Viðskipti innlent

Fimm­tíu milljarða við­snúningur í við­skipta­jöfnuði

13,1 milljarða króna afgangur var á viðskiptajöfnuði við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það er 50 milljarða króna betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 12,5 milljarða króna betri en á sama fjórðungi árið 2020. 31,1 milljarða króna halli var á viðskiptajöfnuði við útlönd á öðrum ársfjórðungi 2021.

Viðskipti innlent

Eldsmiðjan kveður eftir 35 ár

Eldsmiðjunni við Suðurlandsbraut verður lokað næsta vor þegar hún víkur fyrir nýjum veitingastað. Um er að ræða seinasta útibú Eldsmiðjunnar sem var á fjórum stöðum snemma árs 2020. Fyrsta Eldsmiðjan var opnuð á Bragagötu árið 1986 en rekstri staðarins var hætt í fyrra.

Viðskipti innlent

Mjólkin hækkar í verði

Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð sem kúabændur fá fyrir mjólk. Þá hækkar einnig heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.

Viðskipti innlent

Svana Huld fer aftur til Arion banka

Svana Huld Linnet hefur aftur verið ráðin til starfa hjá Arion banka en hún hefur áður starfað hjá bankanum í ein átta ár. Hún mun taka við starfi forstöðumanns markaðsviðskipta á nýju ári.

Viðskipti innlent

Orkuveitan þarf að greiða Glitni milljarða króna

Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða Glitni HoldCo, eignarhaldsfélagi utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka Glitnis, á fjórða milljarð króna. Um er að ræða 740 milljónir króna auk himinhárra uppsafnaðra dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. 

Viðskipti innlent

Röðull, Ruby Tues­day og nú fjöl­breytt hverfiskaffi­hús

Í Skipholti 19 í Reykjavík gengur sögufrægt húsnæði nú í endurnýjun lífdaga. Eftir að hafa hýst veitingastaðinn Ruby Tuesday og Röðulinn, einn vinsælasta skemmtistað landsins á sjötta til áttunda áratug síðustu aldar, rís þar nú brátt hverfiskaffihús, bókabúð og alhliða menningarmiðstöð fyrir rithöfunda.

Viðskipti innlent