Skattamálum Samherja lokið með sátt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. janúar 2023 12:40 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir félagið hafa unnið af heilindum með skattyfirvöldum og afhent öll þau gögn sem óskað var eftir. Vísir Skatturinn hefur lokið rannsókn sem tók til bókhalds og skattskila samstæðu Samherja hf. árin 2010-2018 þar sem öll gögn í rekstri þeirra félaga voru ítarlega yfirfarin. Úttektinni lýkur í sátt á milli skattrannsóknarstjóra og Samherja. Þessar málalyktir felast í endurálagningu Skattsins á félög í samstæðu Samherja vegna rekstraráranna 2012-2018. Samhliða hefur embætti héraðssaksóknara fellt niður sakamál á hendur félögunum og starfsfólki þeirra og staðfest að hvorki stjórnendur né starfsmenn samstæðunnar hafi gerst sekir um refsiverð brot vegna þessa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Samherji sendi frá sér fyrr í dag en Morgunblaðið greinir jafnframt frá því að að Samherji og annað tengt félag, Sæból, hafi í kjölfar endurálagningar greitt um 214 milljónir auk vaxta og dráttarvaxta. Þá greiðir félagið um 15 milljónir króna í sekt. Samherji hf. greiðir viðbótarskatt vegna staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds af nokkrum sjómönnum á erlendum skipum. Að teknu tilliti til leiðréttinga á tekjuskattsálagningu nemur nettó viðbótarskattgreiðsla Samherja hf. 60 milljónum króna. Á þessu tímabili greiddi félagið 30.116 milljónir króna í skatta og hækkar skattgreiðsla félagsins því um 0,2 prósent á tímabilinu vegna þessa. Segir umræðuna um félagið hafa verið hvassa Þá mun Sæból fjárfestingafélag ehf. Greiða tæplega 153 milljónir króna í viðbótarskatt. Þar af eru 20 prósent fjárhæðarinnar vegna álags. Skattlagningin kemur til þar sem tekjur dótturfélags Sæbóls erlendis voru taldar skattskyldar hér á landi. Þær tekjur fengust reyndar aldrei greiddar. Um þennan þátt málsins ríkti veruleg réttaróvissa sem skorið var úr með nýlegum dómi Landsréttar í sambærilegu máli. Á því tímabili sem var til rannsóknar greiddi Sæból alls 2.300 milljónir króna í skatta og hækkar skattgreiðsla félagsins því um 6 prósent á tímabilinu. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir félagið hafa unnið af heilindum með skattyfirvöldum og afhent öll þau gögn sem óskað var eftir. „Skattrannsóknarstjóri átti frumkvæði að því að ljúka málunum með sátt, svo því sé haldið til haga. Það hefur verið óvenjulega hvöss umræða um félagið og okkar fólk, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi. Það er því mikill léttir að geta hreinsað burt svo alvarlegar ásakanir með staðfestingu opinberra aðila. Hér er lykilatriði að málunum er nú lokið án þess að höfðað sé mál á hendur félaginu eða nokkrum einstaklingi.“ Skattar og tollar Sjávarútvegur Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Samhliða hefur embætti héraðssaksóknara fellt niður sakamál á hendur félögunum og starfsfólki þeirra og staðfest að hvorki stjórnendur né starfsmenn samstæðunnar hafi gerst sekir um refsiverð brot vegna þessa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Samherji sendi frá sér fyrr í dag en Morgunblaðið greinir jafnframt frá því að að Samherji og annað tengt félag, Sæból, hafi í kjölfar endurálagningar greitt um 214 milljónir auk vaxta og dráttarvaxta. Þá greiðir félagið um 15 milljónir króna í sekt. Samherji hf. greiðir viðbótarskatt vegna staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds af nokkrum sjómönnum á erlendum skipum. Að teknu tilliti til leiðréttinga á tekjuskattsálagningu nemur nettó viðbótarskattgreiðsla Samherja hf. 60 milljónum króna. Á þessu tímabili greiddi félagið 30.116 milljónir króna í skatta og hækkar skattgreiðsla félagsins því um 0,2 prósent á tímabilinu vegna þessa. Segir umræðuna um félagið hafa verið hvassa Þá mun Sæból fjárfestingafélag ehf. Greiða tæplega 153 milljónir króna í viðbótarskatt. Þar af eru 20 prósent fjárhæðarinnar vegna álags. Skattlagningin kemur til þar sem tekjur dótturfélags Sæbóls erlendis voru taldar skattskyldar hér á landi. Þær tekjur fengust reyndar aldrei greiddar. Um þennan þátt málsins ríkti veruleg réttaróvissa sem skorið var úr með nýlegum dómi Landsréttar í sambærilegu máli. Á því tímabili sem var til rannsóknar greiddi Sæból alls 2.300 milljónir króna í skatta og hækkar skattgreiðsla félagsins því um 6 prósent á tímabilinu. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir félagið hafa unnið af heilindum með skattyfirvöldum og afhent öll þau gögn sem óskað var eftir. „Skattrannsóknarstjóri átti frumkvæði að því að ljúka málunum með sátt, svo því sé haldið til haga. Það hefur verið óvenjulega hvöss umræða um félagið og okkar fólk, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi. Það er því mikill léttir að geta hreinsað burt svo alvarlegar ásakanir með staðfestingu opinberra aðila. Hér er lykilatriði að málunum er nú lokið án þess að höfðað sé mál á hendur félaginu eða nokkrum einstaklingi.“
Skattar og tollar Sjávarútvegur Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira