Viðskipti innlent

Leita til Hæsta­réttar og starfa á­fram í greiðslu­skjóli

Allrahanda GL, sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line, hyggst leggja fram beiðni um kæruleyfi til Hæstaréttar eftir að Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna staðfestingu nauðasamnings félagsins. Á meðan á því ferli stendur frestast rétttaráhrif úrskurðar Landsréttar og heldur Allrahanda GL því áfram rekstri í greiðsluskjóli.

Viðskipti innlent

Keyptu Reykjavík Makeup School

Förðunarfræðingarnir Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir hafa tekið yfir rekstur Reykjavík Makeup School að fullu en þær komu upphaflega inn í rekstur hans sem meðeigendur 2020.

Viðskipti innlent

Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi

Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu.

Viðskipti innlent

Rúmur þriðjungur beri illa skuldir sínar

Umtalsverðar skammtímaskuldir hafa safnast upp hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og í árslok 2020 voru þær allt að 25 milljarðar króna umfram það sem eðlilegt var. Erfitt getur reynst að vinna á þessum skuldum nema með frekari lántöku eða nýju eigin fé.

Viðskipti innlent

Toyota fallið úr toppsætinu og rafbílar sækja á

1.826 Kia fólksbílar voru nýskráðir hérlendis á seinasta ári og var merkið það söluhæsta í fyrsta skipti með 14,3% hlutdeild af sölu nýrra fólksbíla. Næst á eftir kom Toyota með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild en japanski framleiðandinn hefur setið efst á lista yfir vinsælustu fólksbíla Íslendinga samfleytt í um þrjá áratugi.

Viðskipti innlent