningarafmæli félagsins á hlutabréfamarkaði fagnað. „Við óskum Hampiðjunni einnig til hamingju með vel heppnað hlutafjárútboð og við hlökkum til að styðja við félagið fram veginn með auknum sýnileika og aðgengi að breiðari hópi fjárfesta.“ Nasdaq Iceland
Hampiðjan Kauphöllin Tengdar fréttir Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna. 5. júní 2023 10:52 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna. 5. júní 2023 10:52