Fyndnasti dávaldur heims 14. júní 2004 00:01 Grín-dávaldurinn Sailesh kemur hingað til lands í haust og heldur sýningu á Broadway, 24. september. Sailesh er meðal annars frægur fyrir að geta látið fólk fá fullnægingu með því einu að taka í höndina á því. Hefur sýningunni hans verið hælt á hvert reipi af fjölmiðlum í Bandaríkjunum sem nýrri tegund af skemmtun. Sýningin, sem stendur yfir í tvo og hálfan tíma, er uppfull af ótrúlegum uppákomum þar sem áhorfendur verða að stjörnum sýningarinnar fyrir framan vini og vandamenn sem gráta af hlátri við að sjá félaga sína fara á kostum á sviðinu. Plötusnúðurinn Greg Kusiak er hluti af sýningunni og spilar dúndurtónlist á réttu stöðunum og flytur þar með brandarana á næsta stig. Krafturinn og stemmningin meðal áhorfenda er slík að margir hafa líkt sýningunni við magnaða rokktónleika. Það kemur því ekki á óvart að Sailesh er að verða vinsælasti og eftirsóttasti dávaldurinn í Kanada og Bandaríkjunum. Hefur tónlistarstöðin MTV til dæmis kallað hann "fyndnasta óritskoðaða dávald jarðar." Sailesh fæddist á eyjunni Fiji en ólst upp í Kanada. Fyrir um tíu árum kynntist hann einum þekktasta dávaldi þess tíma og fór í læri hjá honum. Sailesh hafði mikinn áhuga á því að brjóta upp gamla þekkta formið og gera eitthvað miklu meira krassandi með því að færa ótæmandi möguleika dáleiðslunnar inn í nútímann. Hann skráði sig í American Institution of Hypnotherapy í Kaliforníu þar sem hann lærði í tvö ár og útskrifaðist með gráðu í dáleiðslu. Fyrir nokkrum árum lágu leiðir Sailesh og Peter Kas hjá Metropolis Agency síðan saman og þróuðu þeir núverandi sýningu. Þeir vildu sjá aukinn kraft, meiri hlátur og ögra áhorfendum meira en eldri dávaldar og hefur þetta framtak þeirra slegið í gegn. Sailesh býr nú í Kaliforníu og auk þess að ferðast stanslaust með sýningu sína um Bandaríkin og víða veröld, er hann með nýjan sjónvarpsþátt í bígerð. Sýningin hans á Broadway er bönnuð innan 18 ára og aðeins um 1000 miðar verða í boði. Menning Sailesh Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Grín-dávaldurinn Sailesh kemur hingað til lands í haust og heldur sýningu á Broadway, 24. september. Sailesh er meðal annars frægur fyrir að geta látið fólk fá fullnægingu með því einu að taka í höndina á því. Hefur sýningunni hans verið hælt á hvert reipi af fjölmiðlum í Bandaríkjunum sem nýrri tegund af skemmtun. Sýningin, sem stendur yfir í tvo og hálfan tíma, er uppfull af ótrúlegum uppákomum þar sem áhorfendur verða að stjörnum sýningarinnar fyrir framan vini og vandamenn sem gráta af hlátri við að sjá félaga sína fara á kostum á sviðinu. Plötusnúðurinn Greg Kusiak er hluti af sýningunni og spilar dúndurtónlist á réttu stöðunum og flytur þar með brandarana á næsta stig. Krafturinn og stemmningin meðal áhorfenda er slík að margir hafa líkt sýningunni við magnaða rokktónleika. Það kemur því ekki á óvart að Sailesh er að verða vinsælasti og eftirsóttasti dávaldurinn í Kanada og Bandaríkjunum. Hefur tónlistarstöðin MTV til dæmis kallað hann "fyndnasta óritskoðaða dávald jarðar." Sailesh fæddist á eyjunni Fiji en ólst upp í Kanada. Fyrir um tíu árum kynntist hann einum þekktasta dávaldi þess tíma og fór í læri hjá honum. Sailesh hafði mikinn áhuga á því að brjóta upp gamla þekkta formið og gera eitthvað miklu meira krassandi með því að færa ótæmandi möguleika dáleiðslunnar inn í nútímann. Hann skráði sig í American Institution of Hypnotherapy í Kaliforníu þar sem hann lærði í tvö ár og útskrifaðist með gráðu í dáleiðslu. Fyrir nokkrum árum lágu leiðir Sailesh og Peter Kas hjá Metropolis Agency síðan saman og þróuðu þeir núverandi sýningu. Þeir vildu sjá aukinn kraft, meiri hlátur og ögra áhorfendum meira en eldri dávaldar og hefur þetta framtak þeirra slegið í gegn. Sailesh býr nú í Kaliforníu og auk þess að ferðast stanslaust með sýningu sína um Bandaríkin og víða veröld, er hann með nýjan sjónvarpsþátt í bígerð. Sýningin hans á Broadway er bönnuð innan 18 ára og aðeins um 1000 miðar verða í boði.
Menning Sailesh Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira