Ólafur með mesta fylgi 12. júní 2004 00:01 Tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hyggjast kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningunum sem fram fara þann 26. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Fylgi Ólafs Ragnars mælist 63,8 prósent í könnuninni og mælist fylgi annarra frambjóðenda aðeins brot af fylgi hans. Fimm prósent aðspurðra hyggjast kjósa Baldur Ágústsson og 0,6 prósent Ástþór Magnússon. Þá sögðust 15 prósent aðspurðra ætla að sitja heima á kjördag og rúm tíu af hundraði eru enn óákveðin. 6,5 prósent neituðu að svara eða vildu annan frambjóðanda. Ef aðeins er litið til þeirra sem afstöðu tóku, tæpra 70 prósenta aðspurðra, nýtur Ólafur Ragnar fylgis níu af hverjum tíu. Fylgi Ástþórs mælist tæplega eitt prósent og Baldurs rúmlega 7 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur meira fylgis meðal kvenna en karla. 93,6 prósent kvenna sem afstöðu tóku sögðust ætla að kjósa Ólaf Ragnar meðan 86,3 prósent karla hugðust gera slíkt hið sama. Talsvert fleiri karlar en konur hugðust hins vegar kjósa Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon en fylgi Ástþórs mælist ekkert meðal kvenna. Lítill munur mældist á fylgi Ólafs Ragnars á landsbyggðinni og í þéttbýli, 90,3 prósent íbúa í þéttbýli hyggjast veita honum atkvæði sitt samanborið við 89,5 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Fylgi Baldurs mælist ívið meira á landsbyggðinni en þar er fylgi Ástþórs ekki mælanlegt. 1,5 prósent íbúa í þéttbýli hyggjast hins vegar kjósa Ástþór. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns sem skiptist jafnt á milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma. Spurt var: Hvaða frambjóðanda myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hyggjast kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningunum sem fram fara þann 26. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Fylgi Ólafs Ragnars mælist 63,8 prósent í könnuninni og mælist fylgi annarra frambjóðenda aðeins brot af fylgi hans. Fimm prósent aðspurðra hyggjast kjósa Baldur Ágústsson og 0,6 prósent Ástþór Magnússon. Þá sögðust 15 prósent aðspurðra ætla að sitja heima á kjördag og rúm tíu af hundraði eru enn óákveðin. 6,5 prósent neituðu að svara eða vildu annan frambjóðanda. Ef aðeins er litið til þeirra sem afstöðu tóku, tæpra 70 prósenta aðspurðra, nýtur Ólafur Ragnar fylgis níu af hverjum tíu. Fylgi Ástþórs mælist tæplega eitt prósent og Baldurs rúmlega 7 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur meira fylgis meðal kvenna en karla. 93,6 prósent kvenna sem afstöðu tóku sögðust ætla að kjósa Ólaf Ragnar meðan 86,3 prósent karla hugðust gera slíkt hið sama. Talsvert fleiri karlar en konur hugðust hins vegar kjósa Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon en fylgi Ástþórs mælist ekkert meðal kvenna. Lítill munur mældist á fylgi Ólafs Ragnars á landsbyggðinni og í þéttbýli, 90,3 prósent íbúa í þéttbýli hyggjast veita honum atkvæði sitt samanborið við 89,5 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Fylgi Baldurs mælist ívið meira á landsbyggðinni en þar er fylgi Ástþórs ekki mælanlegt. 1,5 prósent íbúa í þéttbýli hyggjast hins vegar kjósa Ástþór. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns sem skiptist jafnt á milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma. Spurt var: Hvaða frambjóðanda myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú?
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira