Þrenna Nínu í sigri Vals 15. júní 2004 00:01 Valsstúlkur unnu sinn fjórða leik í röð í Landsbankadeild kvenna í gær þegar þær tóku á móti stöllum sínum í Þór/KA/KS á Hlíðarenda. Lokatölur leiksins urðu, 4-0, Valsstúlkum í vil og það var eingöngu fyrir þeirra eigin klaufaskap sem sigurinn varð ekki stærri. Þær eru nú komnar með fimm stiga forystu í deildinni en ÍBV getur reyndar minnkað forystu þeirra niður í tvö stig á nýjan leik ef liðið vinnur Stjörnuna í kvöld í Vestmannaeyjum. Valsstúlkur hófu leikinn af miklum krafti, léku undan vindi og héldu uppi stórskotahríð að marki norðanstúlkna fyrstu mínútur leiksins. Þær uppskáru mark á 9. mínútu þegar Nína Ósk Kristinsdóttir skilaði hornspyrnu Rakelar Logadóttur í netið. Sjö mínútum síðar bætti Kristín Ýr Bjarnadóttir við öðru marki með skalla og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur Valsstúlkna yrði. Fjölmörg færi þeirra fóru forgörðum og það var ekki laust við að gestirnir að norðan gætu prísað sig sæla með að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Yfirburðir Valsstúlkna voru ekki eins miklir í síðari hálfleik enda léku þær þá á móti vindinum. Nína Ósk náði þó að skora tvö mörk í hálfleiknum og tryggja auðveldan öruggan sigur Valsstúlkna. Laufey Ólafsdóttir átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Val, var eins og drottning í ríki sínu og frammi var Nína Ósk mjög ógnandi. annars reyndi lítið á Valsliðið í þessum leik og ljóst að þær munu eiga von á meiri mótspyrnu í næstu leikjum. Hin fimmtán ára gamla Laufey Bjarnadóttir var best í liði Þórs/KA/KS og var gaman að sjá þessu ungu stúlku stríða hinum sterku miðvörðum Valsliðsins, þeim Pálu Marie Einarsdóttur og Írisi Andrésdóttur. Laufey fékk hins vegar litla hjálp frá félögum sínum og mátti sín ein og sér lítils gegn öflugu Valsliði. Það sem skipti máliVALUR-ÞÓR/KA/KS 4-0 1-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 9. 2-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 16. 3-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 58. 4-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 81. BEST Á VELLINUM Laufey Ólafsdóttir Val TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 33-5 (12-3) Horn 11-1 Aukaspyrnur fengnar 4-10 Rangstöður 8-0 MJÖG GÓÐAR Laufey Ólafsdóttir Val Nína Ósk Kristinsdóttir Val GÓÐAR Málfríður Sigurðardóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Rakel Logadóttir Val Laufey Björnsdóttir Þór/KA/KS Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Valsstúlkur unnu sinn fjórða leik í röð í Landsbankadeild kvenna í gær þegar þær tóku á móti stöllum sínum í Þór/KA/KS á Hlíðarenda. Lokatölur leiksins urðu, 4-0, Valsstúlkum í vil og það var eingöngu fyrir þeirra eigin klaufaskap sem sigurinn varð ekki stærri. Þær eru nú komnar með fimm stiga forystu í deildinni en ÍBV getur reyndar minnkað forystu þeirra niður í tvö stig á nýjan leik ef liðið vinnur Stjörnuna í kvöld í Vestmannaeyjum. Valsstúlkur hófu leikinn af miklum krafti, léku undan vindi og héldu uppi stórskotahríð að marki norðanstúlkna fyrstu mínútur leiksins. Þær uppskáru mark á 9. mínútu þegar Nína Ósk Kristinsdóttir skilaði hornspyrnu Rakelar Logadóttur í netið. Sjö mínútum síðar bætti Kristín Ýr Bjarnadóttir við öðru marki með skalla og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur Valsstúlkna yrði. Fjölmörg færi þeirra fóru forgörðum og það var ekki laust við að gestirnir að norðan gætu prísað sig sæla með að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Yfirburðir Valsstúlkna voru ekki eins miklir í síðari hálfleik enda léku þær þá á móti vindinum. Nína Ósk náði þó að skora tvö mörk í hálfleiknum og tryggja auðveldan öruggan sigur Valsstúlkna. Laufey Ólafsdóttir átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Val, var eins og drottning í ríki sínu og frammi var Nína Ósk mjög ógnandi. annars reyndi lítið á Valsliðið í þessum leik og ljóst að þær munu eiga von á meiri mótspyrnu í næstu leikjum. Hin fimmtán ára gamla Laufey Bjarnadóttir var best í liði Þórs/KA/KS og var gaman að sjá þessu ungu stúlku stríða hinum sterku miðvörðum Valsliðsins, þeim Pálu Marie Einarsdóttur og Írisi Andrésdóttur. Laufey fékk hins vegar litla hjálp frá félögum sínum og mátti sín ein og sér lítils gegn öflugu Valsliði. Það sem skipti máliVALUR-ÞÓR/KA/KS 4-0 1-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 9. 2-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 16. 3-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 58. 4-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 81. BEST Á VELLINUM Laufey Ólafsdóttir Val TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 33-5 (12-3) Horn 11-1 Aukaspyrnur fengnar 4-10 Rangstöður 8-0 MJÖG GÓÐAR Laufey Ólafsdóttir Val Nína Ósk Kristinsdóttir Val GÓÐAR Málfríður Sigurðardóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Rakel Logadóttir Val Laufey Björnsdóttir Þór/KA/KS
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira